Umferðarkennsla í matreiðslu

Skrifað um March 31, 2014 · in Almennt · 35 Comments

Jóninna Sigurðardóttir.

Jóninna Sigurðardóttir.

„Umferðarkennslan getur fært nýtt líf í hverja sveit, veitt hlýjum straumum í skapgerð hverrar konu, útrýmt gömlum venjum, en skilið eftir menningu og manndáð.”

Kona sú, sem þetta ritar, var fröken Jóninna Sigurðardóttir. Enginn Íslendingur hafði jafnmikil áhrif á þróun íslenskrar matargerðar á fyrri hluta 20. aldar og hún. Fröken Jóninna, eins og hún var jafnan kölluð, var hvoru tveggja í senn matreiðslukennari og matreiðslubókarhöfundur.
Jóninna Sigurðardóttir fæddist á Þúfu í Fnjóskadal 1879 en ólst upp frá 1883 á Draflastöðum í sömu sveit. Af níu börnum foreldra hennar, Sigurðar Jónssonar og Helgu Sigurðardóttur, náðu aðeins fimm fullorðinsaldri. Þau voru, auk Jóninnu, Sigurður búnaðarmálastjóri, Karl Ágúst, bóndi á Draflastöðum, Guðrún á Halldórsstöðum í Kinn og Karitas í Veisu, móðir Kristjáns skólastjóra á Hólum. Hún fór ung í Kvennaskólann á Akureyri og hélt síðan til Noregs til að nema hússtjórn og var þar í hálft ár. Þá fór hún til Danmerkur og stundaði þar hússtjórnar- og kennaranám. Hún kom heim sumarið 1903, fékk þá styrk hjá Búnaðarfélagi Íslands til að ferðast um og kenna húsmæðrum og stundaði farkennslu í matreiðslu næstu árin. Námskeið hennar nutu mikilla vinsælda og voru mörg kvenfélög stofnuð í kjölfar þeirra. Hún stundaði umferðarfræðsluna í þrjá vetur í Þingeyjarsýslum báðum, en einnig í Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum.
Árið 1907 hóf Jóninna matreiðslukennslu í húsnæði Gróðrarstöðvarinnar á Akureyri og rak þar nokkurs konar matreiðsluskóla í nokkur ár. Þar lagði hún meðal annars áherslu á að kenna fólki að nota heimaræktaðar matjurtir, ber og annað. Árið 1915 keypti hún hús og hóf þar greiðasölu og hótelrekstur undir nafninu Hótel Goðafoss. Hótelið rak hún fram til 1945. Jóninna hafði mikinn áhuga á að stofna húsmæðraskóla á Akureyri og beindi kröftum sínum mjög að því síðari hluta ævinnar. Skólinn tók til starfa haustið 1945 og var Jóninna fyrsti formaður skólanefndar.
Þekktust er Jóninna fyrir matreiðslubók sem hún sendi frá sér 1915 eftir hvatningu og með tilstyrk George H. F. Schrader, auðugs, þýzkættaðs Bandaríkjamanns sem var tíður gestur á Akureyri. Bókinni, Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka, var mjög vel tekið, hún seldist strax upp og var endurútgefin árið eftir. Jóninna bætti svo miklu við fyrir næstu útgáfu, sem kom út 1927 og hét aðeins Matreiðslubók. Þar íslenzkar Jóninna meðal annars nær öll hráefnisheiti, talar til dæmis um eiraldin, tröllasúru og stenglur fyrir apríkósur, rabarbara og makkarónur. Einnig var hitaeiningatafla við hverja uppskrift. Bókin var endurútgefin 1943 í stærra broti og endurprentuð 1945 en skömmu síðar kom út bókin Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur, bróðurdóttur Jóninnu, og má segja að hún hafi ýtt Matreiðslubók Jóninnu til hliðar sem helstu matreiðslubiblíu Íslendinga.
Síðustu ár rak Jóninna matsölu að Oddagötu 13 á Akureyri ásamt dyggri aðstoð Herdísar Sigurjónsdóttur frá Krossi í Ljósavatnsskarði. Jóninna var ógift og barnlaus en ól upp þrjár systur, dætur Jóns Kristjánssonar og Laufeyjar Jónsdóttur, þær Jóninnu, Guðrúnu Kristínu Jóhönnu og Lillý Ragnhildi og svo löngu síðar dóttur nöfnu sinnar og nöfnu, Jóninnu Karlsdóttur, danskennara.
Jóninna andaðist 1962.

