Greinasafn mánaðar: November 2014

Stríðinu við bakteríur er hvergi nærri lokið

Skrifað um November 24, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Áður hefur verið fjallað um örverur hér á síðum. Sjá til dæmis: Bakteríur stjórna hegðun okkar Baráttan við bakteríur Binda mosar nitur úr andrúmslofti? Gerlar sem grenna Hvað er til ráða? Umgangspestir og handþvottur Chlamydia – gerlar til góðs eða ills   Ekki er þetta að ástæðulausu, því að talið er, að menn eigi eftir að […]

Lesa meira »

Mengun í andrúmslofti

Skrifað um November 22, 2014, by · in Flokkur: Almennt

https://www.youtube.com/watch?v=x1SgmFa0r04   Á meðfylgjandi myndbandi má sjá á þremur mínútum og sex sekúndum, dag fyrir dag, hvernig vindar blésu á norðurhveli jarðar 2006 og feyktu með sér mengandi lofttegundum þúsundir kílómetra frá náttúrlegum brunnum og iðnaði ásamt ýmsum efnum öðrum, sem myndast vegna athafnasemi mannsins. Því rauðari flekkir þeim mun meira koldíoxíð (CO2), en það […]

Lesa meira »

Orð í tíma töluð

Skrifað um November 18, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Eftir að eg lauk kennslu í MS hef eg lítið sem ekkert skipt mér af kennslumálum. Engu að síður reyni eg að fylgjast með umræðu þar um. Það verður að segjast eins og er, að eg hef verið lítt hrifinn af þeirri orðræðu. Þó brá svo við í morgun, að eg er hjartanlega sammála leiðarahöfundi […]

Lesa meira »

Einskisverðir ritdómar

Skrifað um November 14, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Í eina tíð þótti mér lítið til ritdóma um náttúrufræðibækur koma, sem birtust í dagblöðum. Þeir voru iðulega ýmist hástemmt lof eða almennt froðusnakk en sögðu ekkert um fræðilegt innihald. Dómarnir voru enda ritaðir af bókmenntagagnrýnendum, sem höfðu enga eða mjög takmarkaða þekkingu á náttúrufræðum, eins og gefur að skilja; og kannski ekki mikinn áhuga […]

Lesa meira »

Öll prótín í mannslíkama. Einstök uppgötvun

Skrifað um November 11, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Í dag, 11. nóvember, kynna sænskir vísindamenn kort (atlas) af öllum prótínum í mannslíkama. Þetta er dýrasta og stærsta framtak fræðimanna til þessa og ekki síður markvert en gerð korts af genum fyrir rúmum áratug. Mathias Uhlén, prófessor í örverufræði í Kungliga tekniska högskolan (KTH) í Stokkhólmi, hefur leitt verkefnið Human protein atlas. Þar eru […]

Lesa meira »

Laktósi og laktósaóþol

Skrifað um November 6, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Í allri mjólk spendýra (og þar á meðal manna) er sykur, sem nefnist laktósi. Nafnið er dregið af latneska orðinu lac, mjólk, og því er hann einnig nefndur mjólkursykur. Sykurinn kemur hvergi annars staðar fyrir í náttúrunni, en hann er í misjafnlega miklu magni (2-8% af þyngd) eftir því um hvaða tegund lífvera er að […]

Lesa meira »

Er mjólk óholl? Rannsókn bendir til þess

Skrifað um November 2, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Flestir eru aldir upp við það, að mjólk sé holl. Enda er það svo, að í henni eru flest lífsnauðsynleg næringarefni, meðal annars þau, sem eru ómissandi fyrir beinagrind, eins og kalsíum, fosfór og D-vítamín. Nú hefur á hinn bóginn birzt grein í læknatímaritinu British Medical Journal, þar sem niðurstöður viðamikillar rannsóknar benda eindregið til […]

Lesa meira »