Greinasafn mánaðar: December 2014

Áfengisvarnarnefnd í Þverárhlíðarhreppi

Skrifað um December 31, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Gústaf A. Jónasson frá Sólheimatungu, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, skipaði Davíð Þorsteinssyni á Arnbjargarlæk að tilnefna tvo menn í áfengisvarnarnefnd Þverárhlíðarhrepps, en sjálfur hafði hann skipað formanninn Þórð á Högnastöðum, sem lézt skyndilega. Davíð skrifaði um hæl og tilnefndi þá Runólf í Norðtungu og Eggert í Kvíum í nefnd með Þórði. … Fékk hann brátt heldur […]

Lesa meira »

Biskupshattar (fjalldalafíflar) – Geum

Skrifað um December 27, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin Geum L. (biskupshattar) tilheyrir rósaætt (Rosaceae) ásamt rúmlega hundrað kvíslum öðrum. Til kvíslarinnar teljast um það bil 60 tegundir (50-70), sem vaxa vítt um heiminn, eins og í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og á Nýja Sjálandi. Yfirleitt er hér um að ræða fjölærar, hærðar jurtir; stönglar eru uppréttir, blöð þrífingruð til þríflipótt. […]

Lesa meira »

Hálfrefir

Skrifað um December 19, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Á fyrri hluta síðustu aldar starfaði lögfræðingur einn hér í bæ, sem var svo stakur óhirðumaður um flest, sem að honum vissi, meðal annars barneignirnar, að hann hafði ekki tölu á þeim. Sagan segir, að hann hafi átt 3 eða 4 börn á ári, þegar hann stóð upp á sitt bezta, en aðeins tvö með […]

Lesa meira »

Dichodontium – glætumosar

Skrifað um December 17, 2014, by · in Flokkur: Mosar

Dichodontium – glætumosar Ættkvíslin Dichodontium Schimp. (glætumosar) telst til Rhabdoweisiaceae (kármosaættar) ásamt sjö kvíslum öðrum, sem eru: Amphidum, Arctoa, Cynodontium, Dicranoweisia, Glyphomitrium, Kiaeria og Oncophorus. Áður fyrr tilheyrðu allar þessar kvíslir Dicranaceae (brúskmosaætt). Um fimm tegundum hefur verið lýst innan kvíslar og vaxa tvær hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum. Önnur tegundin – […]

Lesa meira »

Dicranella – rindilmosar

Skrifað um December 15, 2014, by · in Flokkur: Mosar

  Dicranella – rindilmosar Ættkvíslin Dicranella (Müll. Hal.) Schimp. (rindilmosar) telst til Dicranaceae (brúskmosaættar) ásamt tveimur ættkvíslum öðrum, Dicranum og Aongstroemia. Rétt rúmlega 200 tegundum hefur verið lýst innan kvíslar, en aðeins um 70 eru almennt viðurkenndar. Á Norðurlöndum vaxa ellefu tegundir og af þeim eru átta hérlendis. Ein tegund, sem áður var talin til […]

Lesa meira »

Slegið á hungurtilfinningu

Skrifað um December 11, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Hér á þessum síður hefur af og til verið fjallað um fæðu og meltingu. Sjá meðal annars: http://ahb.is/laktosi-og-laktosaothol/ http://ahb.is/gerlar-sem-grenna/ http://ahb.is/enn-og-aftur-um-tharma-floru/ http://ahb.is/meira-um-tharma-floru/ http://ahb.is/tharmaskolun-detox-og-saurgjafir/   Þá var sagt frá því fyrir fáeinum dögum (http://ahb.is/ljos-fita-verdur-ad-brunni/), að nú hefði tekizt í fyrsta sinn að láta ljósa fitu líkamans breytast í brúna fitu, sem brennur sjálfkrafa. Sumir telja þetta fyrsta […]

Lesa meira »

Ljós fita verður að brúnni

Skrifað um December 9, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Tvenns konar fituvefur er í mönnum (og reyndar öllum öðrum spendýrum): Ljós fituvefur og brúnn fituvefur. Ljósa fitan geymir orkugæf efni, sem nýtast í öndunarefnaskiptum líkamans, þegar hann þarf á þeim að halda, sem er nú sjaldan nú orðið. Einnig ver hún líkamann gegn kulda. Brúna fitan aftur á móti sér um myndun á varma, […]

Lesa meira »

Hvers vegna þolir maðurinn áfengi?

Skrifað um December 5, 2014, by · in Flokkur: Almennt

Fram að þessu hafa menn haldið, að áfengi hafi ekki fylgt manninum nema í um níu þúsund ár. Nú hafa bandarískir fræðimenn komizt að því, að áfengis hefur verið neytt í að minnsta kosti tíu miljón ár, og það því fylgt mannkyninu mun lengur en elztu menn muna. Vitað er, að menn geta neytt áfengis […]

Lesa meira »

Ætt Dicranaceae sensu lato

Skrifað um December 4, 2014, by · in Flokkur: Mosar

Ættin klofin Í eina tíð töldust um sjötíu ættkvíslir blaðmosa (baukmosa) til ættar Dicranaceae s.l. (sensu lato, í víðri merkingu; brúskmosaætt[1]). Hér á landi eru ellefu þeirra, með rétt rúmlega fjörutíu tegundum, en annars staðar á Norðurlöndum eru um tuttugu kvíslir með liðlega sjötíu tegundum. Þannig var þessu háttað, þegar Fjölrit Náttúrufræðistofnunar um brúskmosaætt kom […]

Lesa meira »

Kiaeria – hnúskmosar

Skrifað um December 4, 2014, by · in Flokkur: Mosar

Kiaeria I. Hagen (hnúskmosar) heyrir nú til Rhabdoweisiaceae (kármosaætt) en tilheyrði áður Dicranaceae (brúskmosaætt). Almennt er talið, að sex tegundir teljist til ættkvíslarinnar og vaxa fjórar hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru uppréttir, fremur lágvaxnir blaðmosar (1-5(-8) cm), sem vaxa á móbergi, steinum, klettum, í þúfnakollum, melum, jarðvegsfylltu undirlagi, snjódældum, […]

Lesa meira »
Page 1 of 2 1 2