Í eftirfarandi töflu er meginþorri þeirra ætta æðaplantna (háplantna), sem kann að vaxa í Evrópu. Í síðasta dálki eru nöfn á íslenzkum ættkvíslum. Unnið er að því að semja lykla að tegundum og lýsingar á plöntutegundum. Mun það birtast smám saman eftir því sem tími vinnst til., þó ekki að ráði fyrr en undir áramót. […]
Lesa meira »Tag Archives: ættkvíslir
Inngangslykill (greiningarlykill) að ættum, ættkvíslum eða tegundum æðaplantna 1 Plöntur fjölga sér með æxliknöppum (geta einnig haft blóm eða gróhirzlur) ………. Lykill A 1 Plöntur með blóm eða gróhirzlur ……………………………………………. 2 2 Plöntur, sem augljóslega fjölga sér með gróum …………………. Lykill B 2 Plöntur með blóm, kynhirzlur (barrviðir) eða gróhirzlur …………. 3 3 Plöntur eru […]
Lesa meira »PLÖNTUR SÚRUÆTTAR (Polygonaceae) eru jurtir, runnar og jafnvel tré. Stöngull er jarðlægur eða uppréttur, á stundum vafstöngull. Blöð eru dreifð, oftast stakstæð og heil, mjög sjaldan gagnstæð. Axlarblöð eru ummynduð í himnukennt, uppvítt axlarslíður (ochrea), sem lykur um stöngulinn og axlarbrumið (nema í Eriogonum). Blómskipanir eru samsettar, ax- eða klasaleitar. Blóm eru regluleg, ein- eða […]
Lesa meira »Hér fara á eftir skrár um íslenzka blaðmosa (baukmosa). Fyrst er tegundaskrá, raðað í stafrófsröð eftir latneskum nöfnum, þá er ættkvíslaskrá eftir latneskum nöfnum, síðan kemur yfirlit yfir ættbálka, ættir og ættkvíslir í flokkunarfræðilegri röð og loks er tegundaskrá eftir íslenzkum nöfnum. Þá koma skýringar við skrárnar og er þar tekið mið af ritinu Íslenskir mosar. […]
Lesa meira »