Greinasafn mánaðar: January 2015

HAUSAVÍXL

Skrifað um January 28, 2015, by · in Flokkur: Almennt

  »Mér þykir mjög vænt um hvað dæturnar yðar eru lauslátar,« sagði Amalia Brown Oliver Sigurðsson, kona Ásgeirs konsúls Sigurðssonar, þegar hún ætlaði að skjalla landshöfðingjafrúna. En hún er ekki sú eina, sem hefur haft hausavíxl á orðunum látlaus og lauslát.     ÁHB/ 28. janúar 2015

Lesa meira »

Philonotis – hnappmosar

Skrifað um January 25, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Philonotis Brid. (hnappmosar) heyrir til Bartramiaceae (strýmosaætt). Um 170 tegundum hefur verið lýst innan kvíslarinnar en um 60 eru almennt viðurkenndar. Hér á landi vaxa sex tegundir en sjö á Norðurlöndum öllum. Mikill breytileiki er innan kvíslar og getur nafngreing því reynzt harla erfið. Varast skal að skoða ung blöð. Plöntur eru grænar eða […]

Lesa meira »

Bartramiaceae – strýmosaætt

Skrifað um January 25, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Innan ættarinnar Bartramiaceae (strýmosaættar) eru fjórar ættkvíslir hérlendis en fimm annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru meðalstórar til stórar plöntur, uppréttar, oftar ógreindar en greindar; á stundum eru greinakransar fyrir neðan karlkynhirzlur ofarlega á stöngli. Blöð eru margvísleg, egglaga til striklaga, ydd eða snubbótt, slétt eða með langfellingar, tennt og ójöðruð. Rif er einfalt, sterklegt, […]

Lesa meira »

Nú er lag, Ljótur.

Skrifað um January 24, 2015, by · in Flokkur: Almennt

  Arnljótur Ólafsson (1823-1904) og Eiríkur Briem (1846-1929) voru um svipað leyti í Prestaskólanum, þó að nokkur aldursmunur væri með þeim. Þeir leigðu saman í loftsherbergi í Lækjargötu meðan þeir voru í skóla. Var það vandi þeirra að fara með koppinn ofan á hverjum morgni til þess að skvetta úr honum í Lækinn. Skiptu þeir […]

Lesa meira »

Meesia – snoppumosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Meesia Hedwig, (snoppumosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt ásamt kvíslunum Amblyodon (dropmosum), Leptobryum (nálmosum) og Paludella (rekilmosum). Í kvíslinni eru alls 12 tegundir blaðmosa, fjórar tegundir á Norðurlöndum og af þeim tvær hér á landi. Þetta eru meðalstórar, uppréttar plöntur, 2-10 cm á hæð, dökkgrænar til gulgrænar, vaxa í þúfum í margs konar sólríku votlendi. Blöð eru […]

Lesa meira »

Meesiaceae – snoppumosaætt

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Innan ættarinnar Meesiaceae vaxa fjórar ættkvíslir á Norðurlöndum. Flestar tegundir vaxa í litlum, þéttum þúfum, nema Paludella squarrosa, sem getur myndað stórar breiður. Plöntur eru jafnan ógreindar og uppréttar. Blöð eru egglensu- til mjólensulaga, upprétt, útstæð eða baksveigð. Rif er einfalt og sterklegt; endar neðan við blaðenda. Gróhirzlur eru perulaga, oftast bognar með langan háls […]

Lesa meira »

Paludella – rekilmosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Paludella Ehrhardt ex Bridel (rekilmosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt ásamt kvíslunum Amblyodon (dropmosum), Leptobryum (nálmosum) og Meesia (snoppumosum). Í kvíslinni er aðeins ein tegund blaðmosa. Það er því nóg að lýsa tegundinni. Ættkvíslarnafnið paludella er komið úr latínu, ‘palus’ votlendi og ‘-ellus’ er smækkunarviðskeyti. Það er til merkis um, að tegundin vaxi í votlendi. Paludella […]

Lesa meira »

Leptobryum – nálmosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Leptobryum (nálmosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt kvíslunum Meesia (snoppumosum), Amblyodon (dropmosum) og Paludella (rekilmosum). Að minnsta kosti sex tegundum hefur verið lýst innan kvíslarinnar, en á Norðurlöndum er aðeins ein tegund. Það er því nóg að lýsa henni einni. – Ættkvíslin var áður talin til Bryaceae (hnokkmosaættar). Ættkvíslarnafnið leptobryum merkir magur eða þunnur Bryum; á […]

Lesa meira »

Amblyodon – dropmosar

Skrifað um January 22, 2015, by · in Flokkur: Mosar

Ættkvíslin Amblyodon P. Beauv. (dropmosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt kvíslunum Meesia (snoppumosum), Leptobryum (nálmosum) og Paludella (rekilmosum). Í kvíslinni er aðeins ein tegund blaðmosa. Það er því nóg að lýsa tegundinni. Ættkvíslarnafnið amblyodon merkir sljótenntur; á grísku er amblys, snubbóttur, oddlaus; –odon af odous, tönn. – Sennilega er nafnið tilkomið vegna þess, að ytri kranstennur eru snubbóttar […]

Lesa meira »

Tveir ólíkir eiga trautt saman

Skrifað um January 16, 2015, by · in Flokkur: Almennt

Hér á stríðsárunum mætti Hákon Bjarnason Halldóri Pálssyni, þegar hann var nýkominn heim frá Ameríku flugleiðis. En Halldór hafði sent dótið sitt heim með Goðafossi, sem var skotinn í kaf undan Garðskaga. Hákon bauð Halldór velkominn heim og tók hann kveðjunni vel en dræmt, svo að Hákon spurði, hvað væri að. Halldór kvaðst hafa átt […]

Lesa meira »
Page 1 of 2 1 2