Beit og gróður

Skrifað um January 12, 2016 · in Gróður · 56 Comments

Beit og gróður

 

INNGANGUR

Árið 1979 birti eg grein, þar sem eg þóttist sýna fram á það, að ástæðan fyrir því, að gróðurfélög þurrlendis, mólendið, eru svo skyld að tegundasamsetningu á fyrst og fremst rætur að rekja til beitar og traðks búfjár. Beitaráhrifin eru svo djúpstæð, að aðrir þættir í umhverfinu ná ekki að hafa nema mjög takmörkuð áhrif á framvindu gróðurfélaga. – Hin síðari ár hafa ýmsir ýjað að þessu í ræðu og riti, en hvergi greint frá því, hvaðan þeir hafa þá vitneskju eða áskynjun. – Þó að eg hafi ekki haft tök á að ráðast í umfangsmeiri athuganir þessu til staðfestingar nema að takmörkuðu leyti, er eg sannfærður um, að meginniðurstaða hér er rétt.

 

Í greininni er fyrst greint frá gróðurfélögum og flokkun þeirra. Sagt er frá skiptingu Steindórs Steindórssonar á þurrlendisgróðri, og dregin saman yfirlitstafla byggð á rannsóknum hans auk höfundar. Rætt er um áhrif á beitar á gróður, og mismunandi gróðurfélög skoðuð í ljósi þeirra. Þá er sagt frá því, að verulegar breytingar verða á mosaflórunni við beit og sýnt að unnt sé að fylgjast með ástandi beitarlands með því að rannsaka hlutdeild mosa.

Svo virðist sem mosar gefi gleggri upplýsingar um ástand gróðurlenda en háplöntur.

 

 

Gróðurfélög

Vistfræði skiptist í margar sérgreinir. Ein af þeim er plöntufélagsfræðin. Viðfangsefni hennar er að skilgreina gróðurfélög, rannsaka lífsskilyrðin, sem móta þau, athuga afstöðu þeirra innbyrðis og rannsaka viðbrögð plantnanna gagnvart umhverfinu. Rannsóknirnar eru meðal annars þær að greina hinar ýmsu gerðir gróðurfélaga á tilteknum svæðum og skipa þeim í stærri eða minni einingar. Minnsta einingin er gróðurhverfi, líkum hverfum er raðað í gróðursveitir, sveitunum í gróðurfylki og fylkjunum í gróðurlendi. Þegar rætt er um einhverja gróðureiningu, án þess að fjalla nánar um stöðu hennar, er hún nefnd gróðurfélag.

 

Gróðurfélag er ákveðið svæði, stórt eða lítið, sem myndað er af þeim plöntutegundum, er lifa og vaxa saman samtímis á svæðinu og tengdar eru vistarböndum. Innan gróðurfélagsins búa allar tegundirnar við lífsskilyrði, sem mótast einkum af utanaðkomandi þáttum (umhverfisþáttum), en einnig af gagnkvæmum áhrifum tegunda og einstaklinga.

 

Þó að lífsskilyrði svæðisins virðist ein og söm, eru þarfir tegundanna, sem hópast saman, ærið misjafnar, enda deila þær með sér því rými og skilyrðum, sem eru á hverjum stað. Tegundirnar eru misjafnlega þróttmiklar og á milli þeirra er bæði hörð samkeppni og samhjálp. Gróðurinn skipar sér oftast í 2-4 hæðarlög (mosa-, gras-, runna- og trjálag) og eykur þannig nýtingu sólarljóss, jarðvegs og fleiri þátta.

 

Að lokinni tegundagreiningu gróðurfélags er farið eftir vissum reglum til þess að flokka það til þeirra eininga, sem getið er hér að framan. Tekið er tillit til tegundasamsetningar, þekju, tíðni og fleiri atriða. Á stundum er tilvist eða fjarvist einnar tegundar höfð að leiðarljósi. Hlutdeild tegundanna ákvarðast einkum af ytri þáttum eins og ljósi, hita, vatni, jarðvegi, rakastigi lofts og láðs, snjóalögum, vindstyrk og mörgu fleiru. Sums staðar gætir svo mikilla áhrifa tiltölulega fárra þátta, að þeir eru nær einráðir um svip gróðurfélagsins eins og að minnsta kosti í vissum gróðurfélögum votlendis og snjódældum. Oftar er þó um samverkandi áhrif allra umhverfisþátta að ræða en engu að síður koma þau fram í einleitum gróðurfélögum, sem hafa fastmótaða tegundasamsetningu.

 

Flokkun gróðurfélaga

Sum gróðurfélög eru innbyrðis líkari en önnur, meðal annars vegna þess að nokkrir umhverfisþættir eru svipaðir, og við framvindu getur gróðurfélag breytzt úr einu í annað. Þannig er unnt að tala um skyldleika og „þróun“ innan gróðurfélaga á líkan hátt og um tegundir. Á þeim forsendum hefur grasafræðingurinn Braun-Blanque búið til flokkunarkerfi yfir gróðurfélög á svipaðan hátt og plöntum er skipað í tegundir, ættkvíslir, ættir og ættbálka (Zürich-Montpellier skólinn). Innan hvers flokks eru ákveðnar einkennistegundir látnar ráða flokkuninni. Þetta kerfi er mikið notað, aðallega í Suður- og Mið-Evrópu, en það hefur verið all umdeilt og gagnrýnt. Vestanhafs hefur höfuðáherzlan aftur á móti verið lögð á framvindu gróðurfélaga, sem fyrst og fremst ræðst af veðráttu, og að lokum leiðir til svo kallaðs hástigs-gróðurs (Ameríski skólinn). Flest gróðurfélög eru því álitin vera einhvers konar millistig í þeirri framvindu. Þó eru menn ekki sammála um réttmæti þessarar kenningar, og deilur hafa staðið um gildi hennar.

