Ættkvíslin Alchemilla L., döggblöðkur, tilheyrir rósaætt (Rosaceae) og teljast á milli 200 og 300 tegundir til hennar. Þetta eru fjölærar jurtir, sem vaxa víða á norðurhveli jarðar, en einnig í Asíu, í fjöllum Afríku og Andes-fjöllum í Suður-Ameríku. Blöð og stönglar vaxa upp af kröftugum, trékenndum jarðstöngli. Flestar tegundir hafa heil, nýrlaga, sepótt eða flipótt, […]
Lesa meira »Greinasafn mánaðar: October 2012
Sú frétt flaug um bæinn í dag, að samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands hafi verið undirritað 22. október. Í sérkennilegri fréttatilkynningu, sem send var út, kemur lítið sem ekkert fram til viðbótar því, sem í lögum segir um samskipti þessara stofnana, nema það, að starfsmenn safnsins fái um tíma inni hjá Náttúrufræðistofnun. […]
Lesa meira »Hinn 13. október s.l. var eg á gangi í Vatnshlíð á Bleiksteinshálsi ofan við Hvaleyrarvatn í gróðurreit fjölskyldunnar. Þar staldraði eg við dautt þriggja metra hátt sitkagrenitré (Picea sitchensis (Bong.) Carr.). Í tæplega tveggja metra hæð á stofni óx lítill, nýrlaga, hvítur sveppur, sem eg kannaðist ekki við. Eg safnaði nokkrum eintökum, en var því […]
Lesa meira »Fyrir rúmu ári skoraði eg opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið […]
Lesa meira »Nafnið Arctostaphylos er komið úr grísku »arktoy stafyle«, norrænt ber; bjarnarber af arktos, björn (norrænn). Ættkvíslin sortulyng (Arctostaphylos Adanson) heyrir til lyngætt (Ericaceae) ásamt 120 öðrum ættkvíslum. Nú teljast 66 tegundir til kvíslarinnar og vaxa þær í Norður-Ameríku, Mexíkó, Mið-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þetta eru fjölærir, lágvaxnir eða skriðulir runnar; einstaka tegund er þó all […]
Lesa meira »Til blöðrujurtarættar teljast fimm ættkvíslir: Pinguicula, (lyfjagrös) Utricularia (blöðrujurtir), Genlisea, Isoloba og Vesiculina. Hinar þrjár síðast töldu eru framandi og koma ekki frekar við sögu. Plöntur ættarinnar eru votlendis- eða vatnajurtir; fáeinar eru ásætur. Stönglar eru uppréttir, jarðlægir eða á floti. Sumar tegundir eru rótlausar. Blöð eru einföld, stakstæð eða í stofnhvirfingu, eða margskipt […]
Lesa meira »