Í kjölfar námskeiða Jóninnu voru stofnað kvenfélög víða í sveitum, og 7. júní 1905 var stofnað Samband þingeyskra kvenfélaga á Ljósavatni í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú heitir Kvenfélagasamband Suður Þingeyinga.
Á 50 ára afmæli sambandsins 1955 hélt fröken Jóninna aðalræðuna, sem hér fer á eftir:

Heiðruðu félagskonur og aðrir góðir gestir

Flestum, sem komnir eru á efri ár, mun finnast, er þeir líta aftur til liðins tíma, að 50 ár séu aðeins skammur tími. Það sanna þau orð, sem okkur falla svo oft af munni: „Mér finnst svo skammt síðan þetta eða hitt gerðist, og þó eru það orðin 50 ár.“ Öðru máli gegnir, þegar við í æsku eða á bezta skeiði ævinnar horfum fram á leið. Þá finnst okkur 50 ár fram undan vera langur tími og mikil og margþætt störf munum við geta leyst af hendi á svo löngum tíma. – mörgu góðu og nytsömu hrundið í framkvæmd, okkur sjálfum og öðrum til blessunar.

Í dag eruð þið, heiðruðu félagskonur, saman komnar hér til að minnast stofnunar Sambands þingeyskra kvenfélaga fyrir 50 árum, og hverju þetta félaga samband hefur áorkað á þessu árabili.

Ég mun ekki rekja þá sögu, en hún er merkileg og alkunna og augljós glæsilegur árangur af störfum félaganna og sambandsins, og þó enn meiri sá árangur, sem ekki blasir eins við augum – sjálft menningargildið fyrir hvern starfandi einstakling og sýslufélagið.

Mér verður hugsað til aðdraganda þess, að Samband þingeyskra kvenfélaga var stofnað.

Veturinn 1903-1905 (að báðum meðtöldum) ferðaðist ég um sveitir Suður-Þingeyjarsýslu og hafði matreiðslunámskeið fyrir konur, aðallega húsmæður. – Ég hafði dvalið um tíma í Danmörku og lært matreiðslu og fleira í sambandi við heimilishald. Síðustu mánuðina þar var ég í Ankerhus-kennslukvennaskóla hjá frú Magdalene Laurussen. Um þær mundir var þar að hefjast umferðarkennsla í matreiðslu, og hvatti frú Magdalene mig mjög að fara heim til Íslands og takast á hendur umferðarkennslu þar. Kvaðst hún jafnvel mundu fara með mér, ef ástæður leyfðu, en af því varð þó ekki.

Ég var fátæk af peningum, fatnaði og öðrum vísdómi en þeim, sem tilheyrði matargerð og heimilishaldi.

Strax eftir heimkomu mína til landsins leitaði ég á fund formanns Búnaðarfélags Íslands í Reykjavík, hr. Þórhalls Bjarnasonar, biskups, í þeim vændum að fá nokkurn styrk til kennslunnar. En biskupinn var þá kominn norður á Akureyri í einhverjum erindum. Ég hélt þá til Akureyrar til þess að ná tali af honum, en var þó nokkuð kvíðandi og hikandi að ganga á fund biskupsins sjálfs og ekki sízt þar sem hann var til húsa hjá amtmanninum, Páli Briem. En biskupinn tók mér vel og ljúfmannlega og hlustaði með þolinmæði á mál mitt, þegar ég var að útskýra fyrir honum fyrirætlun mína og hvernig ég ætlaði að framkvæma hana.

Nemendurnir áttu að sjá mér fyrir fæði, húsnæði og ferðakostnaði, en kaup fyrir kennsluna vildi ég fá hjá Búnaðarfélagi íslands. Þá sagði blessaði biskupinn: „Við gætum nú máske látið yður hafa 100.00 kr, ef þér viljið endilega reyna þetta.“ – Og svo bætti hann við: „En konurnar vilja þetta ekki.“

Með það skildum við, og þóttist ég þó nokkru bættari við að hefja starfið, þótt fjárstyrkurinn væri lítill.

