Greinasafn mánaðar: April 2013

Lykill B – Greiningarlykill að byrkningum

Skrifað um April 25, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Greiningarlykill að byrkningum (æðagróplöntum) Sjá Inngangslykil Nafnið byrkningar (Pteridophyta) er gamalt og spannar þær vefplöntur, sem hafa leiðsluvefi (æðavefina sáldvef og viðarvef) og fjölga sér með gróum. Til þeirra teljast um 12 þúsund tegundir, og er nærri lagi að kalla þær einu nafni æðagróplöntur. Hin síðari ár hafa athuganir leitt í ljós, að skyldleika þeirra […]

Lesa meira »

Liðfætlur – Woodsia

Skrifað um April 24, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  Liðfætlur – Woodsia R. Br. Liðfætluætt (Woodsiaceae). Til ættkvíslarinnar teljast um 30 tegundir og eru flestar í tempruðu beltunum og hátt til fjalla í hitabeltinu. Tvær tegundir vaxa hér á landi. Ættkvíslarnafnið Woodsia er til heiðurs enska grasafræðingnum Joseph Woods (1776-1864). Lykill að tegundum: 1. Blöð annaðhvort hærð eða flosug ofan við stilklið; miðstrengur […]

Lesa meira »

Stóruburknaætt – Dryopteridaceae

Skrifað um April 23, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Stóruburknaætt – Dryopteridaceae Til ættarinnar teljast um 750 tegundir, sem dreifast víða um heiminn. Fjöldi ættkvísla er nokkuð á reiki. Flestar tegundir vaxa í Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu og lifa í jarðvegi eða á steinum en mjög fáar í trjám. Tegundir beggja ættkvísla, stóruburkna og skjaldburkna, eru meðal vinsælustu ræktunarplantna. Lykill að ættkvíslum: 1. Gróhula […]

Lesa meira »

Glettin grein eftir Jón R. Hjálmarsson (með bessaleyfi)

Skrifað um April 20, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Fræðaþulurinn Jón R. Hjálmarsson reit kímna grein í Heima er bezt 3. tbl. 63. árg. 2013 um ótíndan langferðarbílstjóra. Minni Jóns og skýrleiki er með eindæmum, en hann er rúmlega níræður að aldri. Þá sakar ekki að minna á þetta einstaka tímarit, Heima er bezt, sem er sneisafullt af margvíslegum fróðleik eftir marga skilríka heiðursmenn. […]

Lesa meira »

Antitrichia curtipendula – hraukmosi

Skrifað um April 14, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Antitrichia curtipendula – hraukmosi Í regnskógum hitabeltisins og heittempruðu beltanna er algengt, að mosar hangi sem skegg niður úr trjánum. Mosinn festir sig í berki á stofnum og greinum, en hann dregur enga næringu úr trjánum, sem hann hangir á. Allt vatn og önnur ólífræn efni fær mosinn því eingöngu úr regnvatni. Þetta sérstæða vaxtarlag […]

Lesa meira »

Efnisyfirlit III • (12.2.2013 – 13.4. 2013)

Skrifað um April 14, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Efnisyfirlit III • (12.2.2013 – 13.4. 2013) Efnisyfirlit I • (15.7. 2012 – 5.12. 2012) Efnisyfirlit II • (6.12. 2012 – 11.2. 2013) Yfirlit í tímaröð (12.2-13.4. 2013) Þrílaufungur – Gymnocarpium dryopteris • 13.4. 2013 Tófugras – Cystopteris fragilis • 13.4. 2013 Fjöllaufungar – Athyrium • 11.4. 2013 Liðfætluætt – Woodsiaceae • 11.4. 2013 Þistlar […]

Lesa meira »

Þrílaufungur – Gymnocarpium dryopteris

Skrifað um April 13, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Þrílaufungar – Gymnocarpium Newman Liðfætluætt (Woodsiaceae). Ættkvíslin er fremur lítil með aðeins níu tegundir. Þrílaufungar eru taldir fremur frumstæðir og standa nærri tófugrösum (Cystopteris) og hafa á stundum myndað sérstaka ætt, tófugrasaætt (Cystopteridaceae), ásamt þeim og þriðju ættkvíslinni, Acystopteris, með samtals um 30 tegundir. Ættkvíslarnafnið er dregið af gríska orðinu gymnos, nakinn og karpos, ávöxtur; […]

Lesa meira »

Tófugras – Cystopteris fragilis

Skrifað um April 13, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Tófugrös – Cystopteris Bernh. Liðfætluætt (Woodsiaceae). 15-20 tegundir tilheyra ættkvíslinni og vaxa einkum í tempruðum beltum jarðar og á háfjöllum í hitabeltinu. Allar tegundir kvíslarinnar eru mjög breytilegar að útliti og geta þar að auki æxlast hver með annarri. Þær eru því mjög oft vandgreindar. Á stundum talin til sérstakrar ættar (sjá þrílaufunga). Aðeins ein […]

Lesa meira »

Fjöllaufungar – Athyrium

Skrifað um April 11, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  Fjöllaufungar – Athyrium Roth Liðfætluætt (Woodsiaceae). Til ættkvíslarinnar teljast um 180 tegundir, sem eru dreifðar um víða veröld, einkum þó í tempruðu beltunum. Flestar lifa í jarðvegi. Lirfur silkifiðrildis eru fóðraðar á blöðum fjöllaufunga. Fjaðra er gamalt nafn á þessum burknum og kemur fyrir í Sóknarlýsingum 744. Athyrium er komið úr grísku og merkir […]

Lesa meira »

Liðfætluætt – Woodsiaceae

Skrifað um April 11, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Liðfætluætt – Woodsiaceae Um 15 (-31) ættkvíslir heyra undir liðfætluætt (Woodsiaceae) með samtals um 700 tegundir. Tegundirnar eru dreifðar um allan heim, en fjölbreytni þeirra er mest í tempruðu beltunum og fjallahéruðum hitabeltisins. Blöð, gróblettir og gróhula eru mjög breytileg innan ættarinnar. Blöð eru bæði lítil og stór, og sölna á vetrum. Blaðstilkur er oft […]

Lesa meira »
Page 1 of 2 1 2