 

Mismunur þessara tveggja skoðana hefur smám saman minnkað, og er óhætt að fullyrða að flokkun gróðurfélaga stendur nú á alltraustum grunni. Það er ekki sízt fyrir mikla atorku grasafræðinga á Norðurlöndum, sem hafa vinzað það bezta úr hvoru tveggja.

 

Hér á landi hefur Steindór Steindórsson verið ötulastur íslenzkra grasafræðinga við að kanna gróðurfélög. Hann hefur lagt góðan grundvöll að flokkun þeirra. Í Skrá um íslensk gróðurhverfi (1974) hefur hann skilgreint og flokkað gróður, einkum eftir samræmi í tegundasamsetningu.

 

Sé litið á flokkun hans á þurrlendisgróðri er hún þessi:

 

GRÓÐURLENDI GRÓÐURFYLKI
Gras- og blómlendi Valllendi*
Brekkur
Blómlendi
Snjódældir (Frekari flokkun er sleppt hér)
Heiði Grasheiði*
Runnaheiði*
Mosaheiði*
Fléttuheiði
Skóglendi (Frekari flokkun er sleppt hér)
Bersvæðisgróður Melar*
Skriður
Eyrar
Jökulaurar
Klettar
Sandar*

 

Í Skránni er fylkjunum síðan skipt í um 260 gróðurhverfi, en ekki er getið flokkunar í gróðursveitir. Við lauslega athugun lætur nærri, að þær muni vera um 400 talsins. – Vart þarf að fara um það mörgum orðum, hve mikil vinna liggur hér að baki, enda árangur 40 ára starfs.

 

Ekki eru öll gróðurfélögin jafn víðáttumikil. Sum þeirra eru svo lítil að samanlögðu flatarmáli, að þeirra gætir lítt í gróðursvip landsins. Þau víðlendustu hef eg merkt með stjörnu (*). Að undanskildum melum og söndum mun láta nærri, að um 2/3 af flatarmáli gróins lands séu valllendi, gras-, runna- og mosaheiðar.

 

Í flestum ritum sínum um gróður víkur Steindór Steindórsson oftsinnis að því, er hann telur sérkenni íslenzkra gróðurfélaga í samanburði við nálæg lönd. Í fyrsta lagi er það tegundafæð gróðurfélaga, sem stafar af tegundafæð landsins. Í öðru lagi ber mjög á því, hve gróðurfélög eru óskýrt afmörkuð hvert frá öðru, þannig að oft er erfitt að ákvarða hreint gróðurhverfi. Sama tegundin eða tegundirnar finnast oft í mismunandi hverfum, jafnvel þar, sem þeirra er sízt að vænta. Steindór fullyrðir ekki neitt um orsakir þessa, en hann bendir á, hve óstöðug íslenzk gróðurfélög eru og vegna fæðar tegundanna verður samkeppni á milli þeirra lítil. Einnig kemur það til greina, að jarðvegur hér er einleitari að eðli og efnum en víða annars staðar. Hann telur eitt helzta atriðið, sem hér skilji gróðurfélög að, sé rakastig jarðvegs, en einnig snjóalög, skjól eða skjólleysi.

 

Til þess að varpa ljósi á gróðurfar helztu gróðurfylkja landsins hef eg tekið saman yfirlitstöflu yfir tegundasamsetningu gróðursveita grasheiðar (1-5), valllendis (6-10), mosaheiðar (11-15) og runnaheiðar (16-20 og 21-25). Taflan er gerð eftir nær öllum prentuðum gróðurgreiningum Steindórs Steindórssonar og allnokkrum eigin athugunum. Að baki þessari yfirlitstöflu liggja um 750 einstakar athuganir víða að af landinu, og eru flestar frá 200-500 metra hæð yfir sjó.

Tafla I. Sjá skýringar í lesmáli.

tafla_2

 

Um valllendið er það að segja, að þar er túnvingulssveitin ein tekin með, enda algengust. Hvað viðvíkur mosaheiði er rétt að taka fram, að ekki er gerður greinarmunur á eiginlegri mosaþembu, þar sem grámosinn, Racomitrium lanuginosum, myndar þykkar breiður og vex ofan á eigin rotnandi leifum eins og víðast í hraunum, og hinu, er kalla mætti mosamó, þar sem háplöntugróður er að jafnaði miklu þéttari, en gamburmosategundirnar, R. lanuginosum og R. canescens, setja mjög sterkan svip á gróðurinn. Verður nánar vikið að þessu síðar.