Guðrún systir mín bjó þá á Halldórsstöðum í Kinn. Ég dvaldi hjá henni nokkurn tíma þetta sumar, og ræddi ég þá oft við ýmsar konur um þessa fyrirhuguðu umferðarkennslu. Virtist mér konum líka vel, að þetta væri reynt.

Ég lagði af stað í fyrstu kennsluför mína í október 1903. – Farangur minn var á Draflastöðum í Fnjóskadal, og bjó ég hann niður í gamalt koffort og kassa hæfilegan fyrir olíuvél til matsuðu. Auðvitað varð að flytja þetta á reiðingshesti, því að þá var ekki ferðazt í skrautmáluðum bílum og þotið með geysihraða.

Fyrsti kennslustaðurinn var Halldórsstaðir í Kinn. – Mér fannst ferðalagið heldur dapurlegt. Fylgdarmaðurinn reið á undan og teymdi trússhestinn, en ég reið á eftir honum. – Þannig var ég oftast flutt milli kennslustaða á meðan ég hafði umferðarkennsluna á hendi.

Fólkið á Halldórsstöðum átti ekki meir en svo von á komu minni, en gerð voru boð á bæina í kring og söfnuðust brátt nægilega margar konur til námsins í það húsrúm, sem unnt var að veita. Voru þær 10-14, og var sú tala nemenda venjulegust á námskeiðunum.

Kennslan fór fram í miðbaðstofunni á Halldórsstöðum. Þar var eitt lítið borð og olíuvélin – sjálft suðutækið – látin standa á kassa.

Þetta gekk furðuvel. En einhvern veginn fannst mér sem eldra frændfólkið mitt á Halldórsstöðum treysti ekki of vel smalastúlkunni frá Draflastöðum, þar sem hún stóð og prédikaði fyrir fólkinu og sýndi því nýjar aðferðir við matargerð.

Þegar kennslan hafði staðið í 2 daga, sáum við út um gluggann, þar sem við vorum við matargerðina, að kona kemur ríðandi á fráum fáki utan fellið. Hún reið í söðli og var í síðu pilsi, eins og þá var siður hefðarkvenna. Þessi kona var Kristbjörg í Yztafelli, og erindið var að kynnast kennslu minni. – Ég hálfkveið komu hennar, satt að segja – hugsaði, að henni mundi sjálfsagt þykja lítið koma til þessarar tilraunar minnar. En þetta fór á betri veg en ég hugði. Hún kom inn og settist í nemendasæti, hlýddi á kennsluna og gerði uppskriftir að matarréttunum og tók þátt í öllu, er fram fór í sambandi við kennsluna.

Áður en námskeiðinu lauk, sagði Kristbjörg, að varla hefði konum fallið meira happ í skaut í sambandi við matargerð og ýmis önnur heimilisstörf en að láta færa sér heim til sín fræðsluna um þessi efni, og hún skyldi láta blessaðan biskupinn heyra það, að konur vildu læra nýjungar og auka við þá litlu kunnáttu sína, sem fyrir væri.

Mér fannst þessi kona koma til að glæða skilning og styrkja lifandi samband milli kennarans og nemendanna.

Námskeiðið á Halldórsstöðum endaði með veizluhaldi. Nemendurnir matreiddu sjálfir og nutu stundarinnar við borðhaldið með miklum fögnuði og glaðværð.

Næsti kennslustaður var Varðgjá við Eyjafjörð hjá Aðalbjörgu og Stefáni, og fór kennslan þar fram á sama hátt og á Halldórsstöðum.

Eitt sinn á meðan námskeiðið stóð yfir á Varðgjá, kom Stefán bóndi heim úr ferð til Akureyrar og segir þá við mig: „Nú eru þeir komnir í blöðin með kennsluna þína í Kinninni.“

Eftir þetta stóð ekki á beiðni um, að ég héldi námskeið í sveitunum. En sumum karlmönnum að minnsta kosti þótti þó nóg um allt þetta skólahald og kostnaðinn við það. Þetta ár (1903) kenndi ég þó aðeins á þessum tveimur bæjum.

En nú var risin vakningaralda, sem ekki varð stöðvuð.

Á næstu tveimur árum hafði ég námskeið í öllum sveitum S.-Þingeyjarsýslu. Og ég held, að mér sé óhætt að segja við sívaxandi ánægju og áhuga kvenna að njóta fræðslunnar og lyfta sér upp frá hversdagsstritinu og fábreytninni þessa fáu daga sem námskeiðið stóð á hverjum stað.

