Racomitrium Brid. – Gamburmosar

Skrifað um September 28, 2014 · in Mosar

Greiningarlykill að Racomitrium Brid. – gamburmosum.

 

1 Blöð greinilega vörtótt ……………………….. 2
1 Blöð án vartna, á stundum smátennt ……………… 7

2 Blöð án hárodds. Vörtur lágar og kringlóttar en þéttar. Þurr stilkur snúinn réttsælis, nema á R. fasciculare …… 3
2 Blöð með litlausan hárodd. Vörtur háar en ekki mjög þéttar. Þurr stilkur snúinn rangsælis ……………………. 4

3 Blöð snubbótt, bogadregin, jafnan tennt ………….. R. acicularis
3 Blaðendi mjór, langyddur en getur verið snubbóttur. Hliðargreinar margar ……… R. fasciculare

4 Greinar grágrænar. Hároddur niðurhleyptur, langur, gróftenntur og vörtóttur. Margar hliðargreinar ….. R. lanuginosum
4 Greinar gulgrænar. Hároddur ekki niðurhleyptur, ef svo þá er blaðoddur baksveigður ………. 5

5 Blöð greinilega kjöluð í framhluta og rennulaga. Rif óklofið, langt og greinilega afmarkað .. 6
5 Blöð lítið sem ekkert kjöluð í framhluta. Rif klofið fremst og nær ekki nema fram í hálft blað. Hároddur vörtóttur fram í enda ………………………… R. canescens

6 Hároddur framstæður og bugðóttur í þurrki, vörtulaus framan til, ógreinilega vörtóttur neðst. Jaðarfrumur ofan hornfrumna langar með þunna veggi ……………… R. ericoides
6 Hároddur baksveigður í þurrki, áberandi vörtóttur neðst og oft framan til einnig. Jaðarfrumur ofan hornfrumna stuttar (kringlóttar) með þykka veggi …… R. elongatum

7 Blöð án hárodds ……………………………. 8
7 Blöð með hárodd (leita vel í sýni) …………… 10

8 Blaðka tvö frumulög á þykkt framan til í blaði (þess vegna eru blöð stinn) ………. R. ellipticum
8 Blaðka eitt frumulag á þykkt, jaðar getur verið tvö frumulög, blöð ekki stinn ……. 9

9 Rif í breiðri, rennulaga lægð (4-8 frumuraðir um blaðmiðju). Breið blaðrönd útundin hátt upp eftir blaði. Innstu kvenhlífarblöð egglaga og snubbótt …………. R. obtusum
9 Rif útstætt en ekki í rennulaga lægð. Mjó blaðrönd útundin neðan til í blaði, á stundum aðeins öðru megin fram í blaðenda. Innstu kvenhlífarblöð ydd ………… R. sudeticum

10 Frumur í blaðgrunni með lítið eitt hnúðótta og þykka langveggi og mjög holótta. Rif mjótt, 2 eða 3 frumulög á þykkt um blaðmiðju ………………………………. R. microcarpon
10 Frumur í blaðgrunni með mjög hnúðótta langveggi en hvorki áberandi þykkir né holóttir. Rif breitt, 3 eða 4 frumulög á þykkt ………………………………………………… 11

11 Blaðrönd framan til 2 frumulög á þykkt og er 2-4 frumuraðir á breidd. Rif sterklegt (3 eða 4 frumulög á þykkt). Hároddur stuttur, oft gulleitur, baksveigður í þurrki ……………… R. macounii
11 Blaðrönd framan til 1 eða 2 frumulög á þykkt og er 1-2(-3) frumuraðir á breidd. Rif mest 3 frumulög á þykkt. Hároddur litlaus, aldrei baksveigður í þurrki ……………… 12

12 Rif í breiðri, rennulaga lægð (4-8 frumuraðir um blaðmiðju); rif slétt á neðra borði ……………. 13
12 Rif ekki eða í mjórri rennulaga lægð (2-4 frumuraðir á breidd); rif greinilega kúft á neðra borði. Blöð mjókka niður við grunn ….. R. sudeticum

13 Hároddur breiður neðst, 1 mm eða lengri á efstu blöðum. Blaðrönd eitt frumulag á þykkt. Gróhirzla löng og sívöl ….. R. heterostichum
13 Án hárodds eða hann er stuttur og stinnur. Gróhirzla stutt og breið ….. R. obtusum

 

Racomitrium Brid.
aciculare (Hedw.) Brid. — Lækjagambri
canescens (Timm ex Hedw.) Brid. — Hærugambri
ellipticum (Turner) Bruch & Schimp. — Klettagambri
elongatum Ehrh. ex Frisvoll — Fjaðurgambri
ericoides (F. Weber ex Brid.) Brid. — Melagambri

racomitrium_ericoides

Racomitrium ericoides. Ein algengasta mosategund hér á landi. Flæðar, Kelduhverfi, 8. september 2014. Ljósm. ÁHB.

Racomitrium ericoides. Getur vaxið við mjög ólíkar aðstæður og eilítið breytilegur í útliti. Ljósm. ÁHB.

Racomitrium ericoides. Getur vaxið við mjög ólíkar aðstæður og eilítið breytilegur í útliti. Ljósm. ÁHB.

Racomitrium ericoides. Er mjög oft með gróhirzlur. Ljósm. ÁHB.

Racomitrium ericoides. Er mjög oft með gróhirzlur. Ljósm. ÁHB.


fasciculare (Schrad. ex Hedw.) Brid. — Snoðgambri

 

Racomitrium fasciculare. Er algengastur á steinum og klettum, en vex einnig á melum og í snjódældum. Ljósm. ÁHB.

Racomitrium fasciculare. Er algengastur á steinum og klettum, en vex einnig á melum og í snjódældum. Ljósm. ÁHB.

 

heterostichum (Hedw.) Brid. — Silfurgambri
lanuginosum (Hedw.) Brid. — Hraungambri
macounii Kindb. — Dalagambri
microcarpon (Hedw.) Brid. — Fjallagambri
obtusum (Brid.) Brid. — Veggjagambri
sudeticum (Funck) Bruch & Schimp. — Urðagambri

Helztu heimildir:
A.J.E. Smith, 2004: The Moss Flora of Britain and Ireland. Cambridge University Press
Ágúst H. Bjarnason, 2010: Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt tegundaskrá. Fjölrit Vistfræðistofu n:r 40. Reykjavík.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 24. janúar 1993
Tomas Hallingbäck et al.: Bladmossor: Kompaktmossor-kapmossor. ArtDatabanken, Sveriges lantbruksuniversitet. Uppsala 2006.
Tomas Hallingbäck, Ingmar Holmåsen, 2008: Mossor. En fälthandbok. Interpublishing. Stockholm.

ÁHB / 28. september 2014

 

P.s. Höfundur hlaut styrk frá Hagþenki 2014 til ritstarfa.

 

Leitarorð:


Leave a Reply