Greinasafn mánaðar: July 2014

Plöntuættir

Skrifað um July 26, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Í eftirfarandi töflu er meginþorri þeirra ætta æðaplantna (háplantna), sem kann að vaxa í Evrópu. Í síðasta dálki eru nöfn á íslenzkum ættkvíslum. Unnið er að því að semja lykla að tegundum og lýsingar á plöntutegundum. Mun það birtast smám saman eftir því sem tími vinnst til., þó ekki að ráði fyrr en undir áramót. […]

Lesa meira »

Hellhnoðraætt – Crassulaceae

Skrifað um July 26, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Til helluhnoðraættar – Crassulaceae – teljast ein- eða fjölærar plöntur tvíkímblöðunga með safamiklar greinar og þykk, kjötkennd blöð. Vatn getur safnazt í slík blöð og því þola margar tegundir langan þurrkatíma. Flestar eru jurtkenndar en þó eru til nokkrar trékenndar tegundir, runnar og örfáar vatnaplöntur. Tegundir ættarinnar vaxa um allan heim, en þær eru þó […]

Lesa meira »

Hugleiðing um ræktun og náttúruvernd

Skrifað um July 23, 2014, by · in Flokkur: Gróður

Öll umræða á ávallt að vera af hinu góða, þar sem menn lýsa skoðunum sínum og takast jafnvel á um markmið og leiðir við hin fjölbreyttustu verkefni. Síðast liðnar vikur hefur fjörleg rökræða átt sér stað meðal leikra og lærðra um loftslagsmál, ræktun og náttúruvernd. Kveikjan var losun á koltvísýringi og hvaða leiðir séu beztar […]

Lesa meira »

Riðið úr Þórsmörk í Laugar og þá í Ásólfsstaði

Skrifað um July 20, 2014, by · in Flokkur: Almennt

  Hákon Bjarnason: Útdráttur úr dagbók 1936 Þann 11. júní vorum við eftirtaldir staddir á Þórsmörk: Árni Einarsson í Múlakoti, Skúli Skúlason ritstjóri, Einar G. E. Sæmundsen [Einar yngri] og ég. Þá voru þar og Einar E. Sæmundsen og nokkrir verkamenn. Við Árni höfðum bollalagt að gaman væri að fara syðri Landmannaleið upp úr Þórsmörk […]

Lesa meira »

Kræklurætur – Corallorhiza

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin kræklurætur – Corallorhiza Gagnebin – tilheyrir brönugrasaætt (Orchidaceae) og undirættinni Epidendroideae. Þetta eru fjölærar tegundir sem eru án laufgrænu. Jarðstöngull er hnöllóttur og marggreinóttur og líkist kóraldýrum. Nú eru taldar 14 tegundir til kvíslarinnar, en aðeins ein vex hér á landi, og því er lýsing á henni látin nægja. Ættkvíslarnafnið Corallorhiza er komið úr […]

Lesa meira »

Friggjargrös – Platanthera

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Friggjargrös – Platanthera Richard – teljast til brönugrasaættar (Orchidaceae) og vex aðeins ein tegund kvíslarinnar hér á landi, og því er lýsing á henni látin nægja. Um 200 tegundir tilheyra kvíslinni og vaxa flestar í tempruðu beltum jarðar og fáar í hitabeltinu. Nafn kvíslar er komið af grísku orðunum ‘platos’, breiður og ‘anthera’, frævill. Friggjargras […]

Lesa meira »

Hjónagrös – Pseudorchis

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

  Ættkvíslin hjónagrös – Pseudorchis Seguier – heyrir til brönugrasaætt (Orchidaceae) og er aðeins ein tegund innan kvíslarinnar, og því er lýsing á henni látin nægja. Tegundin P. albida skiptist í tvær undirtegundir: P. albida ssp. albida P. albida ssp. straminea Aðeins seinni undirtegundin vex hér á landi. Á stundum er undirtegundin talin sjálfstæð tegund: […]

Lesa meira »

Barnarætur – Coeloglossum

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin barnarætur – Coeloglossum Hartm. – telst til brönugrasaættar (Orchidaceae) og undirættarinnar Orchidoideae. Til kvíslarinnar telst nú aðeins ein tegund, og því er lýsing á henni látin nægja. Nafnið Coeloglossum er dregið af grísku orðunum ‘koilos’, holur og ‘glossum’, tunga. Það er komið til af því, að spori er holur á tungulaga vör. Sumir grasafræðingar […]

Lesa meira »

Tvíblöðkur – Neottia (syn. Listera)

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Íslenzku tegundirnar tvær, sem tilheyra þessari ættkvísl, voru til skamms tíma taldar til Listera R. Br. Ættkvíslin sú hefur nú verið sameinuð Neottia Guett. og tegundirnar fengið því nýtt latneskt ættkvíslarheiti; viðurnöfn eru óbreytt. Reyndar töldust tegundirnar til sömu ættkvíslar áður fyrr en Listera R. Br. var klofin út 1813 og kennd við brezkan lækni […]

Lesa meira »

Brönugrös – Dachtylorhiza

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin brönugrös – Dactylorhiza Necker ex Nevski – er af ætt brönugrasa (Orchidaceae) og telst til undirættarinnar Orchidoideae. Brönugrös voru klofin út úr Orchis-ættkvísl 1937. Til kvíslarinnar teljast fjölærar tegundir með handskiptar hnýðisrætur, sem geta geymt mikinn forða og vatn. Stöngull er sívalur eða strendur efst; getur hæstur orðið um einn metri á hæð. Blöð oft löng, en […]

Lesa meira »
Page 1 of 2 1 2