Flóra

Lykill F – Plöntur án blómhlífarblaða, með mjög litla, ósjálega blómhlíf, eða græna, brúna eða himnukennda blómhlíf Sjá: Inngangslykil 1 Stöngull marg-liðaður, greindur eða ógreindur. Smáar tennur (sem eru í raun blöð) mynda tennt slíður um stöngul. Gróhirzlur í axlíkum skipunum á stöngulenda ………………… elftingar (Equisetum) 1 Plöntur ekki eins og lýst er að ofan […]

Lesa meira »

Skúfar – Eleocharis

Skrifað um October 16, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin skúfar (Eleocharis R. Br.) heyrir til hálfgrasaætt (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum kvíslum (Carex, Kobresia, Trichophorum og Eriophorum). Þetta eru fjölærar (mjög sjaldan einærar), oftast lágvaxnar votlendisjurtir. Vaxa í þéttum þúfum eða eru með skriðular jarðrenglur. Auðvelt er að þekkja skúfa, því að þetta eru blaðlausar tegundir með einu axi á endanum. Fyrir kemur, að ax […]

Lesa meira »

Starir – Carex

Skrifað um October 12, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Starir (Carex L.) heyra til hálfgrasaætt (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum ættkvíslum (Kobresia, Eleocharis, Trichophorum og Eriophorum). Þetta er ein tegundaríkasta kvíslin víðast hvar, en talið er, að tegundir séu á milli 1500 og 2000. Þær vaxa í flestum heimshlutum, en þó fer lítið fyrir þeim í hitabeltum jarðar. Flestar starir vaxa í votlendi, allt frá […]

Lesa meira »

Fífur – Eriophorum

Skrifað um October 7, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin fífur (Eriophorum L.) telst til hálfgrasaættar (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum kvíslum (Carex, Kobresia, Trichophorum og Eleocharis). Til kvíslarinnar teljast um 25 tegundir, sem vaxa aðallega á norðurhveli jarðar og ekki sízt í votlendi á heimsskautasvæðunum. Þetta eru fjölærar plöntur, þýfðar eða stakar, meðalstórar með sívala eða nærri þrístrenda stöngla með eitt eða fleiri blöð, jafnvel blöðkulaust slíður. […]

Lesa meira »

Mýrafinnungur – Trichophorum cespitosum (L.) Hartm.

Skrifað um October 4, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Mýrafinnungar – Trichophorum Innan hálfgrasaættar (Cyperaceae) var ættkvíslin Scirpus í eina tíð langstærst með um 400 tegundir. Síðan var kvíslin smám saman skorin niður í um 120 tegundir og hinar tegundirnar dreifðust á ýmsar kvíslir. Af þeim eru aðeins tvær hérlendis, Eleocharis og sú, sem er til umfjöllunar hér, Trichophorum. Þar sem aðeins ein tegund […]

Lesa meira »

Hálfgrasaætt – Cyperaceae

Skrifað um September 28, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Til hálfgrasaættar (Cyperaceae) teljast ein- og fjölærar, graskenndar jurtir með jarðstöngul. Á stundum vaxa þær í þéttum þúfum og þá er jarðstöngull lóðréttur en séu þær með skriðulan jarðstöngul eru stönglar gisstæðir eða lausþýfðir; trefjarætur. Stönglar með blómum á spretta upp af jarðstöngli en einnig oft aðeins blöð. Stönglar eru strákenndir, þrístrendir en oft sívalir, […]

Lesa meira »

Horblaðka – Menyanthes trifoliata L. –

Skrifað um September 14, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Horblöðkuætt – Menyanthaceae Plöntur þær, sem teljast til horblöðkuættar (Menyanthaceae), heyrðu eitt sinn til maríuvandarættar (Gentianaceae). Þetta eru um 60 tegundir, sem skiptast á fimm ættkvíslir. Kvíslirnar Menyanthes (horblöðkur) og Nephrophyllidium vaxa aðeins á norðurhvelinu, Liparophyllum og Villarsia á suðurhveli en tegundir innan Nymphoides eru dreifðar um heiminn. Til ættarinnar teljast fjölærar votlendisjurtir með stakstæð […]

Lesa meira »

Hjartagrös – Silene

Skrifað um September 8, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  Ættkvíslin hjartagrös (Silene L.) heyrir undir Caryophyllaceae (hjartagrasaætt) og teljast um 500 tegundir til hennar. Hér á landi eru þær tvær villtar, lambagras (S. acaulis L.) og holurt (S. uniflora Roth), en fjórar teljast til slæðinga. Auk þessara tegunda eru allmargar ræktaðar til skrauts í görðum. Tegundir ættkvíslarinnar eru ein- til fjölærar jurtir, ýmist hárlausar eða hærðar. Oft […]

Lesa meira »

Brjóstagrös – Thalictrum

Skrifað um September 2, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin brjóstagrös (Thalictrum) telst til sóleyjaættar (Ranunculaceae). Um 330 tegundir heyra til ættkvíslinni, en aðeins ein tegund vex villt hér á landi, brjóstagras (Thalictrum alpinum). Þá eru nokkrar tegundir ræktaðar till skrauts í görðum. Þetta eru fjölærar jurtir, jafnan hárlausar og oft stórvaxnar; stöngull uppréttur með engin eða fá, gisin blöð. Blöð stofnstæð, mjög oft […]

Lesa meira »

Lykill C – Plöntur, sem hafa ekki laufgrænu

Skrifað um June 6, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Lykill C – Plöntur, sem hafa ekki laufgrænu að miklum hluta Sjá: Inngangslykil 1 Stöngull marg-liðaður, greindur eða ógreindur. Smáar tennur (sem eru í raun blöð) mynda tennt slíður um stöngul. Gróhirzlur í axlíkum skipunum á stöngulenda ……… elftingar (Equisetum) 1 Stöngull ekki liðaður. Blöð stakstæð eða engin. Blómplöntur ………………. 2 2 Blóm í klasa […]

Lesa meira »
Page 5 of 11 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11