Minnisgrein að gefnu tilefni um ævisögu Sigurðar Þórarinssonar Í nýútkominni ævisögu Sigurðar Þórarinssonar, Mynd af manni I-II, er víða getið um föður minn, Hákon Bjarnason. Það kemur ekki á óvart, því að þeir áttu ýmislegt saman að sælda. Vissulega skarst í odda með þeim tvisvar á langri ævi, en í bæði skiptin tókust fullar sættir, […]
Lesa meira »Tag Archives: Hákon Bjarnason
Formálsorð Sumarið 1930 fengu þeir Henning Muus (1907-1996) og faðir minn, Hákon Bjarnason (1907-1989), styrk úr Sáttmálasjóði til þess að ferðast norður í land og suður fjöll. Í þessari ferð skoðuðu þeir plöntur, birkiskóga, en ekki sízt jarðveg og öskulög. Víða athuguðu þeir jarðvegssnið og tóku mörg sýni og mældu sýrustig (pH). Þetta var upphaf […]
Lesa meira »Bréf þetta sendi fröken Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941), forstöðukona Kvennaskólans í Reykjavík, til bróðursonar síns, Hákonar Bjarnasonar (1907-1989), þegar hann var við nám í skógfræði í Danmörku. 2. 1928 Kæri frændi minn! Um leið og jeg þakka þjer ágætt brjef, meðtekið fyrir nokkrum dögum, þá ætla jeg líka að nota tækifærið til þess […]
Lesa meira »Fyrir 80 árum, hinn fyrsta marz 1935, var faðir minn, Hákon Bjarnason (1907-1989), skipaður skógræktarstjóri og jafnframt skógavörður í Reykjavík. Hann gegndi stöðunni í 42 og hálft ár. Fyrirrennari hans í starfi var danskur skógfræðingur, Agner Francisco Kofoed-Hansen að nafni (1869-1957). Hann var settur í embættið 1908 en ekki skipaður fyrr en 1925. Kofoed-gamli-Hansen, eins […]
Lesa meira »Hákon Bjarnason: Útdráttur úr dagbók 1936 Þann 11. júní vorum við eftirtaldir staddir á Þórsmörk: Árni Einarsson í Múlakoti, Skúli Skúlason ritstjóri, Einar G. E. Sæmundsen [Einar yngri] og ég. Þá voru þar og Einar E. Sæmundsen og nokkrir verkamenn. Við Árni höfðum bollalagt að gaman væri að fara syðri Landmannaleið upp úr Þórsmörk […]
Lesa meira »Í ár eru 70 ár frá því mynd þessi var tekin að afloknum fundi skógarvarða með skógræktarstjóra. Þá voru skógarverðir aðeins fjórir og eg er ekki viss, hvort nokkur annar hafi þá starfað á skrifstofunni í Rvík nema skógræktarstjóri einn, þó má það vera. Framlög til skógræktarmála þetta árið voru 268 þúsund krónur en tekjur […]
Lesa meira »Það er rétt, sem mér hefur verið bent á, að óþarft er að bíða svars frá Landgræðslu ríkisins í sambandi við umsögn þeirra um frækaup föður míns. Sjá hér. Þetta virðist skrifað af einhverri undirliggjandi meinfýsni í garð hans. Aldrei vissi eg til þess, að hann hafi verið svikull í samningum við menn. Það […]
Lesa meira »Á vefsíðu Landgræsðslu ríkisins er pistill um Gunnlaugsskóg í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem kenndur er til Gunnlaugs Kristmundssonar sandgræðslustjóra. Upphaf hans hljóðar svo (http://land.is/landupplysingar/landgraedhslusvaedhi?layout=edit&id=101): Bændurnir í Skaftafelli, Ragnar Stefánsson o.fl. söfnuðu birkifræi í Bæjarstaðaskógi fyrir Skógrækt ríkisins. Haustið 1938 bar svo við að Hákoni Bjarnasyni, þáverandi skógræktarstjóra, samdi ekki við bændurna um verðið fyrir […]
Lesa meira »Grein þessi er í vinnslu. Meðal annars er eftir að setja inn margar myndir. Inngangur Lágt grágrýtisholt er ofan Hafnafjarðar, sem engu að síður ber nafnið Ásfjall, þó að það rísi aðeins 127 m yfir sjó. Vestan undir fjallinu stóð bærinn Ás, en sunnan undir því er Hvaleyrarvatn. Suðurhlíð fjallsins upp af vatninu […]
Lesa meira »