 

Í töflunni eru notuð þrenns konar tákn, sem greina frá tíðni og tilvist tegunda:

++ ríkjandi tegund með 81-100% tíðni
+ mjög algeng tegund með 31-80% tíðni
̶ tegund, sem finnst í flestum einstökum gróðurhverfum með 1-30% tíðni

Að öðru leyti skýrir taflan sig sjálf, en þó ber að hafa í huga, að hér er um yfirlitstöflu að ræða – með kostum og göllum. Ekki eru aðrar tegundir teknar með en þær, sem þýðingu kunna að hafa. Engu að síður tel eg, að hún sýni megindrætti í gerð þessara gróðurfélaga.

 

 

BEITARÁHRIF

Hingað til hefur ekki mikið verið ritað um stöðu Íslands í gróðurbeltum jarðar. Erlendir vísindamenn hafa einkum stutt sig við það, að landið er að mestu skóglaust og ógróin svæði víðáttumikil bæði á láglendi og hálendi. Þeir telja því Ísland arktískt land að gróðri, en gæta verður að því, að yfirleitt eru þeir með öllu ókunnir gróðursögu landsins. Í hugum Íslendinga eru aðeins hálendustu svæði landsins eitthvað í líkingu við túndru. Hins vegar hefur talsvert verið um það deilt, hvort landið liggi að minnsta kosti að hluta til í barrskógabeltinu eða heyri til birkiskógabeltisins. Út í þá sálma verður ekki farið hér. Aðeins skal þó vikið að því, að staða svo nefnds birkiskógabeltis er mjög óljós. Sennilegasta skýringin á því, að hér vaxi aðeins birkiskógur en ekki náttúrlegir barrskógar er einangrun landsins og fjarlægð frá útbreiðslusvæðum barrtrjáa.

 

Fyirir því hafa verið færð mörg gild rök, að birkiskógur og -kjarr sé hinn náttúrlegi hástigs-gróður á um 40-50 þúsund km2 landsins. Nýleg könnun leiddi hins vegar í ljós, að núverandi víðátta skóg- og kjarrlendis er aðeins röskir 1250 km2. Útbreiðsla birkis er þó miklu meiri, því að birkileifar finnast ótrúlega víða um land, óræk sönnun fyrir fyrri tíma útbreiðslu.

 

Um orsakir eyðingarinnar hafa löngum verið deildar skoðanir enda hafa margir samverkandi þættir verið þar að verki. Langmestu hefur þó búsetan ráðið, einkum beitin. Gróðureyðingin hefur verið og er enn geigvænleg hér á landi, en hún er þó ekkert einsdæmi. Víða um lönd hefur svipuð saga átt sér stað og hvarvetna á búsmali mestan hlut að máli. Evrópskar heiðar eru óyggjandi til orðnar vegna beitar. Væri íslenzkur gróður ómarkaður af beit, væri það algjört einsdæmi í veröldinni.

 

Áhrif beitar eru bæði msjöfn og margflókin, og þess vegna er erfitt að taka einn þátt umfram annan. Nefna má, að miklu ræður tegund og fjöldi beitarpenings, lengd beitartíma, árstími, veðrátta, fæðuval, traðk og ástand beitarlands. Almennt gildir sú regla um fæðuval grasbíta, að það er mjög valbundið meðan úr nægu er að velja. Fæðuvalið er misjafnt eftir árstíðum og ef til vill skiptir aldur dýra máli.

 

Mikil og langvarandi beit dregur úr ljóstillífun, söfnun forðasykra minnkar, og bitnar það aðallega á rótarvexti. Sumar tegundir þola beit betur en aðrar. Ekki verður komið auga á neitt eitt, sem er sameiginlegt beitarþolnum tegundum. Nokkrar tegundir eru fljótar að bæta sér upp tapið með auknum vexti og aðrar eru fljótar að fjölga sér, og ná þær að mynda fræ, áður en beitin gengur þeim of nærri. Vaxtarform tegunda skiptir efalaust miklu máli. Víst er að þýfðar tegundir og þær, er mynda ofan- eða neðanjarðarrenglur, eru jafnan þolnari en aðrar. Sumar runnategundir eru oft lítið bitnar eins og krækilyng, en aðrar þola ekki harða og samfellda beit. Takmörkuð beit er þeim hins vegar lítt skaðleg. Hún getur jafnvel örvað vöxtinn lítillega og við beitina eru gamlir sprotar fjarlægðir og þeir, sem eru óhagkvæmir í búskap plöntunnar, það er tillífa minni fæðu en þeir eyða.

 

Því má ekki gleyma, að beitin ein – það er brottnám plöntuhluta – ræður ekki öllu. Henni fylgir mikið traðk, sem bæði rífur sundur plöntur og þjappar jarðveg. Við það breytist hitafar og raki jarðvegs, snjóalög verða önnur en áður og allt hefur þetta sín áhrif á efni og eðli jarðvegsins og jafnframt lífverur hans.

 

Hér hefur nú verið drepið á helztu atriði um áhrif beitar á einstakar plöntur. Víst er, að ýmislegt annað kemur og til greina, því að seint verða beitaráhrifin brotin til mergjar, eins margslungin og þau eru. Með þessi atriði í huga getur þó varla talizt óvarlegt að leita eftir því, hvort sjá megi þess merki, að beitin hafi markað spor í gróður landsins og ef svo er, þá á hvern hátt.

