Fyrir skömmu var höfundur þessa pistils að safna botnplöntum í Víkingavatni í Kelduhverfi. Þá tók hann eftir því, að í fjöruborði lágu hér og hvar litlir, grænir hnoðrar, sem rekið hafði á land í svo nefndum Syðri-bol rétt neðan við bæinn Voga. Stærstu hnoðrarnir voru um 4 cm að þvermáli en flestir rétt rúmur einn […]
Lesa meira »Greinasafn mánaðar: September 2012
Naðurtunguætt – Ophioglossaceae Fjölærar plöntur, þurrlendistegundir eða ásætur. Flestar tegundir lifa í hitabeltinu og heittempruðu beltunum. Ættinni er á stundum skipt í tvær ættir eða undirættir, Botrychioideae og Ophioglossoideae. Mjög er misjafnt, hve margar ættkvíslir eru taldar innan ættarinnar, en þó oftast fjórar (Ophioglossum, Botrychium, Helminthostachys, og Mankyua); tvær hinar fyrst nefndu eru hér á […]
Lesa meira »Þokkaleg veiði. Inngangur Það er æfagömul aðferð að salta og reykja matvæli eða speikja (sbr. spikilax og spægipulsa), svo að þau geymist betur en ella. Nú eru þekktar miklu betri leiðir til þess að geyma mat, og reyking er í sjálfu sér ekki góð geymsluaðferð. Engu að síður er mjög vinsælt að reykja ýmiss […]
Lesa meira »Hvað skyldu margir kannast við ofanritaða fyrirsögn? Því fór þó fjarri, að flestir skildu hvað átt var við. Fyrir þá, sem vita ekki, stóð þetta stórum stöfum framan á þekktasta eldunarbúnaði, sem verið hefur á Íslandi, næst á eftir hlóðunum. Í 1. tölublaði Samvinnunnar 1938 ritar Auður Jónasdóttir (1913-2010) eftirfarandi: »Ýmsir munu kannast við Aga-eldavélar […]
Lesa meira »Án efa eru skógar ein mesta auðlind jarðar. Þeir eru heimkynni ótal lífvera, plantna, dýra, frumvera, sveppa og baktería, og gegna mikilvægu hlutverki í hringrás efnis og orku. Þeir vernda gróðurmold og koma í veg fyrir eyðingu jarðvegs. Úr skógum fást nauðsynlegar afurðir eins og timbur, pappír, ber, sveppir og margt fleira. Ætlunin er að […]
Lesa meira »Lat. Equus, hestur og seta, hár, tagl. Þetta er eina núlifandi ættkvísl, Equisetum L., úr stórum hópi plantna, sem komu fram á devontímanum fyrir um 400 milljónum ára og átti sitt blómaskeið fram að lokum kolatímans fyrir um 280 milljón árum. Þar á meðal voru tré, sem náðu allt að 30 m hæð. Steinkol […]
Lesa meira »Eftir því sem líður á sumarið dregur smám saman úr vexti plantna. Þær taka að búa sig undir veturinn. Hér á norðurslóð verða þær að þola kulda en ekki síður þurrk til þess að lifa af. Á veturna er mestallt vatn bundið í snjó og ís, en líf hverrar frumu er háð vatni. Sé vatn […]
Lesa meira »