Flóra

Skrá um háplöntur á Íslandi (pdf)

Skrifað um February 11, 2024, by · in Flokkur: Flóra

plontulisiti_24_02_09 Skrá um háplöntur á Íslandi (pdf):     Helztu heimildir (hér) Inngangur (hér)          

Lesa meira »

Naflar á förnum vegi

Skrifað um July 28, 2023, by · in Flokkur: Flóra

Eftirtektarvert er, að mjög víða á stórum steinum og í klettum vaxa blaðkenndar fléttur, sem eru festar við undirlagið aðeins með einum sterkum miðstreng. Fléttur þessar nefnast því naflar (Umbilicaria), en nafli á latínu er umbilicus. Auðvelt er að losa þær frá steinum, en í þurrki eru þær mjög stökkar og brotgjarnar, en í vætu […]

Lesa meira »

Greiningarlykill að vatnaplöntum

Skrifað um July 6, 2022, by · in Flokkur: Flóra

Mörgum hefur reynzt erfitt að greina plöntur, sem lifa jafnan í vatni. Einkum kemur tvennt til. Í fyrsta lagi eru vatnaplöntur oft án blóma og í öðru lagi eru blóm margra þeirra lítil og ósjáleg. Eftirfarandi lykil hef eg tekið saman til að auðvelda greiningu þessara tegunda. Hér eru teknar með helztu tegundir, sem vaxa […]

Lesa meira »

Enn um Rorippa

Skrifað um February 5, 2022, by · in Flokkur: Flóra

Í nóvember 2015 setti eg hér inn pistil um Rorippa-ættkvísl (sjá hér). Síðan gerðist það, að hinn 28. júní 2019 fann eg Rorippa palustris (L.) Besser í Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Á lítt gróinni hálfdeigju uxu allnokkrar 6-12 cm háar plöntur og voru þær flestar bæði í blóma og með nærri fullþroska skálpa. Hinn […]

Lesa meira »

Laukkarsi – Alliaria petiolata

Skrifað um June 30, 2020, by · in Flokkur: Flóra

Laukkarsi eða laukamustarður (Alliaria petiolata (M.Bieb.) Cavara & Grande) er tvíær jurt af krossblómaætt (Brassicaceae). Á fyrra ári vex upp blaðhvirfing, sem lifir af veturinn, en síðan spretta upp 30-80 cm háir, ógreinóttir (nema efst) og blöðóttir blómstönglar. Blöð eru stór og þunn, gróftennt á löngum legg, hjartalaga, en neðstu blöð oft nýrlaga.   Blóm […]

Lesa meira »

Mjaðjurt – Filipendula ulmaria

Skrifað um September 12, 2019, by · in Flokkur: Flóra

  Mjaðarjurt, hvað þú ert mild og skær, mjög er ég feginn, systir kær, aftur að hitta þig eina stund; atvikin banna þó langan fund: úr kvæðinu Á Rauðsgili eftir Jón Helgason Mjaðjurt (eða mjaðarjurt, mjaðurt og mjaðurjurt) er stórvaxin, fjölær og stórblöðótt planta af rósaætt (Rosaceae); fræðiheiti Filipendula ulmaria (L.) Maxim. – Blöðin eru […]

Lesa meira »

Krossblómaætt — Brassicaceae (að hluta)

Skrifað um August 16, 2019, by · in Flokkur: Flóra

Krossblómaætt (Brassicaceae, áður nefnd Crusiferae) dregur nafn sitt af fjórum krónublöðum, sem mynda jafnarma kross, ef horft er beint ofan á blómið. Til ættar teljast ein- til fjölæringar, aðallega jurtir. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða lítt greindur, á stundum holur. Blöð eru stakstæð, fjaðurstrengjótt, axlblaðalaus og eru oft í stofnhvirfingu. Blómskipun er klasi, […]

Lesa meira »

Apablóm – Erythranthe (syn. Mimulus)

Skrifað um July 26, 2017, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin apablóm Erythranthe Spach hefur lengstum verið talin til Mimulus L., en nýverið voru allmargar tegundir fluttar í kvíslina Erythranthe samkvæmt ítarlegum rannsóknum. Áður töldust um 150 tegundir til Mimulus en nú eru þar aðeins sjö eftir. Sagan hér að baki er löng og verður ekki farið út í þá sálma hér. Í annan stað […]

Lesa meira »

Þefjurtir – Descurainia

Skrifað um August 31, 2016, by · in Flokkur: Flóra

Þefjurtir – Descurainia Webb & Berthel. – er ættkvísl innan krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Flestar tegundir eru einærar en þó eru nokkrar ýmist tví- eða fjölærar. Stöngull er uppréttur, greinóttur og oft hárlaus ofan til. Blöð eru bæði í stofnhvirfingu og á stöngli, þau eru fjöðruð, ýmist stilkuð eða stilklaus; blöð í stofnhvirfingu visna oft, […]

Lesa meira »

Alurtir – Subularia

Skrifað um August 28, 2016, by · in Flokkur: Flóra

  Ættkvíslin alurtir – Subularia L. – telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Plöntur kvíslarinnar eru smávaxnir, hárlausir einæringar. Stöngull er uppréttur, sívalur, blaðlaus; oft nokkrir stönglar saman. Blöð eru öll í stofnhvirfingu, allaga, allt að 3 cm á lengd. Blómskipun er fáblóma klasi, á stundum með aðeins einu blómi. Bikarblöð snubbótt, með mjóan himnufald. […]

Lesa meira »
Page 1 of 11 1 2 3 4 5 6 11