Frumvarp til laga um náttúruvernd

Skrifað um January 30, 2013 · in Almennt · 17 Comments

… misjafnt úthlutar hún [::náttúran] mörgum jarðargróða, segir í Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson.

Undanfarið hefur höfundur þessa pistils verið að kynna sér frumvarp til laga um náttúruvernd, þingskjal 537 — 429. mál. Kannski gefst ráðrúm til þess að fjalla um einstök efnisatriði síðar.

 

Það sem einkum vekur athygli er klamburslegt orðfæri, þó að maður sé ýmsu vanur. Vart er hægt að trúa öðru en orða megi 8. grein betur, svo að dæmi sé tekið; hún hljóðar svo:

Vísindalegur grundvöllur ákvarðanatöku: Ákvarðanir stjórnvalda sem varða náttúruna skulu eins og kostur er byggja á vísindalegri þekkingu á verndarstöðu og stofnstærð tegunda, útbreiðslu og verndarstöðu vistgerða og vistkerfa og jarðfræði landsins. Þá skal og tekið mið af því hver áhrif ákvörðunarinnar muni verða á þessa þætti. Krafan um þekkingu skal vera í samræmi við eðli ákvörðunar og væntanleg áhrif hennar á náttúruna.

Á hinn bóginn er ætlun að lögfesta orð, sem mér er framandi með öllu, þó að það sé í sjálfu sér gagnsætt. Á einum stað segir: „Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um notkun tækja og verkfæra til tínslu jarðargróðurs …“. Síðan er tönnlazt á orðinu jarðargróður í skýringum, svo að ekki er um prentvillu að ræða.

Mér var ungum kennt, að það, sem af jörðu vex, héti jarðargróði.

Sá ég ei fyr svo fagran jarðar-gróða, segir Jónas Hallgrímsson á einum stað.

Undarlegt má það heita, að fólk, sem varla er sendibréfsfært, skuli fengið til þess að skrifa heila lagabálka.

ÁHB / 30.1.2013

 

Leitarorð:

17 Responses to “Frumvarp til laga um náttúruvernd”
 1. Aðalsteinn Sigurgeirsson says:

  Óvönduð tjáning (bögumælska) er að sönnu fyrir hendi í ríkum mæli í þessu torskilda en yfirgangssama lagafrumvarpi. Að mínu mati er innihaldið samt enn verra en vondar umbúðirnar.

  Hvað finnst þér, Ágúst, um þá “nýju, góðu veröld” sem boðuð er með frumvarpinu?

 2. Águst says:

  Sæll. – Þarna er mörg vitleysan. Sjá t.d. Tegund, undirtegund eða lægri flokkunareining, svo sem afbrigði, kyn eða stofn, þ.m.t. lífhlutar, kynfrumur, fræ, egg eða dreifingarform sem geta lifað af og fjölgað sér, sem menn hafa flutt vísvitandi eða óvitandi út fyrir sitt náttúrulega forna eða
  núverandi útbreiðslusvæði eftir árið 1750. – Þarna á að standa: Tegund, undirtegund og tilbrigði eða aðrar flokkunareiningar …. Þá er ártalið 1750 einkar illa valið m.a. með tilliti til grasafræðinnar. Öll þessi mál verða háð duttlungum örfárra manna með takmarkaða yfirsýn. Ekki gott.

 3. Aðalsteinn Sigurgeirsson says:

  Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi séð torfarnari og ógagnsærri leið að leyfisveitingu “kennivalds” en þá sem hér er boðuð, í samræmi við “Varúðarregluna” (“Allt orkar tvímælis þá gjört er, en ekkert orkar tvímælis þá ógjört er”) og “vandaða málsmeðferð”:
  “Um 57. gr.
  Í 4. mgr. er kveðið á um þau sjónarmið sem leggja skal til grundvallar við mat á leyfisumsókn. Í matinu þarf að vega saman mikilvægi náttúruminjanna sem í húfi eru og hagsmuni af fyrirhugaðri framkvæmd. Ætlast er til þess að við matið verði litið til verndarmarkmiða 2. gr. fyrir vistkerfi, vistgerðir og tegundir og 3. gr. fyrir jarðminjar og vatnasvæði. Auk verndarmarkmiðanna skal tekið mið af þeim atriðum sem tilgreind eru í ákvæðinu, þ.e. mikilvægi minjanna og sérstöðu í íslensku og alþjóðlegu samhengi.
  Gert er ráð fyrir að leyfisveitandi verði að rökstyðja sérstaklega ákvörðun um að veita leyfi ef hún fer í bága við álit umsagnaraðila, sbr. 5. mgr. Miðar þetta að því að tryggja vandaða málsmeðferð. Í rökstuðningi fyrir slíku leyfi væri eðlilegt að gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu, fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum og mögulegri endurheimt náttúruverðmæta þegar það á við. Í 5. mgr. er einnig mælt fyrir um heimild til að binda leyfi skilyrðum sem nauðsynleg þykja til að draga úr áhrifum framkvæmdarinnar á þau náttúrufyrirbæri sem verða fyrir röskun.
  Í 6. mgr. er mælt fyrir um að leyfisveitandi sendi Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun afrit af útgefnu leyfi. Miðar ákvæðið að því að tryggja yfirsýn þessara stofnana yfir heildarástand þeirra náttúrufyrirbæra sem njóta verndar greinarinnar. Nýmæli er ákvæðið í 7. mgr. um að Náttúrufræðistofnun Íslands haldi skrá yfir náttúrufyrirbæri skv. 1. og 2. mgr. nema birkiskóga en gert er ráð fyrir að Skógrækt ríkisins haldi skrá yfir þá. Nú þegar eru til hjá Náttúrufræðistofnun Íslands kortagrunnar yfir sum þessara náttúrufyrirbæra en slíkar kortaupplýsingar ættu að gagnast t.d. sveitarfélögum við gerð skipulagsáætlana og við afgreiðslu umsókna um framkvæmdaleyfi.”

 4. Qtwvaj says:

  provigil a controlled substance – buy provigil buy modafinil online

 5. Csmzci says:

  accutane europe – accutane cost in south africa accutane prices uk

 6. Xhikzb says:

  buy amoxicilin 500 mg mexico – generic amoxicillin at walmart’s website where to buy amoxicillin

 7. Lqhqcc says:

  vardenafil 10 pills – vardenafil purchase order cheap vardenafil

 8. Pqsvin says:

  ivermectin for human – ivermectin australia ivermectin 3mg tabs

 9. Viwhxi says:

  best canadian pharmacy no prescription – cialis pills 10mg cost for tadalafil

 10. Ltlivw says:

  ivermectin cost canada – ivermectin oral ivermectin purchase

 11. Rfhvcg says:

  lyrica from canadian pharmacy – fstphar.com canadian pharmacy cheap

 12. Kbnjcm says:

  cheapest generic cialis overnight shipping – discount pharmacy tadalafil 10 mg canadian pharmacy

 13. Fxjrdb says:

  buy ivermectin for humans uk – buy stromectol uk stromectol price usa

 14. Zueftd says:

  prednisone 5442 – prednisone drug prednisone prescription online

 15. Fzovbk says:

  provigil 100 mg – provgils.com buy provigil online

 16. Evxxfs says:

  side effects of azithromycin – azithromycin 250 mg can you buy zithromax over the counter in canada

 17. Efmblb says:

  furosemide price in usa – generic lasix 40 mg lasix 3170

Leave a Reply