Lykill E – Vatnaplöntur, bæði byrkningar og fræplöntur

Skrifað um February 22, 2014 · in Flóra

Lófótur (Hippuris vulgaris) er dæmigerð vatnaplanta, algengur um land allt. Ljósm. ÁHB.

Lófótur (Hippuris vulgaris) er dæmigerð vatnaplanta, algengur um land allt. Ljósm. ÁHB.

Lykill E – Vatnaplöntur, bæði byrkningar og fræplöntur

Þess skal getið, að allnokkrar tegundir, sem hér eru taldar til vatnaplantna, vaxa fremur í nokkurri rekju fremur en í vatni, eins og skriðdepla (Veronica scutellata) og vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris). Vatnsögn (Tillaea aquatica, syn. Crassula aquatica), vex aðeins á hverasvæðum.

Slæðingar og ræktaðar plöntur eru ekki feitletruð.

Sjá: Inngangslykil

1 Blöð kambskipt, fingruð, skipt eða samsett …………… 2
1 Blöð heil eða tennt ……………………………….. 5

2 Blöð kransstæð, 3-6 blöð í hverjum kransi ……………. marar (Myriophyllum)
2 Blöð stakstæð …………………………………….. 3

3 Blöð skipt í fína flipa og með smáblöðrur; rótlaus, smágerð vatnajurt ……. blöðrujurt (Utricullaria minor)
3 Blöð án blaðra: rótfastar vatnajurtir ……………….. 4

4 Blöð þrífingruð. Blóm hvít, krónublöð kögruð …………. horblaðka (Menyanthes trifoliata)
4 Blöð skipt, flipótt eða fjöðruð …………………….. sóleyjaætt (Ranunculaceae)

5 Blöð gagnstæð eða kransstæð ………………………… 6
5 Blöð stakstæð eða í stofnhvirfingu við jörð ………….. 12

6 Blöð gagnstæð …………………………………….. 7
6 Blöð kransstæð ……………………………………. 9

7 Blöð striklaga eða sýllaga, hvassydd. Tvíkynja 4-deild blóm með greinilega blómhlíf …… vatnsögn (Tillaea aquatica)
7 Blöð striklaga, spaðalaga eða breiðari …………………… 8

8 Blöð heilrend. Blóm stök í blaðöxlum, lítil, ósjáleg, nakin; einn fræfill. Aldin á stundum með vængfaldi ……… vatnsbrúður (Callitriche)
8 Blöð gistennt, lensulaga. Blóm í klasa, 4-deild; 2 fræflar ……………. skriðdepla (Veronica scutellata)

9 Blöð ummynduð í slíðurtennur, stöngull liðaður og holur ……. elftingar (Equisetum)
9 Blöð þráðlaga, striklaga til mjólensulaga ……………….. 10

10 Blöð þráðlaga, 0,5 mm á breidd og ganga út frá gagnsæju slíðri …….. hnotsörvi (Zannichellia palustris)
10 Blöð striklaga til lensulaga …………………………. 11

11 Blóm smá í blaðöxlum, rauðbrún á lit ………………….. lófætur (Hippuris)
11 Blóm einkynja á löngum legg, 12-20 mm að þvermáli; krónublöð hvít, 8-10 mm á lengd í karlblómum, 6-7 mm í kvenblómum … kransarfi (Egeria densa)

12 Blöð nállaga, þráðlaga eða striklaga …………………… 13
12 Blöð flöt, striklaga eða breiðari ……………………… 20

13 Enginn ofanjarðarstöngull. Blöð í stofnhvirfingu ………… 14
13 Með ofanjarðarstöngul. Blöð ekki í stofnhvirfingu ……….. 16

14 Gróplanta; neðst á þéttstæðum blöðum er breiður fótur, sem umlykur gróhirzluna. 4 loftrými í þverskornum blöðum ……. álftalaukar (Isoëtes)
14 Blómleggir spretta upp af jarðstöngli. Blóm 4-deild ……… 15

