Eitur í beinum framsóknarmanna

Skrifað um February 16, 2015 · in Almennt

Í tilefni orða umhverfisráðherra:

Lævís evrópsk löggjöfin
litlum veldur kvíða
ef Höllustaða húsprýðin
hana fær að þýða.

 

Vill milda tilskipanir EES

Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki.
stjórnmál Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra.

stjórnmál

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hefur velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana.

 

“Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.”

 

Vaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir

regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins.

 

“Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.”

 

 

Leitarorð:


Leave a Reply