Þallarætt – Pinaceae

Skrifað um February 18, 2013 · in Flóra · 5 Comments

Karlkynhirzlur á stafafuru. Ljósm. ÁHB.

Karlkynhirzlur á stafafuru. Ljósm. ÁHB.

Æðafræplöntur má kalla einu nafni þær, sem fjölga sér með fræi og hafa leiðsluvefi (viðarvef og sáldvef). Til þessa hóps teljast gnetuviðir, musterisviðir, köngulpálmar, blómplöntur og barrviðir. Af barrviðum má nefna þrjár ættir, sem greina má að á eftirfarandi hátt:
Lykill að ættum barrviða:
1 Kvenkynhirzlur einstakar. Fræ umlukt rauðum hjúpi … Taxaceae (ýviðarætt)
1 Kvenkynhirzlur margar saman í axlíkum skipunum. Fræ án rauðs hjúps ….2
2 Barrnálar gagnstæðar eða kransstæðar ………………… Cupressaceae (sýprisætt)
2 Barrnálar stakstæðar eða í knippum á dvergsprotum ….. Pinaceae (þallarætt)

Til þallarættar (furuættar) teljast sígræn tré með aðskilin karl- og kvenkynhirzlur á sama einstaklingi, gefa frá sér viðarkvoðu (resín) og anga af henni. Frá þessu eru að vísu nokkrar undantekningar. Fáeinar tegundir mynda runna og innan tveggja ættkvísla (Larix og Pseudolarix) eru haustfellin blöð. Börkur er mjúkur eða harður og oft settur rákum. Hliðargreinar eru vel þroskaðar og svipaðar stofngreinum eða auðgreindir dvergsprotar eins og á furu- og lerkitrjám; sprotar sívalir, á stundum klæddir hreisturkenndum blöðum, brum áberandi. Blöðin eða barrnálarnar (barrið) eru stök eða í knippum á dvergsprotum, stakstæð og snigilskipuð, striklaga til nállaga, stilklaus eða með stuttum stilk.
Karlkönglar þroskast nær árlega, einstæðir eða í klösum í blaðöxlum; þeir eru egglaga til sporöskjulaga eða sívalir; 0,5-6 cm á lengd, og visna fljótt eftir þroska frjókorna. Neðan á hverju smágróblaði sitja tvær smágróhirzlur, þar sem frjókorn myndast, með eða án vængja; dreifast með vindi. Kvenkönglar eru stórir og trékenndir, 2-60 cm á lengd, þroskast á einu til þremur árum, einstakir eða í knippum. Þegar aðeins stendur köngull, er átt við kvenköngul. Um gerð köngla má lesa hér. Á sumum tegundum geta kvenkönglar hangið óopnaðir á trjám í allmörg ár eða þangað til þeir verða fyrir ytra áreiti (t.d. eldi). Á hverju fræblaði eru tvö vængjuð fræ. Fræ dreifast aðallega með vindi; stöku sinnum með fuglum (einkum ef hvert fræ vegur meira en 100 mg). Kímblöð 2-34.

Um 11 ættkvíslir teljast til þallarættar (Pinaceae) með rúmlega 200 tegundum. Engin íslenzk tegund er af þessari ætt, en allmargar eru ræktaðar hér. Fyrir því er þeirra getið hér. Reyndar má telja, að nokkrar þeirra hafi þegar öðlazt þegnrétt í íslenzku flórunni.
Eitt sinn rúmaði þallarætt allar barrviðartegundirnar. Nú heyra henni til aðeins þær tegundir, sem eru taldar af sömu rót og bera þess glögg merki í gerð könguls. Ættinni er oft skipt í eftirfarandi undirættir og ættkvíslir:
Pinoideae: Pinus (furur).
Piceoideae: Picea (greni).
Laricoideae: Larix (lerki), Cathaya (sínaviðir) og Pseudotsuga (döglingsviðir).
Abietoideae: Abies (þinir), Cedrus (sedrusviðir), Keteleeria (ketuviðir), Nothotsuga (blendingsþallir), Pseudolarix (ljómalerki) og Tsuga (þallir).

Í eftirfarandi lykli eru aðeins teknar með ættkvíslir þeirra tegunda, sem geta vaxið í náttúrunni á Íslandi. Vissulega geta fleiri tegundir vaxið í görðum og garðskýlum.

Lykill að ættkvíslum:
1. Tvenns konar sprotar, langsprotar og dvergsprotar. Blöð (barr) tvö eða fleiri í knippum á dvergsprotum ………………………………………………………………. 2
1. Aðeins langsprotar. Blöð (barr) stök, ekki í knippum …………………………. 3
2. 2-5 sígrænar barrnálar saman á dvergsprotum ………………….. furur(Pinus)
2. 10 eða fleiri sumargrænar barrnálar saman á dvergsprotum, vaxa líka á langsprotum ………………………………………………………………….. lerki(Larix)
3. Festiflötur barrnálar á sprota ílangur ……………………………………………….. 4
3. Festiflötur barrnálar á sprota kringlóttur eða næstum því …………………… 5
4. Barr stilklaust, ferkantað eða tigullaga, sjaldan flatt ………….. greni(Picea)
4. Barr með stuttan stilk, flatt ……………………………………………… þallir(Tsuga)
5. Festiflötur barrnálar á sprota kringlóttur. Könglar uppréttir … þinir(Abies)
5. Festiflötur barrnálar á sprota sporöskjulaga. Könglar hanga ………………… …………………………………………………………………………..döglir(Pseudotsuga)
Um einstakar tegundir ættkvísla verður fjallað síðar.

Hér má sjá myndir af fulltrúum hverrar ættkvíslar:

Abies
Larix
Picea
Pinus
Pseudotsuga
Tsuga

ÁHB / 18.2.2013

 

 

Leitarorð:

5 Responses to “Þallarætt – Pinaceae”
 1. MiaJab says:

  [url=https://wheretobuycialisonline.com/]buy tadalafil online no prescription[/url]

 2. suan �ildiriyorum g�rd�k�e ????

 3. MiaJab says:

  [url=https://buysildenafilotc.com/]sildenafil tablets online in india[/url]

 4. Lasix says:

  Best Pharmacy In Canada

 5. JasonJab says:

  [url=http://antibioticsbuyonline.com/]buy cefixime no prescription[/url] [url=http://buytadalafiltb.com/]tadalafil cipla[/url] [url=http://buycialiswithnorx.com/]buy tadalafil 100mg[/url] [url=http://tadalafilvmed.com/]cheapest tadalafil no prescription[/url] [url=http://buytadalafilgenericpills.com/]tadalafil cost[/url] [url=http://genericviagrabuying.com/]purchase generic viagra online[/url] [url=http://ebuyivermectin.com/]price of ivermectin liquid[/url] [url=http://viagraemd.com/]viagra 100mg online buy india[/url] [url=http://tadalafilgenericpill.com/]online generic tadalafil[/url] [url=http://buytadalafilnow.com/]tadalafil 10 mg[/url]

Leave a Reply