Einskisverðir ritdómar

Skrifað um November 14, 2014 · in Almennt · 68 Comments

Í eina tíð þótti mér lítið til ritdóma um náttúrufræðibækur koma, sem birtust í dagblöðum. Þeir voru iðulega ýmist hástemmt lof eða almennt froðusnakk en sögðu ekkert um fræðilegt innihald. Dómarnir voru enda ritaðir af bókmenntagagnrýnendum, sem höfðu enga eða mjög takmarkaða þekkingu á náttúrufræðum, eins og gefur að skilja; og kannski ekki mikinn áhuga á slíkum bókum.

Svo mjög rann mér þetta til rifja eftir að hafa lesið tvo dóma, að eg bauðst til þess að taka að mér þess háttar skrif í Morgunblaðið. Það varð úr, að eg sinnti þessum skrifum í all nokkur ár. Nú er það ekki mitt að dæma, hvernig til tókst. Fékk eg bæði þakkir og skammir, en eg reyndi að dæma út frá takmarkaðri þekkingu minni í líffræði og jarðfræði.

Svo fór, að Morgunblaðsmenn óskuðu ekki lengur eftir liðsinni mínu án þess þó að tilkynna mér það formlega. Ekki gerði eg athugasemdir við það og lét mér það í léttu rúmi liggja. Þær voru orðnar æði margar bækurnar, sem eg rýndi, og ekki hafði eg á móti því, að aðrir tækju við, svo framarlega sem þeir hefðu einhverja menntun á sviði náttúrufræða.

Fyrir einskæra tilviljun rakst eg í síðast liðinni viku (6. nóv.) á ritdóm um nýútkomna bók, sem telja verður nokkurt tímamótaverk í náttúrufræðum, Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson. Að vísu hefur svipuð bók komið út áður en hlaut litla eftirtekt.

Gekk eg út frá því sem vísu, að einhver með menntun á sviði bókar hefði verið fenginn til að skrifa ritdóm. Mér til undrunar sá eg, að Sölvi nokkur Sveinsson hafði tekið verkið að sér. Rifjaðist þá upp fyrir mér, að sá hinn sami Sölvi skrifaði einnig um Sveppabókina eftir Helga Hallgrímsson, sem kom út fyrir rúmu ári.

Nú er það svo, að Sölvi Sveinsson er alls góðs maklegur og prýðilega ritfær. Á hinn bóginn er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að hann hefur enga menntun á þessu sviði. Það skín svo berlega í gegn í skrifum hans, að hann leggur engan dóm á fræðileg álitaefni. Og sama var upp á teningnum í skrifum hans um Sveppabókina. Ýmislegt, sem hann nefnir í ritdómnum, bendir eindregið til þess, að hann hafi illa fylgzt með því, sem hefur verið að gerast og skrifað hefur verið um í náttúrufræðum hérlendis hin síðari ár.
Vitaskuld veltir maður fyrir sér handa hverjum slíkir ritdómar eru skrifaðir. Án efa kæta þeir útgefendur, sem vitna óspart í þá í auglýsingum. Sennilegt er þó, að höfundurinn sjálfur hefði kosið ítarlegri umfjöllun um fræðilegt gildi verksins, enda hefur hann sýnilega lagt metnað sinn í skrifin.

Sá, sem hér heldur á penna, hefur ekki nema rétt gluggað í ofan nefnt rit og leggur engan dóm á það hér og nú. Enda skiptir það ekki höfuðmáli, heldur hitt, að dómur Sölva getur ekki talizt annað en almennt rabb, sem lítið mark er takandi á.

Því miður er hægt að nefna fleiri dæmi en þessi tvö hér að ofan um slælega ritdóma, þar sem gagnrýnendur hafa mjög takmarkaða þekkingu á því, sem þeir eru að dæma. Vonandi sjá menn sig um hönd.

 
ÁHB / 14. nóvember 2014

 

Leitarorð:

68 Responses to “Einskisverðir ritdómar”
 1. Stromectol says:

  Cialis 20 Generico

 2. Propecia says:

  Progesterone Hormone Replacement Sale Pharmacy

 3. Cialis says:

  Amoxicillin A 45 Photo

 4. Propecia Epilobio Precio

 5. Wishene says:

  https://buylasixshop.com/ – furosemide potassium sparing

 6. Lasix says:

  natural supplements work like cialis

 7. Zithromax says:

  Keflex Instructions Efficacy Re Strep

 8. Uniodedob says:

  https://buyzithromaxinf.com/ – buy zithromax 500mg online

 9. SMOONREST says:

  http://buyplaquenilcv.com/ – buy hydroxychloroquine amazon

 10. joypehops says:

  http://buyneurontine.com/ – is gabapentin a narcotic

 11. Comprare Levitra On Line

 12. Некероване кохання 14 серія Некероване кохання 14 серія
  yunb ddnznz Смотреть онлайн сериал Некероване кохання / Любовь без тормозов 14 серия
  Некероване кохання / Любовь без тормозов: 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 СЕРИЯ (украина)

 13. Prix Du Levitra Au Maroc

 14. Propecia says:

  Meilleur Site Achat Kamagra

 15. Cialis says:

  Cialis Horsturz

 16. Potenzmittel Cialis Levitra

 17. ronimmawn says:

  Belize Pharmacy Online cialis online ordering

 18. Levitra 10 Rover Orodispersible

 19. wegocidl says:

  cialis without prescription tadalafil daily online

 20. buy cialis says:

  https://cialisedot.com/ where to order tadalafil tablets

 21. gunguch says:

  Kvwinl Prednisone Lgimvo On Sale Macrobid Cystitis On Line

Leave a Reply