Til þess að staðfesta það, sem ég sagði, að sumum hefði þótt nóg um þessar tiltektir og skólabrölt okkar kvennanna, vil ég segja ykkur hvað vel greindur og skáldmæltur kunningi minn, efnabóndi, sagði við mig: „Þú kveikir alls staðar þessar týrur.“

Þessi orð segja sína sögu. – En þarna kveikti hann sjálfur á týru í huga mínum.

Ég tók að velta því fyrir mér, hvort ekki mundi vera tiltækilegt að koma þessari kennslu í form og líkingu við hússtjórnarskóla. Og þegar ég var á leiðinni að Stóruvöllum í Bárðardal veturinn 1905 til þess að hafa þar matreiðslunámskeið, fór þetta naumast nokkra stund úr huga mér. Og þegar ég hafði skýrt konunum í Bárðardal frá hugmynd minni, voru þær ekki lengi að velta því fyrir sér að hefjast handa um undirbúning að stofnun húsmæðraskóla í héraðinu. Það voru traustar konur í orði og verki.

Vegna þess, hve langt er á milli bæja í Bárðardal, gistu konurnar á Stóruvöllum meðan námskeiðið stóð yfir. Gafst því góður tími til að ræða skólamálið. Þær sendu öllum kvenfélögum sýslunnar bréf og skýrðu þar frá hugmyndinni og hvöttu til að hrinda málinu í framkvæmd. Stofnuð voru kvenfélög í sveitunum, þar sem þau voru ekki áður. Á sínum tíma komu svo fulltrúar frá kvenfélögunum saman á fund á Ljósavatni til þess að stofna samband þingeyskra kvenfélaga.

Mér finnst mega segja, að konurnar í Bárðardal hafi breytt týrunni minni í skært lampaljós, það er Samband þingeyskra kvenfélaga.

En lampaljósið varð að enn skærara ljósi – rafljósi, það er stofnun Húsmæðraskólans á Laugum. Frá honum leggur skæra birtu um allar sveitir Þingeyjarsýslna og víðar. Sú skólastofnun var mikið átak. Og enginn mistök urðu með skólann. Til forstöðu hans var valin mikilhæf og vel menntuð kona, fr. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum.

Þótt skólinn sé ekki stór, hefur ljós þekkingar í bóklegum og verklegum fræðum breiðzt út frá honum til blessunar héraðsbúum á beinan hátt og þjóðarheildinni á óbeinan hátt.

Ég vil svo að lokum tjá þakkir mínar og virðingu öllum þeim fjölmörgu og mikilhæfu konum, lífs og liðnum, sem ég kynntist á ferðum mínum um sýsluna fyrr á árum á námskeiðunum, er ég hafði í sveitunum. Mér fannst námskeiðin óslitin veizlugleði, og frá þeim stafar björtum geislum í endurminningunni. – Ég er ánægð með kennsluferðirnar mínar og hundrað krónurnar úr hendi biskupsins – styrk Búnaðarfélagsins.

Ég bið svo að lokum hann, sem öllu stjórnar og leiðum ræður að breiða kærleiksljós sitt yfir öll störf Sambands þingeyskra kvenfélaga í þágu menntunar og mannbóta.

Skýringar:
Á Halldórsstöðum í Ljósavatnshreppi bjuggu Kristján Sigurðsson (1868 – 1952) og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (1875 – 1937) frá Draflastöðum.
Kristbjörg Marteinsdóttir (1863-1938) í Yztafelli, frá Bjarnastöðum í Bárðardal, kona Sigurðar Jónssona (1852-1926), bónda og ráðherra.
Á Stóruvöllum í Bárðardal bjuggu þá Sigurgeir Jónsson (1866-1954), síðar söngkennari og kirkjuorganisti á Akureyri, og kona hans Júlíana Friðrika Tómasdóttir (1871 -1953).
Á Varðgjá bjuggu Stefán hreppstjóri Stefánsson (1873-1964) og Aðalbjörg Hermannsdóttir (1882-1936).

 

ÁHB /31. marz 2014

 

 

Leitarorð:

35 Responses to “Umferðarkennsla í matreiðslu”
 1. I do accept as true with all the ideas you’ve presented for your post. They’re really convincing and can certainly work. Still, the posts are very quick for novices. May you please extend them a little from next time? Thanks for the post.

