Tag Archives: kelduhverfi

Veldur hver á heldur

Written on September 24, 2014, by · in Categories: Gróður

    Kveikjan að þessum pistli er sú, að fyrir skömmu birtist á vef Landgræðslu ríkisins mynd þar sem sagði svo: „Endurreisn á virkni vistkerfa er mikilvæg á alþjóðavísu og er sem rauður þráður í landgræðslustarfi. Hér má sjá víðiplöntu gægjast upp úr lúpínubreiðu á uppgræðslusvæði í Öxarfirði.“ Mér hnykkti svolítið við, því að eg […]

Lesa meira »

Töfralausnir

Written on August 12, 2014, by · in Categories: Almennt

Umræða um landgræðslumál hefur tekið umtalsverðum breytingum síðast liðna áratugi. Í fyrstu mótmæltu menn almennt, að uppblástur ætti sér stað á Íslandi og flestir töldu sauðfjárbeit vera gróðri til bóta. Á næsta stigi töldu „málsmetandi menn“, að unnt væri að bæta og styrkja gróður með því að dreifa áburði og sá dönskum túnvingli á afrétti […]

Lesa meira »

Kúluskítur eða vatnadúnn

Written on September 28, 2012, by · in Categories: Almennt

Fyrir skömmu var höfundur þessa pistils að safna botnplöntum í Víkingavatni í Kelduhverfi. Þá tók hann eftir því, að í fjöruborði lágu hér og hvar litlir, grænir hnoðrar, sem rekið hafði á land í svo nefndum Syðri-bol rétt neðan við bæinn Voga. Stærstu hnoðrarnir voru um 4 cm að þvermáli en flestir rétt rúmur einn […]

Lesa meira »

Luckan skall vara stängd

Written on September 13, 2012, by · in Categories: Almennt

Hvað skyldu margir kannast við ofanritaða fyrirsögn? Því fór þó fjarri, að flestir skildu hvað átt var við. Fyrir þá, sem vita ekki, stóð þetta stórum stöfum framan á þekktasta eldunarbúnaði, sem verið hefur á Íslandi, næst á eftir hlóðunum. Í 1. tölublaði Samvinnunnar 1938 ritar Auður Jónasdóttir (1913-2010) eftirfarandi: »Ýmsir munu kannast við Aga-eldavélar […]

Lesa meira »