Tag Archives: greiningarlykill

Lophozia — lápmosar[1]

Written on April 4, 2017, by · in Categories: Mosar

Ættkvíslin Lophozia (Dumort.) Dumort. (lápmosar) er innan Lophoziaceae (lápmosaættar) ásamt sex kvíslum öðrum. Plöntur eru með stöngul og blöð. Þær eru miðlungi stórar til litlar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar. Undirblöð engin eða sjaldan, og þá oftast á sprotaendum. Blöð eru fest á ská eða nærri þvert á stöngul. Blöð klofin í 2 sepa, ydda, bogadregna […]

Lesa meira »

Nýr greiningarlykill

Written on October 26, 2016, by · in Categories: Mosar

  Fjölrit n:r 43 frá ::Vistfræðistofu:: er komið út. Það ber heitið Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt 40 ættkvíslarlyklum. – Reykjavík 2016. 89 bls. Hefti þetta er prentað sem handrit einkum ætlað til æfinga og kennslu í mosafræði. Unnt er að greina til allra ættkvísla hérlenda mosa og um rúmlega helmings tegunda. – […]

Lesa meira »

Arctoa – totamosar

Written on December 2, 2014, by · in Categories: Mosar

Arctoa Bruch & Schimp. (totamosar) heyrir nú til Rhabdoweisiaceae (kármosaætt) en tilheyrði áður Dicranaceae (brúskmosaætt). Til ættkvíslarinnar teljast þrjár tegundir og vaxa tvær þeirra hér á landi. Þetta eru uppréttir, lágvaxnir blaðmosar, sem vaxa á móbergi, steinum, klettum, í þúfnakollum, melum og jarðvegsfylltu undirlagi. Þeir líkjast Dicranum tegundum, en eru jafnan minni (0,5-3 cm á […]

Lesa meira »

Lykill E – Vatnaplöntur, bæði byrkningar og fræplöntur

Written on February 22, 2014, by · in Categories: Flóra

Lykill E – Vatnaplöntur, bæði byrkningar og fræplöntur Þess skal getið, að allnokkrar tegundir, sem hér eru taldar til vatnaplantna, vaxa fremur í nokkurri rekju fremur en í vatni, eins og skriðdepla (Veronica scutellata) og vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris). Vatnsögn (Tillaea aquatica, syn. Crassula aquatica), vex aðeins á hverasvæðum. Slæðingar og ræktaðar plöntur eru ekki feitletruð. Sjá: […]

Lesa meira »

Inngangslykill að æðaplöntum (greiningarlykill)

Written on June 6, 2013, by · in Categories: Flóra

Inngangslykill (greiningarlykill) að ættum, ættkvíslum eða tegundum æðaplantna 1 Plöntur fjölga sér með æxliknöppum (geta einnig haft blóm eða gróhirzlur) ………. Lykill A 1 Plöntur með blóm eða gróhirzlur ……………………………………………. 2 2 Plöntur, sem augljóslega fjölga sér með gróum …………………. Lykill B 2 Plöntur með blóm, kynhirzlur (barrviðir) eða gróhirzlur …………. 3 3 Plöntur eru […]

Lesa meira »

Liðfætluætt – Woodsiaceae

Written on April 11, 2013, by · in Categories: Flóra

Liðfætluætt – Woodsiaceae Um 15 (-31) ættkvíslir heyra undir liðfætluætt (Woodsiaceae) með samtals um 700 tegundir. Tegundirnar eru dreifðar um allan heim, en fjölbreytni þeirra er mest í tempruðu beltunum og fjallahéruðum hitabeltisins. Blöð, gróblettir og gróhula eru mjög breytileg innan ættarinnar. Blöð eru bæði lítil og stór, og sölna á vetrum. Blaðstilkur er oft […]

Lesa meira »

Greiningarlykill að ættkvíslum grasa

Written on March 20, 2013, by · in Categories: Flóra

  KULDAKASTIÐ síðustu viku hefur haldið aftur af plöntunum, sem voru í þann mund að komast af stað í hlýindum í apríl-mánuði. (Skrifað í maí 2013.) Rétt örlar á krónublöðum vetrarblómsins, bæði suður við Kleifarvatn og í Úlfarsfelli, og hafa þau ekkert breytzt síðast liðnar vikur. Vetrarblómið þarf vart nema 2 eða 3 daga hlýja […]

Lesa meira »

Súruætt ─ Polygonaceae

Written on December 3, 2012, by · in Categories: Flóra

PLÖNTUR SÚRUÆTTAR (Polygonaceae) eru jurtir, runnar og jafnvel tré. Stöngull er jarðlægur eða uppréttur, á stundum vafstöngull. Blöð eru dreifð, oftast stakstæð og heil, mjög sjaldan gagnstæð. Axlarblöð eru ummynduð í himnukennt, uppvítt axlarslíður (ochrea), sem lykur um stöngulinn og axlarbrumið (nema í Eriogonum). Blómskipanir eru samsettar, ax- eða klasaleitar. Blóm eru regluleg, ein- eða […]

Lesa meira »