15 Með víðskriðular renglur, fjölær, rætur dökkar ………….. tjarnalaukur (Littorella uniflora)
15 Engar renglur, einær, rætur hvítar …………………….. alurt (Subularia aquatica)

16 Blóm gul, um 1 cm að þvermáli, 5-deild …………. flagasóley (Ranunculus reptans)
16 Blóm brún- eða grænleit, ósjáleg, með eða án blómhlíf, 3- eða 4-deild …………….. 17

17 Blóm einstök eða tvö saman, legglöng í blaðöxlum. Brún aldin á löngum, beinum leggjum …….. lónajurt (Ruppia maritima)
17 Blóm í axi, hnoðum eða skúfum. Aldin legglaus …………….. 18

18 Blómskipun skúfur, hnoðu, stöku sinnum endastæð …………… sef (Juncus)
18 Blómskipun ax …………………………………………. 19

19 Öx oft í aðskildum blómkrönsum; blóm tvíkynja, 4 fræflar og 4 frævur, 4-deild blóm …….. nykrur (Potamogeton)
19 Öx samfelld; blóm ein- eða tvíkynja, 3 fræflar og 1 fræva, 3-deild blóm eða án blómhlífar ….. hálfgrasaætt (Cyperaceae)

20 Blöð striklaga eða mjó-spaðalaga ………………………… 21
20 Blöð breið, aflöng, hjartalaga eða kkringlótt …………….. 27

21 Ofanjarðarstöngull lítt þroskaður, svo að blöð mynda stofnhvirfingu, blaðka lensulaga, einær jurt; blóm örsmá …. efjugras (Limosella aquatica)
21 Uppréttir eða jarðlægir stönglar með blöð ………………… 22

22 Blóm stór, gul, greinilega leggjuð, 5-deild ………………. sóleyjar (Ranunculus)
22 Blóm lítil, brún- eða grænleit, leggstutt eða legglaus í axi, punti eða kólfi; blómhlíf lítil eða engin …….. 23

23 Karl- og kvenblóm standa í tveimur lóðréttum röðum innan í efsta blaðslíðri. Saltplanta ……. marhálmur (Zostera angustifolia)
23 Blóm frí, ekki innlukt í slíðri. Vaxa ekki í sjó en e.t.v. í ísöltu vatni ………………… 24

24 Stöngull holur en óholur þó við hvern blaðfót. Slíðurhimna oftast augljós. Öx í axi eða greinóttum klasa (punti) …. grasætt (Poaceae)
24 Stöngull óholur. Blöð með eða án slíðurhimnu ……………………… 25

25 Slíðurhimna oft augljós (fellur af snemma). Blómskipun fjölblóma, kransstætt ax …………….. nykrur (Potamogeton)
25 Engin slíðurhimna. Blóm í aflöngu axi eða hnöttóttum kolli ……………………….. 26

26 Karl- og kvenblóm hvor um sig í hnöttóttum blómkolli. Blöð á stöngli tvíhliðstæð …………. brúsakollar (Sparganium)
26 Blómskipun einstæð eða samsett. Blóm ein- eða tvíkynja, nakin eða með burstkennda blómhlíf ……… hálfgrasaætt (Cyperaceae)

27 Blöð flotlæg, stór, aflöng eða lensulaga, fjaðurstrengjótt. Blóm ljósrauð í þéttu axi ………. tjarnablaðka (Persicaria amphibia)
27 Blöð öðru vísi (geta þó verið flotlæg), tigul- eða hjartalaga eða kringlótt (stjarnstrengjótt) ………….. 28

28 Jarðlægur stöngull. Blöð stjarnstrengjótt ………. vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris)
28 Uppréttur stöngull. Blómskipun alhliða ax ……………… nykrur (Potamogeton)

 

ÁHB / 22. febrúar 2014

Leitarorð:


Leave a Reply