 

Áður var að því vikið, að evrópskar heiðar hafa myndazt vegna beitar búsmala. Um þetta eru allir þeir, sem um hafa fjallað, sammála. Í stuttu máli er heiðamyndunin fólgin í því, að við beit hverfa skógartré, einkum vegna þess, að búsmali kemur í veg fyrir vöxt ungviðis, svo að skógurinn nær ekki að endurnýja sig á eðlilegan hátt. Af því má ætla, að runnaheiðar hafi orðið hástigs-beitargróður hérlendis, þegar birkinu var útrýmt.

 

Beit grasbíta í náttúrlegu umhverfi er yfirleitt innan þeirra marka, að hún sé til skaða, þar sem hún hlýðir ákveðnum lögmálum. En þá er maðurinn fer að hafa hönd í bagga með tölu beitarpenings, er viss hætta á ferðum. Rannsóknir hafa sýnt, að grasbítir, sem er beitt á land, sem þeir eiga ekki heima á frá náttúrunnar hendi, þarfnast miklu meira fóðurs og ganga nær gróðri heldur en grasbítir, sem þar eiga heima.

 

Þegar beitarþunginn er innan vissra marka, jafnar beitin samkeppnisaðstöðu runnategunda gagnvart graskenndum tegundum og jurtum. Af orsökum, sem getið er hér að framan, stuðlar takmörkuð beit að hærri meðalaldri runnategunda og styrkir samkeppni þeirra. Þegar beitarþunginn fer yfir ákveðin mörk, bitnar ofbeitin hins vegar aðallega á runnunum. Eftir að beitin er komin á þetta stig gerist annaðhvort, að graskenndar tegundir, sem þola mikla beit og traðk vegna vaxtarlags og eðlis, verða ríkjandi, eða mikill vöxtur hleypur í gamburmosategundirnar R. lanuginosum og R. canescens, og þá eiga háplöntur erfitt uppdráttar.

 

Samkvæmt rannsóknum Steindórs Steindórssonar er unnt að skipta runnaheiðum í eftirfarandi meginsveitir:

 

 1. a) Bláberjalyngssveit með bugðupunti, snarrótarpunti, aðalbláberjalyngi, sortulyngi, beitilyngi og krækilyngi.
 2. b) Fjalldrapasveit með bláberjalyngi og krækilyngi.
 3. c) Loðvíðs-grávíðissveit með túnvingli, stinnastör, krækilyngi og þursaskeggi.
 4. d) Beitilyngssveit með fjalldrapa, bláberjalyngi, krækilyngi og túnvingli.
 5. e) Krækilyngssveit með stinnastör, túnvingli, fjalldrapa og bláberjalyngi.

Í ritum sínum hefur Steindór leitazt við að skýra myndun þessara sveita út frá mismunandi rakastigi og snjóalögum. Hér á landi er jarðvegur svo einleitur að allri gerð, að vart kemur til álita að hann hafi mjög misjöfn áhrif á gróðurfarið. Nefna má og sem dæmi, að jafnvel þó að jarðvegur józku heiðanna sé miklu sundurleitari en hér, hefur hann engin sýnileg áhrif á tegundasamsetningu gróðursins á heiðunum.

 

Steindór Steindórsson víkur mjög sjaldan að beit og sauðfé í verkum sínum, enda beinast rannsóknir hans að því að lýsa gróðrinum eins og hann birtist en ekki að því að kanna tilurð hans. Og vissulega er eg sammála Steindóri um það, að rakastig og snjóalög valdi hér miklu. En taka verður tillit til þess, að þegar beitin og traðkið eru komin á visst stig, breytast snjóalög og jarðvegsraki. Svörðurinn verður opinn og vindblásinn, og snjór fýkur meira af beittu landi en óbeittu. Þá skapast skilyrði annaðhvort fyrir graskenndar tegundir eða gamburmosategundirnar, allt eftir veðráttu á hverjum stað.

 

Beitaráhrifin eru svo mikil, að þau yfirgnæfa alla aðra þætti umhverfisins, er ella myndu ráða svip gróðurfélagsins. Einkum eru það beitin og traðkið, sem framar öllu öðru setja mót sitt á gróðurinn, en þar á eftir gætir áhrifa rakastigs jarðvegs og snjóalaga.

 

Séu runnaheiðarnar skoðaðar í ljósi þessa, tel eg það engum vafa undirorpið, að það eru fyrst og fremst beitaráhrifin, sem endurspeglast í gróðurfari þeirra. Beitin er því meginástæðan fyrir því, að útbreiddustu gróðurfélög runnaheiðar hérlendis eru loðvíðis-, grávíðis- og krækilyngssveitirnar.

 

Svo að aftur sé vikið að töflu I, þá er auðsætt af henni, að skyldleiki í tegundasamsetningu er mikill í gróðursveitum grasheiðar, valllendis, mosheiðar og runnaheiðar. Aðgreining gróðursveita byggist nær einvörðungu á mismunandi hlutdeild aðeins 10 plöntutegunda. Áður var á það minnzt, að Steindór Steindórsson getur þess margoft, hve aðgreining gróðurfélaga sé örðug. Og athygli vekur, að hann bendir alveg sérstaklega á þetta atriði, þegar hann ber saman: (a) loðvíðis-grávíðissveit runnaheiðar og túnvingulssveit valllendis, (b) krækilyngssveit runnaheiðar og mosaheiði, (c) þursaskeggssveit grasheiðar og mosaheiði eða krækilyngssveit runnaheiðar. Sums staðar tekur hann það beinlínis fram, að aðgreining þessara gróðursveita sé svo óljós, að ógerlegt sé að draga skil á milli.

