Mörgum hefur reynzt erfitt að greina plöntur, sem lifa jafnan í vatni. Einkum kemur tvennt til. Í fyrsta lagi eru vatnaplöntur oft án blóma og í öðru lagi eru blóm margra þeirra lítil og ósjáleg.
Eftirfarandi lykil hef eg tekið saman til að auðvelda greiningu þessara tegunda. Hér eru teknar með helztu tegundir, sem vaxa í vatni, þó að margar þeirra geti líka þrifizt í vel rökum jarðvegi. Að sinni hefur grastegundum verið sleppt, en þar koma einkum til greina Glyceria fluitans og Catabrosa aquatica.
Þetta eru aðeins fyrstu drög og seinna er ætlun að fínpússa lykilinn og setja inn myndir.
1 Stöngull blaðlaus, en blaðslíður á stundum með smá blöðku ………….. Eleocharis
1 Stöngull með venjuleg laufblöð ………………………………………. 2
2 Blöð samsett eða með stórum skerðingum (flipótt eða skipt) …………………. 3
2 Blöð heil, sepótt eða tennt …………………………………. 5
3 Gisstæð blöð með veiðiblöðrum ………… Utricularia minor
3 Engar veiðiblöðrur á blöðum ………………………………. 4
4 Blöð kransstæð ………………………………. Myriophyllum
4 Blöð stakstæð; blaðflipar þráðmjóir, slíður himnukennd og hærð ……. Ranunculus confervoides
5 Blaðka breið og greinilega afmörkuð frá blaðstilk ………… 6
5 Blaðka ekki greinilega skilin frá blaðstilk eða hann enginn .. 9
6 Blöð skjaldlaga, stilklöng, stilkur gengur upp í miðja blöðku ……………………… Hydrocotyle vulgaris
6 Lengd blaða miklu meiri en breidd, 1 eða 2 cm á lengd …. 7
7 Með himnukennd axlablöð ………………….. Potamogeton
7 Ekki með himnukennd axlablöð …………………………. 8
8 Blöð ydd, stór (allt að 15 cm) ………….. Persicaria amphibia
8 Blöð snubbótt, stilklöng, blaðka sporbaugótt, um 1 cm á lengd ……… Limosella aquatica
9 Blöð gagnstæð eða kransstæð …………………………. 10
9 Blöð stakstæð eða í stofnhvirfingu …………………… 15
10 Blöð kransstæð (3 eða fleiri blöð í kransi) ………………… 11
10 Blöð gagnstæð og blóm í blaðöxlum ………………………… 13
11 Blöð þráðmjó (0,3 mm); oftast 3 í kransi ……. Zannichellia
11 Blöð breiðari ………………….. 12
12 Blöð 3 í kransi ………………………. Elodea (slæðingur)
12 Blöð 4 eða fleiri í kransi ………………… Hippuris
13 Blóm á stilk ……………………. Montia fontana
13 Blóm stilklaus ……………………………………… 14
14 Blóm blómhlíflaus, en með tveimur himnukenndum forblöðum ………….. Callitriche
14 Blóm með bikar- og krónublöð, 4-deild … Crassula aquatica
15 Blöð með axlaslíður, sem er uppvíð, himnukennd pípa ………………………… Persicaria amphibia
15 Blöð án axlaslíðurs, en oft með slíðurhimnu eða himnukennd axlablöð …………………. 16
16 Blöð með slíðurhimnu eða himnukennd axlablöð ……… 17
16 Blöð hvorki með slíðurhimnu né himnukennd axlablöð ….. 22
17 Hármjó blöð í þéttri stofnhvirfingu; strá hnöllótt neðst ………………. Juncus bulbosus
17 Blöð ekki í þéttri stofnhvirfingu ……………………………….. 18
18 Blöð með himnukennd axlablöð, en ekki blaðslíður ……………………………. Potamogeton
18 Blöð með slíðurhimnu og blaðslíður ………………….. 19
19 Sívalt og holt strá með óholu kné við hvern blaðfót …………………. ýmsar grastegundir
19 Öðru vísi …………………………………………….. 20
20 Blöð mjög löng, bandlaga, snubbótt fyrir oddinn …… Zostera
20 Þráðmjó, strik- eða þráðlaga blöð ……………….. 21
21 Blaðendi fíntenntur (stækkunargler) ……………. Ruppia
21 Blaðendi heilrendur ………. Potamogeton (inkl. Stuckenia)
22 Blöð dreifð eftir fljótandi stilk, blöð breið ………… Potamogeton perfoliatus
22 Blöð í stofnhvirfingu eða nokkur saman frá jarðlægum stöngli ………………. 23
23 Blöð bandlaga, sem fljóta oft á vatni ………. Sparganium
23 Blöð sívöl, striklaga eða mjólensulaga ………………. 24
24 Blöð sívöl og striklaga …………………………………….. 25
24 Blöð flöt, spaðalaga eða mjólensulaga ……………… 28
25 Blöð með fjögur loftgöng eftir endilöngum blöðum (þverskurður) ………… Isoëtes
25 Blöð með mörg loftgöng eftir endilöngum blöðum eða ógreinileg ……………… 26
26 Blöð þráðmjó, lin ……………………. Juncus bulbosus
26 Blöð stíf, strik- eða allaga …………………………….. 27
27 Með langskriðular renglur; fræflar langir og standa langt út úr blómi ….. Litorella uniflora (Plantago u.)
27 Engar skriðular renglur …………. Subularia aquatica
28 Stöngull með bogsveigðar renglur ……. Ranunculus reptans
28 Stöngull ekki með bogsveigðar renglur .. Limosella aquatica
Leitarorð: háplöntur • vatnaplöntur • æðaplöntur