Leptobryum – nálmosar

Skrifað um January 22, 2015 · in Mosar

Ættkvíslin Leptobryum (nálmosar) telst til Meesiaceae (snoppumosaættar) ásamt kvíslunum Meesia (snoppumosum), Amblyodon (dropmosum) og Paludella (rekilmosum). Að minnsta kosti sex tegundum hefur verið lýst innan kvíslarinnar, en á Norðurlöndum er aðeins ein tegund. Það er því nóg að lýsa henni einni. – Ættkvíslin var áður talin til Bryaceae (hnokkmosaættar).

Ættkvíslarnafnið leptobryum merkir magur eða þunnur Bryum; á grísku er leptos, þunnur, magur og bryon, mosi. – Sennilega er nafnið tilkomið vegna þess, að mosarnir líkjast litlum, ósjálegum Bryum tegundum.

Leptobryum pyriforme (Hedw.) Wilson – nálmosi

Um nálmosa hefur verið fjallað áður hér á ahb.is

Sjá hér.

Nálmosi – Leptobryum pyriforme

 

Helztu heimildir:
A.J.E. Smith, 2004: The Moss Flora of Britain and Ireland. Cambridge University Press
Ágúst H. Bjarnason, 2010: Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt tegundaskrá. Fjölrit
Vistfræðistofu n:r 40. Reykjavík.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 19. Nóvember 1991.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 29. Október 1996.
Tomas Hallingbäck et al.: Bladmossor: Kompaktmossor-kapmossor. ArtDatabanken, Sveriges lantbruksuniversitet.
Uppsala 2008.
Tomas Hallingbäck, Ingmar Holmåsen, 2008: Mossor. En fälthandbok. Interpublishing. Stockholm.

ÁHB / 22. janúar 2015

P.s. Höfundur hlaut styrk frá Hagþenki 2014 til ritstarfa.

 Leave a Reply