 2. I like this site very much, Its a really nice post to read and find info .

 3. JackJab says:

  [url=https://buspironebuspar.monster/]buspar 60 mg[/url]

 4. Hey very nice web site!! Man .. Beautiful .. Superb .. I’ll bookmark your site and take the feeds additionally?KI’m glad to seek out numerous helpful info right here in the submit, we’d like work out extra techniques in this regard, thank you for sharing. . . . . .

 5. Amapiano says:

  I would like to thnkx for the efforts you have put in writing this blog. I am hoping the same high-grade blog post from you in the upcoming as well. In fact your creative writing abilities has inspired me to get my own blog now. Really the blogging is spreading its wings quickly. Your write up is a good example of it.

 6. AmyJab says:

  [url=http://tadalafildtabs.com/]tadalafil tablets[/url]

 7. Lakme says:

  Good write-up, I am regular visitor of one?¦s website, maintain up the nice operate, and It is going to be a regular visitor for a lengthy time.

 8. Great web site. A lot of helpful information here. I?¦m sending it to some buddies ans also sharing in delicious. And obviously, thanks on your effort!

 9. Slot Gacor says:

  Woah! I’m really digging the template/theme of this blog. It’s simple, yet effective. A lot of times it’s hard to get that “perfect balance” between superb usability and visual appeal. I must say that you’ve done a very good job with this. Also, the blog loads extremely quick for me on Internet explorer. Excellent Blog!

 10. I genuinely prize your piece of work, Great post.

 11. Sukitogel says:

  I have been exploring for a little for any high quality articles or blog posts on this sort of area . Exploring in Yahoo I at last stumbled upon this website. Reading this info So i’m happy to convey that I’ve a very good uncanny feeling I discovered exactly what I needed. I most certainly will make sure to do not forget this site and give it a look regularly.

 12. Wohh just what I was looking for, thanks for putting up.

 13. I have learn a few excellent stuff here. Definitely price bookmarking for revisiting. I surprise how much attempt you put to make this type of magnificent informative web site.

 14. I am impressed with this site, rattling I am a fan.

 15. Very interesting info !Perfect just what I was searching for!

 16. We are a gaggle of volunteers and opening a new scheme in our community. Your website offered us with useful information to work on. You have performed a formidable task and our whole community will be thankful to you.

 17. The next time I learn a blog, I hope that it doesnt disappoint me as much as this one. I mean, I know it was my choice to read, however I really thought youd have something attention-grabbing to say. All I hear is a bunch of whining about something that you would repair in case you werent too busy looking for attention.

 18. I’ve learn some good stuff here. Certainly value bookmarking for revisiting. I wonder how so much effort you put to make this kind of excellent informative website.

 19. After study a few of the blog posts on your website now, and I truly like your way of blogging. I bookmarked it to my bookmark website list and will be checking back soon. Pls check out my web site as well and let me know what you think.

 20. he blog was how do i say it… relevant, finally something that helped me. Thanks

 21. Howdy very nice site!! Guy .. Beautiful .. Superb .. I’ll bookmark your blog and take the feeds additionallyKI’m happy to seek out numerous helpful information here within the put up, we’d like work out extra techniques on this regard, thanks for sharing. . . . . .

 22. I gotta bookmark this internet site it seems handy very useful

 23. I believe you have observed some very interesting details , thanks for the post.

 24. JebnShofs says:

  precription drugs from canada chantix canadian pharmacy

 25. JebnShofs says:

  freds pharmacy store hours med pharmacy

 26. Chesternus says:

  https://stromectolgf.com/# stromectol for humans

 27. Cameronreogy says:

  buy prescription drugs without doctor canadian drugs online

 28. Stevenpam says:

  https://drwithoutdoctorprescription.site/ non prescription erection pills

 29. Cameronreogy says:

  prescription drugs without prior prescription without doctor prescription

 30. Cameronreogy says:

  how can i order prescription drugs without a doctor without doctor prescription

 31. MichaelLurge says:

  п»їviagra pills viagra amazon

 32. StephenRuG says:

  https://clomidforsale.life/# can you buy clomid over the counter in usa

 33. Rickymal says:

  buy zithromax without prescription online zithromax 500mg over the counter

Leave a Reply