Cinclidiaceae – depilmosaætt

Skrifað um December 1, 2013 · in Mosar · 13 Comments

Rhizomnium magnifolium.

Rhizomnium magnifolium.

Cinclidiaceae – depilmosaætt

Í eina tíð töldust tegundir þessarar ættar til Mniaceae. Nú hafa þær verið klofnar frá í sérstaka ætt. Um ættina Mniaceae s.l. (í víðri merkingu) er fjallað hér og þar er að finna greiningarlykil að öllum ættkvíslum, sem áður töldust til ættarinnar.

Hér á landi teljast þrjár ættkvíslir til ættarinnar. Þetta eru meðalstórir til stórir mosar, uppréttir og ógreindir. Rök blöð eru útstæð, ktinglótt til breið-egglaga. Jaðar áberandi, en blöð ótennt. Blaðfrumur eru fremur stórar, sexhyrndar og liggja oft í skáröðum.
Til ættarinnar teljast þrjár eftirfarandi ættkvíslir: Cyrtomnium, Cinclidium og Rhizomnium.

Lykill að ættkvíslum:

1 Blöð styttri en 2,5 mm, bláleit (á stundum öll svartleit), oft í einu plani ….. Cyrtomnium
1 Blöð lengri en 2,5 mm, aldrei bláleit ……………………….. 2

2 Frumur mjórri en 30 µm (stöku frumur 35 µm). Plöntur oftast rauðbrúnar. Blöð ydd eða blaðoddur úr stuttum frumum. Innri tennur samvaxnar og mynda hvolfþak yfir gróhirzluop ………. Cinclidium
2 Frumur breiðari en 30 µm. Plöntur grænar, brúnar eða rauðleitar. Blöð snubbótt eða blaðoddur úr löngum frumum. Innri tennur ekki samvaxnar …… Rhizomnium

 

Cinclidium Sw. – depilmosar

Tvær tegundir vaxa hér á landi, en alls teljast fjórar tegundir til kvíslarinnar. Plöntur eru oft rauðbrúnar og vaxa í lausum þúfum; þær geta orðið allt að 10 cm á hæð. Stöngull er oftast dökkur og rauðleitur og ná rætlingar oft hátt upp, þeir sitja í tveimur röðum og er það gott einkenni. Blöð eru heilrend, öfugegglaga til kringlótt med sterklegt, dökkrautt eða brúnt rif, sem nær fram í blaðenda eða gengur fram úr blaði. Jaðar er rauðbrúnn, ótenntur. Frumur eru stórar, aflangt eða hringlaga sexhyrndar eða ferhyrndar með þunna og slétta veggi.

Gróhirzla er breið-egglaga og drúpandi. Innri opkrans myndar hvolflaga himnu, sem lokar gróhirzluopi. Ytri tennur stuttar og snubbóttar.

Lykill að tegundum:

1 Blöð með snubbóttan odd úr stuttum frumum. Rif leysist upp rétt neðan við blaðodd. Jaðar tvö frumulög á þykkt ……. C. subrotundum
1 Blöð með yddan brodd úr löngum frumum. Rif gengur fram í odd. Jaðar eitt frumulag á þykkt …………… C. stygium

 

Cinclidium subrotundum Lindb. — fenjadepill

Plöntur 3-5 cm á hæð, gulgrænar, rauðbrúnar eða vínrauðar efst en svartar neðst; vaxa í lausum þúfum. Stöngull dökk-rauðleitur eða svartur og þaktur brúnum, vörtóttum rætlingum, sem oft eru í tveimur röðum. Blöð eru öfugegglaga eða næstum kringlótt með breiðan, snubbóttan odd. Blöð ekki niðurhleypt. Blaðrönd flöt, jöðruð 3 eða 4 frumuröðum af löngum, mjóum og þykkveggja frumum; jaðar rauðbrúnn eða dökkrauður (svartur á gömlum blöðum), tvö frumulög á þykkt. Rif nær fram í blaðenda, rauðbrúnt eða svart.