Í töflu I er ekki getið gamburmosategundanna, sem geta komið fyrir í öllum gróðursveitunum og valda því, að skil á milli gróðurlenda eru oft óglögg. Í mosaheiði eru þær svo mjög áberandi, að landið er gulgrænt til gulgrátt yfir að líta. Þessum svæðum svipar mjög til eiginlegra mosaþembna á hraunum, sem eru að gróa upp, en tilkoma þeirra þar er af allt öðrum toga. Til aðgreiningar væri réttast að kalla þessi svæði mosamóa og myndu þeir þá ásamt mosaþembum hrauna teljast til mosaheiðar.

Skilyrði fyrir myndun mosamóa eru þar, sem beitin hefur rýrt hlut runna, og svörður opnazt en vegna hagstæðrar veðráttu hleypur svo mikill vöxtur í gamburmosategundirnar, að háplöntur eiga í vök að verjast.

Láta mun nærri, að um ¼ af flatarmáli gróins lands sé mosamóar og vegna veðráttuskilyrða eru þeir einkum um sunnan- og vestanvert landið.

Svo nærri getur beitin gengið runnunum, að þeir hverfa að mestu leyti. Aðeins harðgerðustu tegundirnar eins og krækilyng, beitilyng og sortulyng lifa af. Í stað runna koma graskenndar plöntur, einkum túnvingull og stinnastör. Þær virðast vera meðal beitarþolnustu tegunda og koma fyrir í algengustu valllendissveitum landsins. Stundum eimir talsvert eftir af gamburmosategundunum og eru þær þá náskyldar mosaheiðinni, að dómi Steindórs. Einnig er algengt, að sandur sé í rót og mosagróður næsta hverfandi. Valllendið líkist þá mest loðvíðis-grávíðis-túnvingulshverfi hálendisins samkvæmt rannsóknum Steindórs.

 

Þar sem beit gengur næst gróðri kemur fram grasheiði með þurskaskeggi, títulíngresi og oft blávingli sem einkennistegundum. Þar gætir á stundum lífseigustu smárunna, sem ætíð eru lágvaxnir og jarðlægir ásamt strjálingi af stinnastör og túnvingli. Oft hverfa krækilyngssveitir runnaheiðar eða mosaheiðar yfir í grasheiðina án glöggra skila. Algengara er þó, að í grasheiði sé hlutdeild gamburmosanna lítil, svörður mjög þurr og vindblásinn. Í staðinn koma inn aðrar mosategundir. Hér ber því allt að sama brunni og áður.

 

 

Reynt hefur verið að leiða rök að því, að meginástæðan fyrir því, að gróðurfélög hérlendis eru svo skyld að tegundasamsetningu á fyrst og fremst rætur að rekja til beitar og traðks búfjár. Þá hefur verið greint frá, hvernig mismunandi beitarþungi leiðir til ákveðinnar framvindu gróðurfélaga og jafnframt hvernig of mikill beitarþungi gengur út yfir góðar beitarplöntur, sem jafnan auka hlutdeild sína við takmarkaða beit eins og túnvingull. Við verulega ofbeit ná ýmsar tegundir fótfestu þar, sem þær eiga alls ekki heima og hafa nánast lítið sem ekkert beitargildi. Beitin raskar eðlilegri samkeppni plantna. Niðurstaðan er því sú, að meginþorri gróins lands hérlendis er soramarkaður af mikilli og langvarandi beit.

 

Þegar saman er dregið það, sem hér hefur verið frá sagt, er framvinda beittra gróðurfélaga í höfuðdráttum þannig:

beit1

ÁHRIF FRIÐUNAR

 

Ekki eru tök á að fjalla ítarlega um áhrif friðunar. Þó er nauðsynlegt að taka fram nokkur atriði til þess að firra misskilningi vegna þess, sem áður hefur verið sagt.

 

Gróskumiklar runnaheiðar breytast í graslendi við friðun – eins og reyndar við beit – og einnig blómlendi. En þetta graslendi er gjörólíkt því graslendi, sem er afleiðing af ofbeittri runnaheiði. Þær tegundir, sem nú ná að dafna, eru: Hálíngresi, reyrgresi, snarrót, vallarsveifgras, bugðupuntur og slíðrastör, svo að nokkrar séu nefndar. Við friðunina hverfa algengar holta- og móategundir eins og bjarnarbroddur, lambagras, melskriðnablóm, músareyra, vegarfi, augnfró, geldingahnappur og gullmura. Við friðunina eykst verulega hlutdeild jarðlægra (pleurokarpa) mosa og svo birkis, þar sem það er í umhverfinu. Vöxtur mosa er líklega hvergi jafn mikill og á friðuðu landi, en það eru allt aðrar tegundir en þær, sem vaxa í mosamónum.

