Ættkvíslin alurtir – Subularia L. – telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Plöntur kvíslarinnar eru smávaxnir, hárlausir einæringar. Stöngull er uppréttur, sívalur, blaðlaus; oft nokkrir stönglar saman. Blöð eru öll í stofnhvirfingu, allaga, allt að 3 cm á lengd. Blómskipun er fáblóma klasi, á stundum með aðeins einu blómi. Bikarblöð snubbótt, með mjóan himnufald. […]
Lesa meira »Tag Archives: tjarnalaukur
Lykill E – Vatnaplöntur, bæði byrkningar og fræplöntur Þess skal getið, að allnokkrar tegundir, sem hér eru taldar til vatnaplantna, vaxa fremur í nokkurri rekju fremur en í vatni, eins og skriðdepla (Veronica scutellata) og vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris). Vatnsögn (Tillaea aquatica, syn. Crassula aquatica), vex aðeins á hverasvæðum. Slæðingar og ræktaðar plöntur eru ekki feitletruð. Sjá: […]
Lesa meira »