Áfengisvarnarnefnd í Þverárhlíðarhreppi

Skrifað um December 31, 2014 · in Almennt

Gústaf A. Jónasson frá Sólheimatungu, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, skipaði Davíð Þorsteinssyni á Arnbjargarlæk að tilnefna tvo menn í áfengisvarnarnefnd Þverárhlíðarhrepps, en sjálfur hafði hann skipað formanninn Þórð á Högnastöðum, sem lézt skyndilega.

Davíð skrifaði um hæl og tilnefndi þá Runólf í Norðtungu og Eggert í Kvíum í nefnd með Þórði.

Fékk hann brátt heldur ónotalegt bréf frá ráðuneytinu, því að þeir Runólfur og Eggert voru báðir dauðir.

Davíð svaraði um hæl og spurði, hvort nefndin ætti ekki að halda fundi eins og aðrar nefndir gerðu oftast. Nú væri Þórður dauður fyrir allnokkru, og „ég vildi umfram allt, að nefndin yrði fundarfær og tilnefndi því þessa tvo látnu heiðursmenn,” sagði Davíð á Arnbjargarlæk.Leave a Reply