Cinclidium tegundir. Á stöngli eru rætlingar í tveimur röðum. Ljósm. ÁHB.

Cinclidium tegundir. Á stöngli eru rætlingar í tveimur röðum. Ljósm. ÁHB.

Blaðfrumur ferhyrndar eða aflangt sexhyrndar, 15-30(-35) µm á breidd, með þykka og holótta veggi.

Plöntur tvíkynja og mjög oft með gróhirzlur. Stilkur er rauðbrúnn, 2-6 cm á lengd, kengboginn efst, svo að baukur snýr niður. Baukur er stuttur, egglaga eða kúlulaga, gulbrúnn eða rauðgulur. Gró 25-45 µm að þvermáli, fínvörtótt og ljósgul.
Vex í votlendi og við tjarnir, einkum um landið norð-vestanvert.

Mynd

 

Cinclidium stygium Sw. — keldudepill

Plöntur 3-10 cm á hæð, grænar til rauðbrúnar, svartleitar neðst, og vaxa í lausum þúfum. Stöngull dökk-rauðleitur eða svartur og þaktur brúnum, vörtóttum rætlingum, sem oft eru í tveimur röðum. Blöð eru öfugegglaga eða næstum kringlótt með langan og hvassan odd. Blöð ekki niðurhleypt. Blaðrönd flöt, jöðruð 2 til 4 frumuröðum af löngum, mjóum og mjög þykkveggja frumum; jaðar rauðbrúnn eða dökkrauður (svartur á gömlum blöðum), eitt frumulag á þykkt. Rif nær fram í blaðenda eða enda rétt neðan við blaðodd.

Cinclidium stygium. Blað. Ljósm. ÁHB.

Cinclidium stygium. Blað. Ljósm. ÁHB.

Blaðfrumur aflangt sexhyrndar, 15-30(-35) µm á breidd, með þykka og holótta veggi.

Cinclidium stygium. Blað gengur fram í odd. Ljósm. ÁHB.

Cinclidium stygium. Blað gengur fram í odd. Ljósm. ÁHB.

Plöntur tvíkynja og mjög oft með gróhirzlur. Stilkur er rauðgulur, gulur eða rauðbrúnn, 3-5 cm á lengd, oft bugðóttur, kengboginn efst, svo að baukur snýr niður. Baukur er egglaga eða aflangur, gulbrúnn eða brúngrá. Gró 25-35 µm að þvermáli, fínvörtótt og ljósgul.
Vex í hvers konar votlendi. Algeng tegund nema á Suðurlandi.

Mynd 1
Mynd 2

Rhizomnium (Broth.) T. J. Kop. – faldmosar

Hér á landi vaxa fjórar tegundir af þessari ættkvísl. Þær mynda allt að 10 cm háar, lausar, dökkgrænar til brúnar þúfur, en oft slær rauðum lit á hluta af stöngli. Blöð eru öfugegglaga til næstum kringlótt. Blaðendi er bogadreginn og án eiginlegs odds, en þó getur verið eins og ásettur broddur sé á einni tegund. Á flestum öðrum eru blöð bogadregin en geta verið oddnumin. Blaðgrunnur er lítið eitt niðurhleyptur. Blöð eru heilrend, ótennt og flöt en jöðruð af mjóum og þykkveggja frumum í 1-4 röðum; jaðar getur verið nokkur frumulög á þykkt, rauð- eða brúnlitur. Rif er sterklegt og nær frasm í blaðenda eða endar þar fyrir neðan.
Tegundir eru einkynja og sjaldan með gróhirzlur, nema R. pseudopunctatum, sem er tvíkynja og því hinn eini, sem jafnan ber gróhirzlur. Á flestum tegundum eru gróhirzlur aflangar með gulleitar ytri kranstennur en á R. pseudopunctatum er gróhirzla nærri kúlulaga og ytri kranstennur dökkbrúnar.
Á þessum mosum eru tvær gerðir af rætlingum. Annars vegar eru grófir og greinóttir rætlingar, sem mætti kalla axlar-rætlingar (macronemata). Þeir vaxa eingöngu í blaðöxlum og við greinasprota. Hins vegar eru stöngul-rætlingar (micronemata), mun styttri, þynnri og ekki jafn greinóttir og hin gerðin. Þeir eru á stöngli hér og þar, aðallega ofarlega á milli blaða. Á ungum eintökum og þeim, sem vaxa á þurrum stað, þroskast þessir rætlingar ekki. Tvær tegundir, R. punctatum og R. andrewsianum, sem aðeins hefur fundizt á einum stað, hafa aðeins axlar-rætlinga, en aðrar tegundir hafa báðar gerðir.

