Mörgum hefur reynzt erfitt að greina plöntur, sem lifa jafnan í vatni. Einkum kemur tvennt til. Í fyrsta lagi eru vatnaplöntur oft án blóma og í öðru lagi eru blóm margra þeirra lítil og ósjáleg. Eftirfarandi lykil hef eg tekið saman til að auðvelda greiningu þessara tegunda. Hér eru teknar með helztu tegundir, sem vaxa […]
Lesa meira »Flóra

Í nóvember 2015 setti eg hér inn pistil um Rorippa-ættkvísl (sjá hér). Síðan gerðist það, að hinn 28. júní 2019 fann eg Rorippa palustris (L.) Besser í Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Á lítt gróinni hálfdeigju uxu allnokkrar 6-12 cm háar plöntur og voru þær flestar bæði í blóma og með nærri fullþroska skálpa. Hinn […]
Lesa meira »
Laukkarsi eða laukamustarður (Alliaria petiolata (M.Bieb.) Cavara & Grande) er tvíær jurt af krossblómaætt (Brassicaceae). Á fyrra ári vex upp blaðhvirfing, sem lifir af veturinn, en síðan spretta upp 30-80 cm háir, ógreinóttir (nema efst) og blöðóttir blómstönglar. Blöð eru stór og þunn, gróftennt á löngum legg, hjartalaga, en neðstu blöð oft nýrlaga. Blóm […]
Lesa meira »plontulisti_12_08_22 Skrá um háplöntur á Íslandi (pdf): Helztu heimildir (hér) Inngangur (hér)
Lesa meira »
Mjaðarjurt, hvað þú ert mild og skær, mjög er ég feginn, systir kær, aftur að hitta þig eina stund; atvikin banna þó langan fund: úr kvæðinu Á Rauðsgili eftir Jón Helgason Mjaðjurt (eða mjaðarjurt, mjaðurt og mjaðurjurt) er stórvaxin, fjölær og stórblöðótt planta af rósaætt (Rosaceae); fræðiheiti Filipendula ulmaria (L.) Maxim. – Blöðin eru […]
Lesa meira »
Krossblómaætt (Brassicaceae, áður nefnd Crusiferae) dregur nafn sitt af fjórum krónublöðum, sem mynda jafnarma kross, ef horft er beint ofan á blómið. Til ættar teljast ein- til fjölæringar, aðallega jurtir. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða lítt greindur, á stundum holur. Blöð eru stakstæð, fjaðurstrengjótt, axlblaðalaus og eru oft í stofnhvirfingu. Blómskipun er klasi, […]
Lesa meira »
Ættkvíslin apablóm Erythranthe Spach hefur lengstum verið talin til Mimulus L., en nýverið voru allmargar tegundir fluttar í kvíslina Erythranthe samkvæmt ítarlegum rannsóknum. Áður töldust um 150 tegundir til Mimulus en nú eru þar aðeins sjö eftir. Sagan hér að baki er löng og verður ekki farið út í þá sálma hér. Í annan stað […]
Lesa meira »
Þefjurtir – Descurainia Webb & Berthel. – er ættkvísl innan krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Flestar tegundir eru einærar en þó eru nokkrar ýmist tví- eða fjölærar. Stöngull er uppréttur, greinóttur og oft hárlaus ofan til. Blöð eru bæði í stofnhvirfingu og á stöngli, þau eru fjöðruð, ýmist stilkuð eða stilklaus; blöð í stofnhvirfingu visna oft, […]
Lesa meira »
Ættkvíslin alurtir – Subularia L. – telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Plöntur kvíslarinnar eru smávaxnir, hárlausir einæringar. Stöngull er uppréttur, sívalur, blaðlaus; oft nokkrir stönglar saman. Blöð eru öll í stofnhvirfingu, allaga, allt að 3 cm á lengd. Blómskipun er fáblóma klasi, á stundum með aðeins einu blómi. Bikarblöð snubbótt, með mjóan himnufald. […]
Lesa meira »
Ættkvíslin krossjurtir – Melampyrum L. – heyrir nú til sníkjurótarættar – Orobanchaceae – ásamt um 90 öðrum kvíslum og samtals um 2000 tegundum. Aðrar innlendar kvíslir innan ættar eru Rhinanthus, Pedicularis, Euphrasia og Bartsia. Fyrir ekki ýkja löngu töldust samtals sjö innlendar ættkvíslir til grímublómaættar – Scrophulariaceae – ásamt þremur slæðings-kvíslum. Allar þessar ættkvíslir […]
Lesa meira »