… misjafnt úthlutar hún [::náttúran] mörgum jarðargróða, segir í Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson. Undanfarið hefur höfundur þessa pistils verið að kynna sér frumvarp til laga um náttúruvernd, þingskjal 537 — 429. mál. Kannski gefst ráðrúm til þess að fjalla um einstök efnisatriði síðar. Það sem einkum vekur athygli er klamburslegt orðfæri, þó að maður […]
Lesa meira »Greinasafn mánaðar: January 2013
Í pistlinum Þarmaskolun (detox) og saurgjafir var sagt frá því, að tekizt hafði að greina á milli þriggja megingerða af þarma-gerlum í mönnum. Þar mátti greina á milli þriggja vistgerða: Bacteroides, Prevotella og Ruminococcus. Nú hafa sex bandarískir fræðimenn fundið svipaðar þarma-vistgerðir (enterotypes) í simpönsum, sem lifa villtir í þjóðgarðinum Gombe Stream í Tanzaníu. Af […]
Lesa meira »Enginn sendi inn lausn á vísnagátunni á dögunum. Lausnarorðið var: renna (no. og so.) Jafnan er á húsum hám; [(þak-)renna] holdugir þess óska. [renna, leggja af] Hlaupararnir tipla‘ á tám; [renna, hlaupa] tvístrast á svelli ljóska. [rennur, verður gliðsa] Þá kemur hér önnur. Lausnarorðið er sagnorð, lýsingarorð eða nafnorð. Vera á þessum viði‘ er gott; […]
Lesa meira »Einn er sá mosi, sem lætur lítið yfir sér, en vex þó mjög víða á rökum, oft lítt grónum stöðum, þar sem hann lendir ekki í samkeppni við aðra mosa, eins og í klettum, sjávarbökkum, áreyrum, skurðbökkum, þúfum, við heitar uppsprettur og hvers konar ruðninga. Þá er hann líka algengur í blómapottum og gróðurhúsum, […]
Lesa meira »… eins og fjólubláir draumar, segir í þekktu kvæði eftir Sigurð Þórarinsson. Ekki kann sá, sem þessar línur ritar, að útskýra fjólubláa drauma. Hitt er sennilegt, að þessi tilvitnun sé sótt í bók eftir sænska listamanninn, rithöfundinn og teiknarann Albert Engström (1869-1940). Árið 1913 gaf hann út bókina Åt Häcklefjäll – minnen från […]
Lesa meira »Til tilbreytingar kemur hér ein létt vísnagáta. Eftir viku kemur önnur og þá fylgir lausn á þessari, sem er reyndar lauf-létt. Jafnan er á húsum hám; holdugir þess óska. Hlaupararnir tipla‘ á tám; tvístrast á svelli ljóska. ÁHB /23.1. 2013
Lesa meira »Raunir 61 árs gamallrar konu munu ekki vera einsdæmi. Hún var skorin upp vegna bak-meiðsla og í kjölfarið fékk hún lungnabólgu. Sýkla-lyf voru gefin og komu að gagni – en höfðu það í för með sér að drepa eðlilegar þarma-bakteríur. Konan léttist um 27 kg á átta mánuðum, hafði enga stjórn á hægðum, missti […]
Lesa meira »Hanatoppar ─ Bartsia L. Ættkvíslin hanatoppar (Bartsia L.) hefur til þessa verið jafnan talin til grímublómaættar (Scrophulariaceae). Nú benda rannsóknir til, að skynsamlegra sé að telja hana til ættarinnar Orobanchaceae, sem hefur verið nefnd sníkjurótarætt (Stóra blómabók Fjölva 1972), ásamt ættkvíslunum Rhinanthus, Pedicularis, Melampyrum og Euphrasia. Til ættarinnar heyra um 2000 tegundir innan um 90 […]
Lesa meira »Fræflar og frævur nefnast einu nafni æxlunarblöð. Þetta eru meira eða minna ummynduð blöð, sem sjá um kynæxlun. Fræfill er hið karllega æxlunarfæri blóms og fræva hið kvenlega. Fræflar (stamen, ft. stamina) eru fremur einfaldir að byggingu. Meðal frumstæðra plantna halda þeir enn blaðlögun sinni (sjá t.d. Degeneria). Oftast eru þeir þó byggðir þannig, að […]
Lesa meira »Innan grímublómaættar (Scrophulariaceae) eru um 275 ættkvíslir með um það bil 5000 tegundum. Hér á landi eru 7 innlendar ættkvíslir með 14 tegundum; að auki eru einar 3 ættkvíslir aðrar og um 13 tegundir, sem vaxa hér sem slæðingar. Þá má geta þess, að allmargar tegundir ættarinnar eru ræktaðar í görðum. Tegundirnar eru ýmist einærar […]
Lesa meira »