Lykill að tegundum:

1 Blöð með eins og ásettri smátotu í endann, nærri kringlótt eða lítið eitt aflöng; svartleitir rætlingar í blaðöxlum sérlega áberandi (en koma þó fyrir hjá öllum) …………………… R. punctatum
1 Blöð án totu ……………………… 2

2 Rætlingar aðeins í blaðöxlum. Blöð álíka breið og löng (2—3 mm) eða breiðari ……… R. andrewsianum
2 Rætlingar bæði í blaðöxlum og á stöngli. Flest blöð lengri en breiddin ……… 3

3 Stórvaxin tegund. Blöð oft lengri en (6-)7mm. Rif nær fram í blaðenda ………… R. magnifolium
3 Blöð jafnan styttri en 7 mm. Rif nær ekki fram í blaðenda. Oft með gróhirzlur …. R. pseudopunctatum

 

Rhizomnium punctatum (Hedw.) T. J. Kop. — bakkafaldur
Plöntur eru 2-8 cm á hæð, jafnan dökkgrænar en geta verið ljósgrænar, jafnvel rauðbrúnar. Stöngull rauðleitur, engin rætlingaló á milli blaða, en oft ríkuleg í blaðöxlum og neðst á stöngli. Blöð öfugegglaga til nærri kringlótt með odd á enda. Blöð flöt, heilrend, með greinilegan jaðar af 2 til 4 frumuröðum af mjóum, rauðbrúnum og þykkveggja frumum, 2 til 4 frumulög á þykkt, nema fremst í blaði er jaðar eitt frumulaga á þykkt. Rif, rauðbrúnt, nær fram að blaðjaðri en jafnan aðskilið.

Rhizomnium punctatum. Blað gengur fram í odd. Ljósm. ÁHB.

Rhizomnium punctatum. Blað gengur fram í odd. Ljósm. ÁHB.

Frumur aflangt sexhyrndar í skáröðum og 30-50 µm á breidd í blaðmiðju.

Rhizomnium punctatum. Í blaðöxlum er rætlingabrúskur áberandi. Ljósm. ÁHB.

Rhizomnium punctatum. Í blaðöxlum er rætlingabrúskur áberandi. Ljósm. ÁHB.

Plöntur eru einkynja og sjaldan með gróhirzlur. Baukur er egglaga til aflangur og stendur láréttur út frá stilk. Stilkur 2-4 cm á lengd, rauðgulur. Gró eru grænleit, fínvörtótt, grænlet til gulbrún, 30-50 µm að þvermáli.
Vex víða, þar sem einhvern raka er að finna, í rökum skútum, klettum, gljúfrum, á lækjarbökkum og í öðru votlendi.
Mynd