 

Séu ofbeitt svæði friðuð eru mestar líkur á, að þau breytist í einhverja sveit runnaheiðar að minnsta kosti fyrst í stað. Lauslegar athuganir sýna, að eftir mjög langvarandi ofbeit tekur það langan tíma að jarðvegurinn endurheimti fyrri frjósemi og þeim mun lengri sem nær gróðri var gengið.

 

Athuganir á áhrifum friðunar eru enn of fáar til þess að unnt sé að gera sér fulla grein fyrir framvindu gróðurfélaga. Benda má á, að fáir staðir eru betur til þess fallnir en innan og utan skógræktargirðinga, sem sumar hverjar hafa staðið í marga tugi ára.

 

ÁKVÖRÐUN Á BEITARÞOLI

Samkvæmt framansögðu hefur langvarandi beit leitt til mikilla breytinga á gróðri landsins. Víða hefur ofbeit svo ofgert gróðri, að stór hluti beitarlands sýnir öll merki hrörnandi gróðurfélaga (til dæmis mosamóar og grasheiði). Sakir beitar hafa gróðurfélögin sífellt verið að líkjast hvert öðru, svo að nú verða mörg þeirra varla aðgreind af háplöntuflórunni einni. Ekki er óeðlilegt, þó að menn velti því fyrir sér, hvort unnt sé að nota gróðurgreiningar til þess að dæma ástand beitarlands. Eins og sést af töflu I er gróður mismunandi gróðurlenda svo náskyldur að tegundasamsetningu, að erfitt er að ákvarða hlutdeild tegunda af nógu mikilli nákvæmni til þess að skera úr um ástand landsins.

 

Til þessa hafa gróðurgreiningar aðeins byggzt á hlutdeild háplantna en lítt verið hugað að öðrum. Samkvæmt athugunum, sem eg hef gert undanfarin ár, tel eg ótvírætt, að mosagróður verði fyrir langtum meiri breytingum við beit heldur en háplöntur. Með ítarlegri rannsóknum á mosalagi gróðurfélaga mætti þess vegna segja til um beitaráhrif af meiri nákvæmni en áður hefur tekizt.

 

Ekki eru tök á að gera nákvæma grein fyrir þessu hér, því að athuganir eru skammt á veg komnar, og þær verður að tengja við aðrar beitarþolsrannsóknir. Í aðalatriðum byggist þessi rannsókn á því að kanna nákvæmlega hlutdeild ákveðinna mosategunda í hinum ýmsu gróðurfélögum og þær breytingar, sem verða á mosaflórunni við beit.

 

Í fyrsta lagi eykst vöxtur tveggja gamburmosategunda (Racomitrium lanuginosum og R. canescens), þegar beitarþungi fer upp fyrir viss mörk, á þeim stöðum, þar sem tiltekin veðurskilyrði eru fyrir þær. Í öðru lagi hverfa flestar jarðlægar mosategundir, nema þær allra þolnustu, og í staðinn koma inn uppréttar (akrokarpa) mosategundir, nema þar sem sandur er of mikill í rót. Ástæðan fyrir því, að uppréttir mosar dafna vel á beittum svæðum, er sú, að þeir þola betur en aðrir vegna vaxtarlags þurran og vindblásinn svörð og traðk. Samkvæmt athugunum mínum er hér einkum um að ræða eftirtaldar tegundir, sem einkenna ofbeitt land:

 

Barbula spp.
Ceratodon purpureus (Hedw.) Brid.
Dichodontium pellucidum (Hedw.) Schimp.
Dicranella crispa (Hedw.) Schimp.
Distichium capillaceum (Hedw.) B.S.G.
Encalypta rhaptocarpa Schwägr.
Mnium thomsonii Schimp.
Oncophorus virens (Hedw.) Brid.
Pogonatum urnigerum (Hedw.) Beauv.
Pohlia cruda (Hedw.) Lindb.
Salenia glaucescens (Hedw.) Broth.
Schistidium apocarpum (Hedw.) B.S.G.
Tortella tortuosa (Hedw.) Limpr.

Fleiri tegundir koma til greina, en of snemmt er að tilgreina þær. Svo virðist líka, að ákveðnar tegundir lifrarmosa séu mjög viðkvæmar fyrir beit og traðki., en það krefst nánari rannsókna.

 

Þær tegundir, sem hér eru upp taldar, veita margs konar upplýsingar, hver á sinn hátt, hvaða meðferð gróðurlendið hefur fengið. Einkum fást góðar upplýsingar um traðk á landinu og hversu þurr og opinn gróðursvörðurinn er orðinn. En það talar líka sínu máli um ástand gróðurþekjunnar og hversu hætt henni kunni að vera.

 

 

Birt í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1979. (Litlar sem engar breytingar hafa verið gerðar á greininni, þó að það hefði mátt, nema í stað grámosategunda er nú sagt gamburmosategunda.)

 

ÁHB / 12. janúar 2016

 


56 Responses to “Beit og gróður”
 1. There is visibly a bundle to identify about this. I feel you made some nice points in features also.

