Hugleiðing um ræktun og náttúruvernd

Skrifað um July 23, 2014 · in Gróður · 23 Comments

Land er víða illa farið af aldalangri búsetu. Örfoka melar og rofabörð blasa hvarvetna við. Ljósm. ÁHB.

Land er víða illa farið af aldalangri búsetu. Örfoka melar og rofabörð blasa hvarvetna við. Ljósm. ÁHB.

Öll umræða á ávallt að vera af hinu góða, þar sem menn lýsa skoðunum sínum og takast jafnvel á um markmið og leiðir við hin fjölbreyttustu verkefni. Síðast liðnar vikur hefur fjörleg rökræða átt sér stað meðal leikra og lærðra um loftslagsmál, ræktun og náttúruvernd.

Kveikjan var losun á koltvísýringi og hvaða leiðir séu beztar til þess að binda hann. Síðan leiddist umræðan út í fegurð og smekk. Ekki vil eg kasta rýrð á þessi orðaskipti, en tel þó hyggilegra að nálgast efnið frá öðrum sjónarhóli.

Svo segir mér hugur, að tölugildi um losun og bindingu á CO2 séu reist á veikum grunni vegna skorts á óyggjandi forsendum. Ef unnið verður á hinn bóginn að þeim landbótum, sem eru nauðsynlegar í landinu og búskaparháttum breytt til samræmis við það, sem skynsamlegt má telja, er óþarft að miða við einhverja alþjóða staðla. Þetta minnir einna helzt á mann með allt of háan blóðþrýsting, sem nær honum niður með pillum, en heldur öllum ólifnaði áfram.

Fyrst skal vikið að nokkrum staðreyndum:
a) Gríðarleg jarðvegs- og gróðureyðing hefur átt sér stað frá landnámi.
b) Ótakmörkuð beit hefur breytt fjölskrúðugum gróðurlendum í mjög einsleit, ófrjó gróðurlendi.
c) Birkiskógur og –kjarr þekur aðeins um 1,3% lands.
d) Gróið land (nokkuð vel gróið) er aðeins um 23-28%.
e) Stórum hluta votlendis hefur verið spillt með framræslu (og beit).
f) Sandar og melar þekja víðlend svæði.

 

Enn er uppblástur gríðarlegur hér á landi. "Náttúruverndarmenn" hafa aldrei lagt neitt til mála á þeim vettvangi. Ljósm. ÁHB.

Enn er uppblástur gríðarlegur hér á landi. "Náttúruverndarmenn" hafa aldrei lagt neitt til mála á þeim vettvangi. Ljósm. ÁHB.

Í ljósi þessara staðreynda hljóta flestir að vera sammála um eftirtaldar aðgerðir:
a) Allt kapp skal lagt á að stöðva fok úr rofabörðum.
b) Beit verði aðeins leyfð innan afgirtra beitarhólfa.
c) Vernda skal allar skógaleifar.
d) Hefja skal skipulega rækt á söndum og melum til nytja upp að 350 metra hæðarlínu.
e) Endurheimta skal votlendi eins og kostur er án mikilla útgjalda.

 

Votlendi hefur verið raskað í allt of miklum mæli miðað við þarfir. Í eina tíð fengu bændur borgað fyrir framræslu og nýttu aðeins uppgröftin fyrir vegi um landareignina. Ljósm. ÁHB.

Votlendi hefur verið raskað í allt of miklum mæli miðað við þarfir. Í eina tíð fengu bændur borgað fyrir framræslu og nýttu aðeins uppgröftin fyrir vegi um landareignina. Ljósm. ÁHB.

Rofabörð

Því miður hefur Landgræðsla ríkisins ekki sinnt því nægilega að loka rofabörðum. Þar á bæ hefur nær einvörðungu verið lagt kapp á að rækta auðnir með of litlum árangri, að undanskildum melgresis-sáningum. Hvarvetna um land, á hálendi sem láglendi, blasa rofabörð við og enn fýkur úr þeim. Í raun ætti að skylda hvert sveitarfélag til þess að græða þau upp og loka. Til eru ýmsar aðferðir, eins og að keyra í þau hrossaskít og rækta þar víði.

 

Hér hefur áburði verið ausið á gróðurvana land með sáralitlum árangri, en rofabörðin látin óhreyfð. Ljósm. ÁHB.

Hér hefur áburði verið ausið á gróðurvana land með sáralitlum árangri, en rofabörðin látin óhreyfð. Ljósm. ÁHB.

Víst má telja, að einsleitni og hnignun gróðurfélaga stafi af of mikilli beit. Það er ekkert vit í því að leyfa óhefta beit. Nauðsynlegt er að koma upp beitarhólfum sem víðast og í lok hvers sumars verði gerð úttekt á þeim.