Rhizomnium andrewsianum (Steere) T. J. Kop. — fjallafaldur
Plöntur uppréttar, 1-2 cm á hæð, grænar til rauðbrúnar; vaxa í lausum þúfum. Stöngull er rauður efst en dökkrauður neðst, jafnvel svartur. Í blaðöxlum eru miklir rætlingabrúskar og neðst á stöngli; engin rætlingaló á milli blaða. Blöð eru þunn, örlítið kúpt, gagnsæ, ljósgræn eða rauðleit, nær alveg kringlótt, bogadregin, 2-3 mm; geta verið meiri á breidd en lengd. Jaðar úr einu frumulagi (sjaldan 2) og 1 eða 2 frumuröðum, brúnn eða rauður. Rif rauðbrúnt og endar rétt fyrir ofan mitt blað.
Frumur aflangt sexhyrndar, oft misstórar, 30-45 µm á breidd; frumur við jaðar mjórri.
Plöntur einkynja, hefur ekki fundizt með gróhirzlur hér á landi.
Aðeins fundin á einum stað á norðvestanverðu landinu; óx við læk í snjódæld.
Mynd

Rhizomnium magnifolium (Horik.) T. J. Kop. — lindafaldur
Plöntur 5-12 cm á hæð, grænar að ofan en brúnar til svartleitar neðst, vaxa í lausum þúfum. Stöngull með rætlinga neðst og í blaðöxlum, en einnig á milli blaða. Blöð öfugegglaga til aflöng eða nærri kringlótt. Mjó ræma niðurhleypt. Blaðendi bogadreginn, jafnvel oddnuminn (það er með viki) eða með vísi að sljóum oddi. Blöð heilrend, jöðruð; í neðri hluta blaðs er jaðar 3 eða 4 frumuraðir á breidd og 2 eða 3 frumulög á þykkt, en 2 eða 3 frumuraðir á breidd í efri hluta og eitt frumulag á þykkt. Rif er sterklegt og nær fram í blaðenda eða endar rétt neðan við.

Rhizomnium magnifolium. Blaðendi. Ljósm. ÁHB.

Rhizomnium magnifolium. Blaðendi. Ljósm. ÁHB.

 

Frumur eru aflangt sexhyrndar, 40-60 µm á breidd, í reglulegum skáröðum út frá rifi.
Plöntur einkynja og sjaldan með gróhirzlur. Stilkur er 1-3 cm á lengd, rauððgult. Baukur stendur nærri lárétt út frá stilk, gulbrúnn, aflangur. Gró grænleit eða brúnleit, 30–40 µm að þvermáli, fínvörtótt.
Vex í hvers konar votlendi og myndar breiður, einkum þar sem nokkur hreyfing er á vatni.

 

Rhizomnium pseudopunctatum (Bruch & Schimp.) T. J. Kop. — heiðafaldur
Plöntur 1-7 cm á hæð, dökkgrænar til brúnar, á stundum rauðleitar; vaxa í þúfum og oft þéttar saman vegna rætlinga. Stöngull dökk-rauðbrúnn, rætlingar þéttir og hylja stöngul; fíngerðir rætlingar á milli blaða. Efstu sprotar þó oft án rætlinga.Blöð öfugegglaga eða nærri kringlótt. Blaðendi bogadreginn eða oddnuminn. Örmjó ræma niðurhleypt. Blöð jöðruð af 2 til 4 frumuröðum, sem er eitt frumulag á þykkt fremst en 2 (sjaldan 3) frumulög neðst í blaði. Rif er sterklegt og endar talsvert fyrir neðan blaðenda, getur verið klofið í endann.

Rhizomnium pseudopunctatum. Blaðendi. Ljósm. ÁHB.

Rhizomnium pseudopunctatum. Blaðendi; rif klofið. Ljósm. ÁHB.

Frumur eru aflangt sexhyrndar í skáröðum út frá rifi, 25-50 µm á breidd.
Plöntur eru tvíkynja og oft með gróhirzlur. Egg- og frjóhirzlur í sama knappi á stöngulenda. Stilkur 1,5-3 cm á lengd, rauðleitur. Baukur egglaga eða nærri kúlulaga, álútur. Gró eru 30-40 µm að þvermáli, fínvörtótt.
Vex í hvers konar votlendi, algeng tegund nema á Suðurlandi.

