Skoðum náttúruna – Stórir kettir og hvalir

Skrifað um July 18, 2012 · in Almennt · 17 Comments

Bækur – Náttúrufræðirit
Ritdómur, Morgunblaðið 8. desember 1999:34.
A) HVALIR eftir Robin Kerrod. 64 bls.
Þýðandi er Örnólfur Thorlacius.
Útgefandi er Skjaldborg. Reykjavík, 1999.

B) STÓRIR KETTIR eftir Rhonda Klevansky. 64 bls.
Þýðandi er Örnólfur Thorlacius.
Útgefandi er Skjaldborg. Reykjavík, 1999.

SKJALDBORG hefur gefið út báðar ofan nefndar bækur í flokknum Skoðum náttúruna, sem einkum er ætlaður fróðleiksfúsum börnum, 8 til 12 ára.
Fyrri bókin fjallar um tignarlegustu dýr lagar, hvali, en seinni bókin um háleitustu dýr merkurinnar, stóru kettina. Bækurnar eru í stóru broti og ríkulega myndskreyttar. Því miður hefur almenn dýrafræði að mestu verið lögð fyrir róða í skólum eftir að hætt var að nota kennslubækur Bjarna Sæmundssonar. Það eru ekki lengur til neinar kennslubækur, sem veita unglingum almenna undirstöðu í dýrafræði og grasafræði. Fátt heildstætt efni hefur komið í stað þeirra. Þó leikur enginn vafi á, að flest börn hafa einlægan áhuga á dýrum. Mér segir svo hugur, að ein ástæða fyrir því að horfið var frá kennslu í dýrafræði í þeirri mynd sem var, hafi að stórum hluta verið sú, að enginn hafði dug í sér til að semja námsefni. Allnokkrar dýrabækur hafa engu að síður verið gefnar út handa börnum og unglingum á síðustu árum. Flestar fjalla þær um afmarkað efni og koma alls ekki að sama gagni og almennar kennslubækur; góð kennslubók leggur varanlegan grunn að þekkingu. Hins vegar eru sumar þeirra góðar og gildar sem ítarefni en aðrar ekki.

Í bókinni Hvalir er sagt frá ættbálki þessara þokkafullu dýra, stærð hvala, líkamsgerð, lífsbaráttu, sundi þeirra, köfun, félagslífi og tilhugalífi ásamt mörgu öðru, sem varðar tjáskipti þeirra í milli. Þá er greint frá heimkynnum og ferðum sumra tegunda á milli æxlunar- og átsvæða. Síðan eru valdir úr nokkrir fulltrúar hvala og ítarlega fjallað um hegðun þeirra. Að lokum er rætt um hvalveiðar og hvalavernd eins og vera ber nú á tímum. Hér er að vísu farið fljótt yfir sögu, en óhætt er að fullyrða, að hér er margur fróðleiksmolinn á borð borinn.

Um hina bókina, Stóra ketti, er svipað að segja. Í fyrstu er gerð grein fyrir þeim dýrum, sem teljast til katta og sagt frá skiptingu þeirra í nokkra hópa. Fjallað er um byggingu og lífshætti, veiðar þeirra og atferli. Einnig er rætt um heimahaga stóru kattanna og tínd til ýmis áhugaverð atriði, enda er af mörgu að taka. Í báðum bókum fylgir kafli um orðskýringar og atriðaskrár.

Í fáum orðum sagt eru bækurnar tvær, sem hér eru til umfjöllunar, miklu skilmerkilegri en önnur sambærileg rit, sem eg hef séð. Margt kemur þar til. Í fyrsta lagi eru þær mjög efnismiklar og er með ólíkindum, hve miklum fróðleik er komið að. Í annan stað eru strangar fræðilegar kröfur gerðar í allri umfjöllun, jafnt hvað varðar líkamsgerð dýranna, lifnaðarhætti og almenna þekkingu í náttúrufræðum og menningu. Síðast en ekki sízt leynir það sér ekki, hver þýtt hefur verkin á íslenzku. Til þess að vel takizt þarf þýðandi að búa yfir góðri kunnáttu í íslenzku en ekki síður vera vel heima í náttúrufræði. Eg hygg, að fáir skáki Örnólfi Thorlacius í þeim efnum og mér er ekki grunlaust um, að hann hafi fært lesmál »til betra horfs« á stöku stað, en að minnsta kosti hefur hann skotið inn atriðum, sem við eiga hér á landi. Prentun og allur frágangur er með ágætum; það er helzt í atriðaskrám, þar sem nokkrar villur hafa lætt sér inn. Óhætt er að mæla með báðum bókum sem einkar áhugaverðum fyrir börn og unglinga.
Ritdómur, Morgunblaðið 8. desember 1999:34.

Leitarorð:

17 Responses to “Skoðum náttúruna – Stórir kettir og hvalir”
 1. instagram takipçi satın al

 2. azithromycin says:

  day antibiotiс http://azithrozpack.com azithromycin pills 250 mg

 3. zyrtec dose says:

  zyrtec side effects and warnings – https://allergyd.com

 4. Escort says:

  Heyecan peşinde koşan çapkınların en çok tercih ettikleri istanbul escort, escort istanbul, kızları ile şehvetin doruklarına çıkacaksınız.. Escort

 5. wegoxqqw says:

  tadalafil drug buy generic cialis online with mastercard

 6. wegohhsd says:

  tadalafil cialis tadalafil cost in canada

Leave a Reply