Skilaboð frá ::Vistfræðistofunni::

Skrifað um May 10, 2013 · in Almennt

Skilaboð

:: Vistfræðistofan ::
Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur, fil. dr.
Laugateigi 39 • 105 Reykjavík
Tölvupóstur agusthbj@gmail.com
Símar 553 6306 og 662 1199

Reykjavík, í maí 2013
Nú fer sumarið í hönd og það er sá tími, sem grasafræðingar reyna að nýta sem bezt, enda ekki ýkja langt. Eg vil vinsamlega vekja athygli á, að Vistfræðistofan tekur að sér margvísleg verkefni á sviði náttúrufræða, einkum grasafræði og vistfræði, en getur jafnframt útvegað sérfræðinga í mörgum öðrum fræðigreinum.

Unnt er að veita ráð um ræktun, fornar grasanytjar, sveppa-sýkingar í mannvirkjum, umhverfismat og nýtingu landssvæða. Að auki hef eg tekið að mér yfirlestur ritgerða og greina, fyrir utan fjölbreytt önnur viðfangsefni eins og skipulagningu ferðahópa, plöntugreiningar, leiðarlýsingar, fyrirlestra um náttúru landsins og lækningaplöntur, þýðingar úr sænsku og ensku, aukakennslu í líffræði og lífefnafræði, svo að nokkur dæmi séu nefnd.

Leitast er við að sinna öllum verkefnum á faglegan og vandaðan hátt við sanngjörnu verði.Leave a Reply