Mynd

 

Cyrtomnium K.A.Holmen – glærumosar

Til þessarar ættkvíslar teljast aðeins tvær tegundir og vex önnur þeirra hér á landi. Þetta eru uppréttar, fremur smáar plöntur, bláleitar eða gulgrænar efst en svarleitar neðst. Blöð eru egglaga með sterklegt rif sem endar neðan við blaðenda, sem er stuttur, snubbóttur oddur. Blaðjaðar er sléttur, ótenntur en með greinilegum jaðri af gljáandi, þykkveggja frumum í 2 eða 3 röðum en aðeins eitt frumulag á þykkt. Frumur í blaði eru sexhyrndar eða ferningslaga.
Tegundin er einkynja og hefur ekki fundizt með gróhirzlur hérlendis.

Cyrtomnium hymenophylloides (Hübener) T. J. Kop. — blámaglæra (glærumosi)
Plöntur 1-5 cm háar, ljósgrænar til blágrænar, sem vaxa strjált eða í fremur lausum þúfum. Sprotar eru fremur flatir. Rætlingar neðst á stöngli, þéttvörtóttir og brúnir. Blöð egglaga með mjög stuttan, snubbóttan odd; blaðgrunnur mjór, sjaldnast niðurhleyptur. Blaðrönd flöt og jaðar greinilegur, gerður úr 2 til 4 frumuröðum af mjóum, þykkveggja frumum; eitt frumulag á þykkt. Rif er sterklegt og endar rétt neðan við blaðodd.
Frumur eru ferningslaga til sexhyrndar, 25-40 µm á breidd.
Plöntur einkynja og hafa ekki fundizt með gróhirzlur hérlendis.
Hefur fundizt einu sinni á Austurlandi í rökum klettum.

Mynd

 

Helztu heimildir:

Tomas Hallingbäck et al.: Bladmossor: Kompaktmossor-kapmossor. ArtDatabanken, Sveriges lantbruksuniversitet. Uppsala 2008
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 26. Janúar 1995
Elsa Nyholm, 1993: Illustrated Flora of Nordic Mosses. Fasc. 3. Copenhagen and Lund.
A.J.E. Smith, 2004: The Moss Flora of Britain and Ireland. Cambridge University Press
Ágúst H. Bjarnason, 2010: Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt tegundaskrá. Fjölrit Vistfræðistofu n:r 40. Reykjavík

Smásjármyndir eru teknar beint í gegn um linsu á smásjá með Canon PowerShot S90.

ÁHB / 1. des. 2013

Leitarorð:

13 Responses to “Cinclidiaceae – depilmosaætt”
 1. Fxydsg says:

  order modafinil – modafinil reddit provigil a stimulant

 2. Hhzgxk says:

  accutane online cheap – how much is accutane accutane south africa

 3. Jjffxu says:

  generic name for amoxil – amoxicillin without a doctor’s prescription buy amoxil online

 4. Khvzoj says:

  buy cialis and vardenafil onlinevardenafil coupon – vardenafil orodispersible online vardenafil

 5. Ihtgfz says:

  tadalafil in canada – cialis 20mg price generic cialis cheap canada

 6. Xssjwa says:

  can you buy stromectol over the counter – price of ivermectin tablets

 7. Jpvlqc says:

  buy generic accutane – accutane in mexico isotretinoin 10mg

 8. Sqwoir says:

  lyrica without a prescription – lyrica canada cost vipps canadian pharmacy

 9. Deukoi says:

  where to buy cialis online no prescription – 5mg cialis canadian pharmacy buy cialis online prescription

 10. Lzkrjz says:

  prednisone brand name us – prednisone 20mg tablets prednisone online with no prescription

 11. Gerlqt says:

  modafinil 100mg – provigil settlement provigil 200mg

 12. Ovdyou says:

  generic azithromycin 500mg – azithromycin 250mg pills buy zithromax 500mg online

 13. Luijxn says:

  furosemide 160 mg – buy lasix over the counter lasix pills

Leave a Reply