Inngangur Í stað þess að skrifa langt og ítarlega um Sphagnum– mosa hef eg ákveðið að setja þessi ófullburðu skrif inn á síðu nú og bæta svo við eftir því, sem aðstæður og tími leyfa. Þetta verða því í fyrstu sundurlausir bútar með myndum af tegundum eftir því, sem eg rekst á þær í náttúrunni. […]
Lesa meira »Greinasafn mánaðar: June 2013
Því miður lagðist síða mín, ahb.is, á hliðina fyrir fáum dögum. Nú er hún risin að nýju; orsakir eru ókunnar og því lítið unnt að gera máli til bjargar. Vonandi endurtekur sagan sig ekki; ef svo fer verður að bregðast við því. Frétzt hefur, að um einhverjar truflanir séu á tengingum í Hollandi.
Lesa meira »Í klettum og á hrauni við sjó vex Ulota phyllantha Bridel, ögurmosi, og myndar litla gulbrúna, brúna eða gulgræna bólstra. Tegundin getur líka vaxið á trjástofnum og móbergi nokkuð inni í landi, eins og í Múlakoti í Fljótshlíð. Plöntur geta verið 0,5-5,5 cm á hæð en eru oftast 1,5-3 cm. Blöð eru 2-4 mm á […]
Lesa meira »Meðal algengra mosa í sólríkum klettum, urðum, skriðum og á trjástofnum hér á landi er Homalothecium sericeum (Hedw.) Schimp., sem nefndur hefur verið klettaprýði. Hann vex oft í stórum og þéttum, allt að 2 cm þykkum, breiðum. Hann er yfirleitt vel festur á undirlagið, er grænn eða fremur gulgrænn og glansar, jafnvel með silkigljáa; (á […]
Lesa meira »Það er vandaverk að rækta fallega grasflöt. Huga þarf að ótal atriðum. Þá er ekki síður snúið að viðhalda flötinni. Algengasta umkvörtunarefni manna er mosi í rót. Mosinn tekur út vöxt á undan grösunum, oft í apríl, og svo síðla sumars eða jafnvel um haust. Það er því ekki undarlegt, að hann sé mest áberandi […]
Lesa meira »Í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn var lúpínu (Lupinus nootkatensis) plantað í berangurslega mela 1958. Þar dreifðist hún hratt og myndaði samfelldar breiður smám saman. Í fyrstu var þéttleikinn mikill, en eftir því sem árin liðu gisnaði breiðan og eru nú um 1-1,5 metrar á milli stórra lúpínuhnausa. Sennilega er skýringar að leita í vatnsbúskap tegundarinnar. Innan […]
Lesa meira »Lykill C – Plöntur, sem hafa ekki laufgrænu að miklum hluta Sjá: Inngangslykil 1 Stöngull marg-liðaður, greindur eða ógreindur. Smáar tennur (sem eru í raun blöð) mynda tennt slíður um stöngul. Gróhirzlur í axlíkum skipunum á stöngulenda ……… elftingar (Equisetum) 1 Stöngull ekki liðaður. Blöð stakstæð eða engin. Blómplöntur ………………. 2 2 Blóm í klasa […]
Lesa meira »Lykill A – Plöntur, sem fjölga sér með æxliknöppum Sjá Inngangslykil 1 Plöntur með gagnstæð blöð; með litla blaðsprota í blaðöxlum, sem falla af og verða að nýjum plöntum ………………………………………………………………. hnúskakrækill (Sagina nodosa) 1 Plöntur með stakstæð blöð eða blöð í stofnhvirfingu. Blóm ummynduð í æxliknappa eða með æxliknappa í blaðöxlum ………………………………………………………………………….. 2 2 Grastegundir […]
Lesa meira »Inngangslykill (greiningarlykill) að ættum, ættkvíslum eða tegundum æðaplantna 1 Plöntur fjölga sér með æxliknöppum (geta einnig haft blóm eða gróhirzlur) ………. Lykill A 1 Plöntur með blóm eða gróhirzlur ……………………………………………. 2 2 Plöntur, sem augljóslega fjölga sér með gróum …………………. Lykill B 2 Plöntur með blóm, kynhirzlur (barrviðir) eða gróhirzlur …………. 3 3 Plöntur eru […]
Lesa meira »Skollafingur – Huperzia Bernh. Ættkvíslin er nefnd eftir þýskum eðlis- og garðyrkjufræðingi, Johann Peter Huperz (1771-1816). Til ættkvíslar þessarar teljast um 400 tegundir (1-3 hér). Á stundum er henni skipt á tvær kvíslir, Huperzia í þröngri merkingu með um 10-15 tegundir í tempraða beltinu og á heimsskautasvæðinu og síðan allar hinar Phlegmariurus, sem vaxa einkum í hitabeltinu og hinu heittempraða; margar […]
Lesa meira »