 

Mólendi

Mólendi er ákveðið stig í gróðri, þegar beit er annars vegar. Mestur hluti mólendis er því manngerður, ef svo má segja. Margir hafa tekið ástfóstri við móinn og dásama hann, því að þar eru oft og tíðum mikil berjalönd og margar undurfagrar og ilmsterkar plöntur. Margir verða því æfir, ef þeir sjá plantað í mó.

 

Enn eru fallegir lyngmóar til í hálendisbrúninni, þar sem beit hefur ekki farið yfir ákveðin mörk. Ljósm. ÁHB.

Enn eru fallegir lyngmóar til í hálendisbrúninni, þar sem beit hefur ekki farið yfir ákveðin mörk. Ljósm. ÁHB.

Mönnum gleymist, að bændur þessa lands hafa brotið þar land undir tún svo þúsundum hektara nemur. Sums staðar var bara plægt til að taka út styrkinn og svo var ekki hreyft meira við. Þá hafa móar verið teknir til ræktunar á kartöflum, rófum og fleiri nytjaplöntum. Í eina tíð kom upp sú hugmynd að breyta þeim með hormónalyfjum (sjá hér) í graslendi handa saufé. Tilraunir voru gerðar í Ásheiði í Kelduhverfi. Það væri gaman að rifja upp þá sögu. Meira að segja var flogið yfir stór svæði og dreift þar áburði til þess að auka hlutdeild grasa. Þá voru engir til þess að mótmæla, sem mark var tekið á. Menn í Náttúruverndarráði (þar á meðal Hjörleifur Guttormsson) þögðu þunnu hljóði.

Lyngmói breytist í ófrjóan grasmó við of mikla beit. Þá er stutt í að land blási upp. Ljósm. ÁHB.

Lyngmói breytist í ófrjóan grasmó við of mikla beit. Þá er stutt í að land blási upp. Ljósm. ÁHB.

Í raun er það miklu meiri eyðilegging á mólendi að breyta því í tún og kartöflugarða en planta í það, því að það fer að mestu í samt lag, ef trén eru felld. Og landið verður miklu kostameira. Nú er ekki þörf á öllum þessum túnskikum, sem voru ræktaðir í mólendi og því er kjörið að planta í þá, eins og gert hefur verið til að mynda á Gunnfríðarstöðum á Bakásum með góðum árangri. Þessa ræktun má stórauka.

 

Á Sólheimum í Landbroti ræktaði Björn Jónsson, skólastjóri, fallegan barrskóg í sendinni harðbalajörð, sem var til einskis nýt. Ljósm. ÁHB.

Á Sólheimum í Landbroti ræktaði Björn Jónsson, skólastjóri, fallegan barrskóg í sendinni harðbalajörð, sem var til einskis nýt. Ljósm. ÁHB.

Melar

Bágt er að trúa því, að nokkrum heilvita manni sé annt um gróðurlausa láglendis-mela. Melar hafa nær eingöngu orðið til vegna ofbeitar og uppblásturs. Það má jafnvel halda því fram, að það sé því skylda kynslóða að rækta upp þessi svæði. Mér er ekki kunnugt um neina þjóð, sem nytjar ekki land sitt af fremsta megni en þó af skynsemd. Við sem þjóð höfum ekki efni á því að láta alla melafláka standa ónýtta.

 

Við Hvaleyrarvatn hefur blandskógur verið ræktaður á örfoka melum. Ljósm. ÁHB

Við Hvaleyrarvatn hefur blandskógur verið ræktaður á örfoka melum. Ljósm. ÁHB

Spurningin er, hvernig má nýta þessa mela. Vissulega hafa tún verið ræktuð á einstaka mel og hefur það sjaldnast gefizt vel. Þá hefur margsinnis verið sáð í mela og borinn á tilbúinn áburður. Ekki hefur það gefið góða raun. Venjulega hafa graskenndar plöntur koðnað niður á öðru eða þriðja ári, nema borið sé á reglulega. Það kostar ekki lítið. Þá er það og staðreynd, að það tæki íslenzkar tegundir árhundruð að byggja upp jarðvegslag, sem lúpína myndar á 20-40 árum.

 

Hér er fallegur birkiskógur að vaxa upp á mel, sem var græddur með lúpínu. Vöxtur er með ólíkindum. Ljósm. ÁHB.

Hér er fallegur birkiskógur að vaxa upp á mel, sem var græddur með lúpínu. Vöxtur er með ólíkindum. Ljósm. ÁHB.

