Illvirki og gróðasýki

Skrifað um November 28, 2012 · in Almennt · 13 Comments

Nær hvergi er að finna óspillta náttúru lengur á Íslandi. Jafnvel nýrunnin hraun fá ekki að vera í friði. Myndin er úr Gjástykki. Ljósm. ÁHB.

Nær hvergi er að finna óspillta náttúru lengur á Íslandi. Jafnvel nýrunnin hraun fá ekki að vera í friði. Myndin er úr Gjástykki. Ljósm. ÁHB.

Árni Alfreðsson, líffræðingur, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag (28. nóv. 2012) undir heitinu Illvirki inni í Þórsmörk. Þar greinir hann frá, að unnið sé að því leynt og ljóst að gera akveg inn í Þórsmörk að uppbyggðum heilsársvegi. Nú er til að mynda verið að leggja ræsi yfir Hvanná. Árni heldur því fram, að þetta sé unnið að undirlagi „aðila í ferðaþjónustu“ til þess að þeir geti með sem minnstum tilkostnaði keyrt fólki þangað inn eftir og grætt sem mest. Í annan stað telur Árni, að með þessháttar framkvæmdum að breyta (bæta) aðgengi, sé verið „að eyðileggja það ævintýri, sem Merkurferð hefur hingað til þótt“.

Rík ástæða er til þess að taka undir þetta álit Árna. Í rúman áratug var eg viðloðandi ferðaþjónustu sem bílstjóri og kynntist þessari starfsemi lítillega. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu ferðalangar voru yfir sig hrifnir, þegar ekið var inn á Fossheiði og gengið niður að Háafossi. Eg undraðist þetta nokkuð og spurði, hvers vegna þetta væri svona hrífandi. Svör voru öll á eina lund: Hér er stórkostleg náttúra og engin sjoppa. Að sama skapi þótti fólki lítið til koma að koma í Landmannalaugar, þegar þar voru 28 rútur aðrar. Oft höfðu útlendingar orð á því, að búið væri að spilla miklu af óbyggðum Íslands. Á stundum spurði eg fólk, hvort það ætlaði að koma aftur til landsins. Margir svöruðu því játandi, en þá ætluðu þeir að ferðast á eigin farartækjum og leita uppi fáfarnari staði.

Það er ábyggilega stór hópur Íslendinga og útlendinga, sem kærir sig ekki um að mulið sé undir þá alls staðar þar sem þeir fara. Ferðaþjónustu-aðilar ætla sér hins vegar að græða sem mest. Eitt sinn var það keppikefli formanns Náttúruverndarráðs, að það yrði eitt kaupfélag í hverjum þjóðgarði, sbr. Skaftafell og Jökulsárgljúfur (Ásbyrgi). Gróðasjónarmiðin ráða oftast för.

ÁHB / 28.11. 2012

Sjá: Goðafoss

Goðafoss er vinsæll áningarstaður bæði innlendra og erlendra ferðamanna. Fæstir nálgast þó fossinn frá þessu sjónarhorni. Ljósm. ÁHB.

Goðafoss er vinsæll áningarstaður bæði innlendra og erlendra ferðamanna. Fæstir nálgast þó fossinn frá þessu sjónarhorni. Ljósm. ÁHB.

Leitarorð:

13 Responses to “Illvirki og gróðasýki”
  1. costco pharmacy cialis 10 mg

  2. Propecia Generique Pharmacie Acheter

  3. Neurontine says:

    viagra cialis celerity

Leave a Reply