Geldingahnappar ─ Armeria Geldingahnappar tilheyra gullintoppuætt (Plumbaginaceae). Ættkvíslarnafnið Armeria er sennilegast keltneska, ar mor, og þýðir við hafið. Einnig hefur verið bent á, að ef til vill megi draga þetta af franska orðinu armoire, sem þýðir skjöldur. Til ættkvíslarinnar teljast um 80 tegundir. Nokkrar tegundir kvíslarinnar eru skrautjurtir í görðum. Hér á landi vex aðeins […]
Lesa meira »Greinasafn mánaðar: November 2012
Krónublöð á blárunna (Plumbago capensis) Gullintoppuætt ─ Plumbaginaceae Flestar tegundir innan gullintoppuættar (Plumbaginaceae) eru fjölærar, lágvaxnar jurtir, en þó eru nokkrar einærar og fáar klifurtegundir og runnar. Þær vaxa dreifðar um heiminn í flestum loftslagsbeltum frá miðbaugi til heimsskauta, en halda sig einna helzt á saltríkum steppum, sjávarfitjum og við hafsstrendur. Megin útbreiðslusvæði tegunda er […]
Lesa meira »Árni Alfreðsson, líffræðingur, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag (28. nóv. 2012) undir heitinu Illvirki inni í Þórsmörk. Þar greinir hann frá, að unnið sé að því leynt og ljóst að gera akveg inn í Þórsmörk að uppbyggðum heilsársvegi. Nú er til að mynda verið að leggja ræsi yfir Hvanná. Árni heldur því fram, […]
Lesa meira »Jólastjarna ─ Euphorbia pulcherrima Mjólkurjurtaættin (Euphorbiaceae) er meðal stærstu ætta háplantna; flestar tegundir vaxa í hitabelti og heittempruðum beltum jarðar. Til ættarinnar teljast um 7500 tegundir, sem skiptast á um 290 ættkvíslir. Ættinni er skipt í tvær undirættir: Phyllanthoideae og Euphorbioideae. Hinni síðari undirætt er þá skipt í eina átta flokka og er mjólkurjurta-flokkurinn einna […]
Lesa meira »Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal 1807. GRASATAL LATNESK OG ÍSLENZK JURTAHEITI (Upphafið) DICOTYLEDONES GRASATAL J.H. Latnesk og íslenzk heiti á plöntutegundum í Grasatali Jónasar Hallgrímssonar eins og þau eru réttust talin nú um stundir. Ranunculaceœ Sóleyingar Ranunculaceae Sóleyjaætt Thalictrum Thalictrum alpinum krossgras, brjóstagras, kverkagras. alpinum brjóstagras Ranunculus Ranunculus […]
Lesa meira »Á degi íslenzkrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er ekki úr vegi að huga að náttúrufræðingnum Jónasi og þá einkum því, er lýtur að grasafræði. Sem kunnugt er lagði Jónas stund fyrst á lögfræði, þegar hann kom til Kaupmannahafnar 1832. Hann varð afhuga henni og sneri sér að náttúrufræði, aðallega dýrafræði og jarðfræði. Á hinn […]
Lesa meira »HARÐAR DEILUR voru í brezka þinginu á þriðja áratug síðustu aldar sem oft áður. Nancy Astor (1879-1964) hét einn skeleggasti andstæðingur Winstons S. Churchills (1874-1965) á þeim árum. Eitt sinn tók hún svo til orða: Væri ég gift yður, herra Churchill, myndi ég setja eitur út í kaffi yðar. Churchill lét ekki æsa sig frekar […]
Lesa meira »Til rósaættar (Rosaceae) teljast fjölærar jurtir, runnar og tré (aðeins örfáar tegundir eru einærar og fáeinar sígrænar). Tegundir ættarinnar vaxa um allan heim en megnið af þeim lifir á norðurhveli. Blöð eru oftast stakstæð (sjaldan gagnstæð), fjaður- eða handstrengjótt, oftast samsett eða skipt og með axlablöð. Blóm eru jafnan regluleg og tvíkynja. Bikarblöð fjögur eða […]
Lesa meira »Á fyrstu áratugum síðustu aldar voru þeir prófessorarnir Adolf Oppermann (1861-1931) og Carl Vilhelm Prytz (1857-1928) kennarar í skógrækt við skógræktardeild Landbúnaðar-háskólans danska. Prytz kom mikið við sögu á fyrstu árum skógræktar hér á landi, og meðal annars benti hann á sérkenni íslenzks jarðvegs, sem síðar leiddi til þess, að Kofoed-Hansen (1869–1957) sýndi fram á […]
Lesa meira »Margir velta fyrir sér, hver áhrif hlýnunar eru á vöxt og viðgang plantna. Engum blandast hugur um, að þau geti orðið býsna mikil, þó að mjög erfitt sé að segja fyrir um hverjar breytingarnar verða. Annars vegar geta orðið umskipti á flórunni, það er einstökum tegundum plantna, og hins vegar á gróðrinum eða gróðurfélögum […]
Lesa meira »