 2. I love your blog.. very nice colors & theme. Did you create this website yourself? Plz reply back as I’m looking to create my own blog and would like to know wheere u got this from. thanks

 3. Seo pricing says:

  %%

  Feel free to visit my page … Seo pricing

 4. Taiwantp.net says:

  Online betting offers a lot of advantages for both bookmakers and bettors.
  In addition to allowing people to place bets on their favorite sport
  online betting sites also help them make money.
  These sites provide a variety of options for depositing.

  Also visit my blog … gaming (Taiwantp.net)

 5. There are many advantages to playing at an online casino.
  You don’t have to invest a lot of money. Many online (Eccyclesupply.com)
  casinos provide free games, and players are able to play them to see which games they enjoy
  the most.

 6. A player can select the theme they prefer and pick from a variety of online slots, which include classics
  as well as brand newer releases. While the payouts can vary but they all use the same mathematical formula.

  My blog post – dealers; tvhgallery.com,

 7. Gambling online has gained popularity in the last decade.
  In 1996, there were only fifteen websites. In 1997 there were over 200
  websites. In 1998 a Frost & Sullivan report stated that online gambling brought in $830 million of revenue.

  my homepage … Experience – https://Sbjmk.Com/

 8. Poin.site says:

  Online poker has many benefits. For instance, there are no
  waiting lists or second-hand smoke and you can play any time you want.
  You can also enjoy a wide range of games. You can also play your
  preferred game right from your home.

  Feel free to surf to my web-site :: Best (Poin.site)

 9. Casinos online offer a variety of benefits. It isn’t necessary to spend a significant amount of money.

  Casinos online often provide free games for players
  to try to determine which ones are the best.

  Here is my web-site – betting (saveouraussieicon.com)

 10. The player can pick the theme they would like to play and choose
  from hundreds of online slots, which include classics as
  well as more recent releases with branded names.
  The payouts vary but they all adhere to the same mathematical formula.

  Feel free to surf to my website :: dealers (https://Celldiagram.Net/)

 11. Online slots are a favorite pastime for millions of players.
  This fun and exciting game can be an excellent way to have fun or earn additional money.
  There are a variety of games to play and even free
  games.

  Have a look at my web-site experience (https://cerisesetfriandises.Org)

 12. The Internet has opened up a variety of new opportunities
  for those who enjoy playing poker. Poker online has seen a dramatic increase in popularity over the past few years.

  my website: experience (bikesegypt.com)

 13. You can choose the theme you like and play hundreds of
  online slots. While the payouts could differ but they all use the same
  mathematical formula. To find the best slot game for you,
  look for the “Auto Spin” option.

  Here is my web-site: Live [justinquisitive.com]

 14. There are many different rules and regulations that
  govern online gambling. For example in the US
  there is no way to establish gambling sites that are within your country of residence.
  However, it is possible to be established elsewhere.

  Visit my web-site: Live – https://Janeseymourbotanicals.Com,

 15. There are many options for treatment for addiction to gambling.
  One-on-one counseling is one of them, as are medication, and lifestyle changes.

  The behavior could become an addiction if you cannot stop yourself from
  engaging in it.

  Feel free to visit my web-site … Experience (https://Nevertoolatte.Net)

 16. Online betting offers a lot of advantages for both the bookmakers and bettors.
  These betting websites allow gamblers to bet on their favorite sports and also make money.
  These sites provide a variety of deposit options.

  My web page: Blackjack (https://Quickswood.Com)

 17. 579sj.com says:

  Online slots are a favorite game played by millions of players.
  This exciting and fun kind of gambling is a excellent way to
  pass the time or earn money. There are a myriad of games to choose from
  , and even free games (579sj.com).

 18. Poinku.Site says:

  Gambling online is governed by many rules and regulations.
  In the US for instance it is not possible to establish an online gambling site
  in the country in which you reside however, you are able to base it
  elsewhere.

  Feel free to visit my blog – Experience
  [Poinku.Site]

 19. Online slots are a favored activity for millions of people.

  This thrilling and enjoyable type of gambling is a great way for you to have fun or make extra cash.
  There are numerous games to play, and there are even free games to play.

  Here is my web site; Blackjack (bazaarmaxsave.Com)

 20. Betting online offers bookmakers as well as bettors many benefits.
  In addition to allowing bettors to place bets on their favorite sport, online betting sites also allow them to earn money.

  My blog … poker; https://roqyahsh.com,

 21. There are numerous advantages when you play at an online casino.
  It doesn’t require a lot of money to join. Most online casinos offer free
  games and players can play them to see what games they
  like the best.

  Feel free to surf to my homepage – Sports (https://Cinesharp.Com/)

 22. The Internet has created a wealth of new opportunities
  for people who enjoy poker. Online poker has seen a dramatic rise in popularity in the last few years.

  Feel free to surf to my blog – gambling (e-gunlugum.com)

 23. dizhang.Info says:

  New Yorkers can now place online bets on sports since January 8th, 2022.
  Four main operators have won licenses for mobile betting which will allow them to provide their services in many ways.

  Review my web page; dealers (dizhang.Info)

 24. There are many benefits when you play at an online casino (https://Bricksofnorthville.com).
  It isn’t necessary to spend a significant amount
  of money. Many online casinos provide free games for players to
  test them to determine the games they prefer best.

 25. A player can choose the theme they want and pick
  from hundreds of online – frontonehoteljayapura.com – slots, which include classics as well as more recent releases with
  branded names. While the payouts could differ however, they all adhere to the same mathematical formula.

