Á JÓLUM 2015

Skrifað um December 23, 2015 · in Almennt

Þótt veturinn markist af veðraþyt
mun veröldin skarta fögrum lit
við stjörnuhimins geislaglit;
við höldum nú jól að helgum sið
og hljóðlega skulum við boða frið,
svo öllu lífi gefist grið.

Við finnum öll hvað eitt lítið ljós
lifnar og glæðist við minnsta hrós.

 

Sendi öllum, sem vilja meðtaka kveðju mína, óskir um fagnaðarrík jól og friðsæld á ári nýju.

Vegni ykkur sem bezt um ókomin ár.

ÁHB / 23. desember 2015

UntitledLeave a Reply