Einfaldast og ódýrast er að rækta upp mel með lúpínu. Innan fárra ára er unnt að planta í melinn með góðum árangri. Á þennan auðvelda og ódýra hátt er unnt að breyta ónýtum flákum í verðmætt land, sem gefur ríkulegan ávöxt.

Hafi menn annað viðhorf, væri forvitnilegt að fá að heyra af því. Hvað vilja menn gera við örfoka mela?

Val á tegundum trjáa

Margar plöntutegundir hafa verið fluttar inn til landsins og að auki álíka margar, sem hafa slæðzt með öðrum tegundum (fræi), varningi eða á annan hátt. Sumt af þessu eru nytjaplöntur en aðrar ekki.

Með grasfræi hefur oft komið urmull lágvaxinna, jurtkenndra tegunda. Menn hafa lítil viðbrögð sýnt við slíkum innflutningi og þó skyldu menn ætla, að náttúrufræðingar létu stærðina ekki glepja sér sýn.

Þegar kemur að trjátegundum, verður annað upp á teningnum. Margir hverjir virðast hafa óbeit á erlendum tegundum. Nú er vitað, að margar tegundir er unnt að rækta til stórra nytja á landi, sem gefur nú ekkert í aðra hönd, því að þær taka vel við sér í lúpínubreiðum. Af skiljanlegum ástæðum kjósa menn helzt að rækta það, sem gefur mestan arð og vex hraðast. Aspir, sitkagreni, stafafura og nokkrar lerkitegundir koma til álita eftir því hvar er á landinu. Þessar tegundir vaxa 3-6 sinnum hraðar en íslenzka birkið. Ekki er hægt að telja það neina goðgá að rækta þessar tegundir frekar en kartöflur.

Það er mikið rétt, að íslenzkur birkiskógur er mikið djásn og dýrmætt. Skógræktarmenn hafa víða plantað birki, en ekki er mér kunnugt einn einasta „náttúruverndarmann“, sem hefur lagt lóð í þá vogarskál að neinu marki. Það er vitaskuld umhugsunar virði, hvort ekki sé rétt að koma sér upp þeirri meginreglu, að um 15% af öllum útplöntunar-plöntum verði birki.

 

Myndin sýnir eitt fallegasta birkitré á landinu, sem vex í Vaglaskógi. Ljósm. ÁHB.

Myndin sýnir eitt fallegasta birkitré á landinu, sem vex í Vaglaskógi. Ljósm. ÁHB.

Það segir sig sjálft, að skógur af hvaða tegund sem er breytir miklu í landslagi. Menn geta borið saman skóga í Skorradal og Fnjóskadal við berangur í Lundareykjadal og og Bárðardal. Aldrei hef eg heyrt þessum skógum hallmælt og þangað sækir fólk í stríðum straumi til að njóta útivistar. Að sama skapi er Daníelslundur í Borgarhreppi orðinn vinsæll áningarstaður, þó að það sé barrskógur. Við samanburð á lauf- og barrskógum mega menn ekki falla í þann pytt, að bera saman eðallaufskóg og furuskóg, sem vaxa við gjörólík skilyrði.

Á hinn bóginn eru allir sammála um, að það er ekki gæfulegt að kaffæra allt í skógi. Til að mynda myndi það ekki falla í góðan jarðveg að kafsetja lækina á Stokkalæk í skógi, þó að land þar hafi verið nauðbitið að minnsta kosti fram á þennan dag.

 

Engin ástæða er að planta út um allt. Myndin er frá Stokkalæk á Rangárvöllum. Lósm. ÁHB.

Engin ástæða er að planta út um allt. Myndin er frá Stokkalæk á Rangárvöllum. Lósm. ÁHB.

Mergurinn málsins er sá, að full þörf er á að rækta örfoka land og stöðva fok úr rofabörðum. Verði einhverjum á að rækta skóg á landi, þar sem menn telja, að hann eigi ekki heima, er ekkert einfaldara en að fella trén og hirða afraksturinn.

 

ÁHB / 23. júlí 2014

 

 

Leitarorð:

23 Responses to “Hugleiðing um ræktun og náttúruvernd”
 1. expacuava says:

  https://buypropeciaon.com/ – propecia erectile dysfunction

 2. Zithromax says:

  Propecia 0.5 Mg Avodart

 3. Lasix says:

  Viagra Kaufen Uberweisung

 4. Uniodedob says:

  http://buyzithromaxinf.com/ – buy azithromycin 500 single dose

 5. Prednisone says:

  Cialis Generique Apcalis 20mg

 6. joypehops says:

  https://buyneurontine.com/ – lyrica vs gabapentin

Leave a Reply