 26. There are many advantages to playing at an online casino. You don’t have to invest a lot of money.
  Online casinos often offer free games that players can try to discover the most popular ones.

  My web-site – sports (https://Theroommate-movie.com)

 27. There are many benefits to playing at an Online (https://Bos88Amanzon.Id) casino.

  You don’t have to shell out a large amount of money. Most online casinos offer free games
  for players to play them to see what games they like
  the best.

 28. There are many reasons to consider betting on sports, from the opportunity to make an income to the fact that it gives excitement and a
  reason to look forward to the overall viewing experience.

  my web site Dealers (adultcareflorida.net)

 29. Sports – https://Rmengm.Com, fans in New York
  are allowed to place bets online from January. 8, 2022. Four
  major operators have been granted licenses for mobile betting.
  They will be able provide their services in a variety ways.

 30. The Internet has opened up many new opportunities for people who love to play.
  Poker online has seen a dramatic increase in popularity in the past few years.

  Also visit my web blog blackjack (https://macauhotelsunsun.com)

 31. You can choose the theme you like and play
  a variety of online slots. Although the payouts might differ however, they all adhere to the
  same mathematical formula. To find the perfect slot game for you, look for the “Auto Spin” option.

  My web page: poker – Contriveeach.org,

 32. There are many options for treatment for addiction to gambling.

  Some of them involve one-on one counseling, medication and lifestyle changes.
  This behavior can become an addiction if it is not possible to stop yourself engaging in it.

  Here is my site; casino (poker88asia.Co)

 33. Indexeus.Org says:

  Poker players have many alternatives thanks to the internet.
  Poker online has seen an incredibly rise in popularity in the past
  few years. If you are a fan of the game but don’t have time to visit a
  real casino, try poker online.

  My homepage; gaming (Indexeus.Org)

 34. %%

  Feel free to surf to my web blog; Sash Windows enfield

 35. Online gambling has grown in popularity in the last decade.
  In 1996, there were only fifteen websites.
  In 1997 there were over 200 websites. According to Frost & Sullivan, online gambling had brought
  in $830 million in revenues in 1998.

  Here is my webpage :: Blackjack (https://Gxhyxj.Com)

 36. The internet offers a variety of advantages for both
  the bettors and the bookmakers. These betting
  websites allow gamblers to place bets on their favorite sports, and also earn them money.
  These sites provide a variety of ways to deposit money.

  Also visit my homepage games (Mitrajudi.net)

 37. Hljxxd.Com says:

  There are many options for treatment for Gambling (Hljxxd.Com) addiction. One-on-one counseling and medication, lifestyle
  modifications and medications are all possible choices.

 38. Aqro-Nur.Com says:

  Poker online is legal. However you must make sure you are legal age.
  Online poker sites require players be at minimum 18 years old before they can play.

  my blog post; Slots – Aqro-Nur.Com,

 39. A player can select the theme they like and pick from a variety of online slots, which
  include classics as well as more recent branded
  releases. The payouts can vary, but they all follow the same mathematical
  formula.

  Feel free to surf to my blog; sports (givenchybagpromo.us.com)

 40. Online slots are a favorite game played by millions of players.

  This exciting and enjoyable form of gambling is ideal way to pass time or to
  make extra cash. There are a variety of games to choose from , and even games
  that are free.

  Visit my website: best (https://taruhangol.Com/)

 41. Excellent goods from you, man. I’ve understand your stuff previous to and you’re just too fantastic. I really like what you’ve acquired here, certainly like what you are stating and the way in which you say it. You make it entertaining and you still take care of to keep it smart. I cant wait to read far more from you. This is really a great site.

 42. I will right away clutch your rss feed as I can’t in finding your email subscription hyperlink or newsletter service. Do you’ve any? Kindly let me realize in order that I may subscribe. Thanks.

 43. Yay google is my world beater helped me to find this great web site! .

 44. This really answered my downside, thank you!

 45. I want to express my love for your kindness in support of men and women that need help on this one study. Your special commitment to getting the solution all-around had become extraordinarily productive and have all the time empowered others just like me to get to their objectives. Your amazing interesting suggestions means this much to me and much more to my peers. Many thanks; from all of us.

 46. Hello. impressive job. I did not imagine this. This is a excellent story. Thanks!

 47. Mor saçlı bir genç, karantinadaki üvey kardeşinin bakış açısında adım fantezisini gerçekleştiriyor.
  Busty genç fahişe onu odasına davet eder ve ona oral seks vererek baştan çıkarır.
  Azgın üvey kardeş, bir Creampie için sert ve sert onu sıkı kedi lanet ederek sürpriz
  döndürür. Etiketler.

 48. 62.814 duvar kağıdı ve ekran resmi (ücretsiz) Alakalı fotoğraflar: hd arka plan hd duvar kağıdı 3d duvar kağıdı telefon duvar kağıtları iphone duvar kağıtları.
  En güzel duvar kağıtlarını sizin için.

 49. Very well written post. It will be valuable to anybody who usess it, including me. Keep doing what you are doing – i will definitely read more posts.

 50. I am impressed with this web site, very I am a big fan .

Leave a Reply