Akrafjall og Skarðsheiði …

Skrifað um January 25, 2013 · in Almennt · 2 Comments

eins og fjólubláir draumar, segir í þekktu kvæði eftir Sigurð Þórarinsson.

 

Akrafjall og Skarðsheiði. Ljósm. ÁHB.

Akrafjall og Skarðsheiði. Ljósm. ÁHB.

Ekki kann sá, sem þessar línur ritar, að útskýra fjólubláa drauma. Hitt er sennilegt, að þessi tilvitnun sé sótt í bók eftir sænska listamanninn, rithöfundinn og teiknarann Albert Engström (1869-1940). Árið 1913 gaf hann út bókina Åt Häcklefjäll – minnen från en Islandsfärd. Þar segir svo á bls. 83 í þýðingu Ársæls Árnasonar (Rvík 1943), þegar siglt er inn Eyjafjörð:

„Í morgunmóðunni voru fjöllin eins og fjólubláir draumar – ég hefi ekki annað orð um það.“

ÁHB / 25.1. 2013

 

Leitarorð:

2 Responses to “Akrafjall og Skarðsheiði …”
 1. JTH says:

  Gústi:
  Í mínu eintaki frá 1913 heitir bókin
  Åt Häcklefjäll – minnen frå en Islandsfärd
  Bls. 69
  “I solröken lågo fjällen som violetta drömmar – jag vet värkligen intet bättre ord.”

 2. Águst says:

  Sæll, Jón. Því miður fann eg ekki sænska eintakið mitt og fór eftir þýðingunni; orðrétt eftir henni. e>a er minn klaufaskapur. Þetta kennir manni, að varasamt að treysta þýðendum; engu að síður eru fjólubláu draumarnir komnir héðan.
  ÁHB

Leave a Reply