Greiningarlykill að ættkvíslum grasa

Skrifað um March 20, 2013 · in Flóra · 8 Comments

 

Myndin sýnir smáax á ilmreyr. a: axagnir; b: blómagnir, fræflar og fræni, axagnir hafa verið fjarlægðar. Teikn. ÁHB.

Myndin sýnir smáax á ilmreyr. a: axagnir; b: blómagnir, fræflar og fræni, axagnir hafa verið fjarlægðar. Teikn. ÁHB.


KULDAKASTIÐ síðustu viku hefur haldið aftur af plöntunum, sem voru í þann mund að komast af stað í hlýindum í apríl-mánuði. (Skrifað í maí 2013.) Rétt örlar á krónublöðum vetrarblómsins, bæði suður við Kleifarvatn og í Úlfarsfelli, og hafa þau ekkert breytzt síðast liðnar vikur. Vetrarblómið þarf vart nema 2 eða 3 daga hlýja til þess að blómin spretti fram. Þegar þau eru komin, líður vart nema rúm vika þar til krækilyng blómgast.
Fjölær grös eru gædd þeirri náttúru að hefja vöxt um leið og kuldinn linar tökin. Vaxtarbrumin liggja í sverðinum tilbúin til þess að taka við sér, eins og sést greinilega, ef menn klóra í svörðinn. Þó mun líða nokkur tími þangað til að þau taka að skríða.
En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Eg tók mig því til og reyndi að fínpússa greiningarlykil að ættkvíslum íslenzkra grasa, sem lengi hefur legið í tölvunni og lent í útideyfu. Lykillinn leiðir aðeins til ættkvísla, nema þegar aðeins ein tegund er innnan kvíslar. Eftir er að semja lykil að tegundum, þegar fleiri en ein tegund kemur til greina, svo og lýsingar á hverri tegund. Óvíst er, hvenær það verður tilbúið.
Greining byggist að miklu leyti á gerð blómsins. Um grasa-blóm er fjallað hér. Til upprifjunar er hér mynd, sem sýnir alla helztu hluta blómsins.

 

Myndin sýnir a: smáax og helztu hluta þess, b: þrjú blóm, c: neðri axögn, d: efri axögn, e: neðri blómögn, f: efri blómögn, g: blómhluta: frævu með 2 fræni, 3 fræfla og tvær næragnir, g: næragnir, h: korn. Teikn. ÁHB

Myndin sýnir a: smáax og helztu hluta þess, b: þrjú blóm, c: neðri axögn, d: efri axögn, e: neðri blómögn, f: efri blómögn, g: blómhluta: frævu með 2 fræni, 3 fræfla og tvær næragnir, h: næragnir, i: korn. Teikn. ÁHB

Þá minni eg á, að í bók minni Íslensk flóra með litmyndum (Rvík 1983 og 1994) er mjög einfaldur lykill að algengustu grastegundunum.

 

 

Lykill að ættkvíslum:

Aðallykill

1 Puntur blaðgróinn ……………………………………………………………………. Lykill A
1 Puntur ekki blaðgróinn, fjölgar sér með fræi ………………………………………. 2
2 Smáöxin ekki öll eins; eitt tvíkynja og 2-6 karlkynja (eða geld) umhverfis (mjög sjaldgæfir slæðingar) ……….. ……………………………………………………………………………. 3
2 Smáöx öll eins eða mjög lík hvert öðru …………………………………………….. 4
3 Tvíkynja smáaxið situr eftir, þegar hin eru fallin af; axpuntur……………………….. . ……………………………………………………………………………. kambgras (Cynosurus cristatus)
3 Smáöxin falla af samtímis; puntur eða axpuntur ……………………………………….. ……………………………………………………………………… strandreyr (Phalaris og Phalaroides)
4 Smáöx legglaus og sitja oftast í einu samsettu axi eða fáum (mjög sjaldgæfur slæðingur) ………. ……………………………………………………………………………………………. 5
4 Smáöx leggjuð, á stundum mjög stuttleggjuð …………………………………… 6
5 Eitt samax, getur verið með hliðargrein með einu smáaxi ……………. Lykill B
5 2-5 samöx, einær slæðingur, sjaldgæfur í gróðurhúsum …………………………………………………………………………….. fingurax (Digitaria ischaemum)
6 Smáöx einblóma ……………………………………………………………………… Lykill C
6 Smáöx með tvö eða fleiri blóm (sum kannski geld) …………………………… 7
7 Slíðurhimna ummynduð í hárkrans (mjög sjaldgæfar tegundir) …………. 8
7 Slíðurhimna er ekki leyst upp í hárkrans …………………………………………… 9
8 Blóm umkringd silkihárum; stórvaxinn, sjaldgæfur slæðingur ………………. ………………………………………………………………………………… þakreyr (Phragmites australis)
8 Blóm án hára; mjög sjaldgæf tegund …… knjápuntur (Danthonia decumbens)
9 Neðsta/neðra blómið í smáaxi karlblóm eða gelt ………………………………. 10
9 Neðsta blómið í smáaxi tvíkynja (greinilega margblóma smáax) ………….. 13
10 Smáax 2-blóma, neðra blómið karlblóm eða gelt, efra blómið kvenblóm eða tvíkynja; mjög sjaldgæf tegund …………. ……… ……. ginhafri (Arrhenatherum elatius)
10 Smáax 3-blóma með tvö karlblóm eða ófrjó blóm og miðblómið tvíkynja ….. 11
11 Puntur opinn og gisinn, mógljáandi; neðstu blóm karlblóm ………………………….. … …………………………………………………………………………………….reyrgresi (Hierochloë odorata)
11 Puntur aflangur, gulgljáandi eða fjólubláleitur; neðstu blóm ófrjó ………. 12
12 Agnir títulausar, sjaldgæfir slæðingar ….. strandreyr (Phalaris og Phalaroides)
12 Agnir með títu; mjög algeng tegund um land allt ……… ilmreyr (Anthoxanthum odoratum)
13 Smáax hjartalaga, hangandi; með kúptar, snubbóttar agnir; mjög sjaldgæf tegund ……………. ……………………………………………………………………….. hjartapuntur (Briza media)
13 Smáax og agnir öðru vísi ………………………………………………………………………. 14
14 Agnir með títu sem skagar minnst 2 mm fram úr smáaxinu …………. Lykill D
14 Agnir án títu eða með títu sem nær ekki 2 mm fram úr smáaxinu ……… Lykill E

Lykill A
Grös með blaðgróin blóm.
1 Blöð nærri þráðlaga, að minnsta kosti hin neðstu ………….. vinglar (Festuca)
1 Blöð flöt ………………………………………………………………………… 2
2 Agnir með títu ……………………………………………………… puntir (Deschampsia)
2 Agnir án títu ……………………………………………………… sveifgrös (Poa)

Lykill B
Grös með smáöx í einu axi.

1 Smáax einhliða, mjótt; neðri axögn lítil eða vantar, engin efri axögn. Blöð þráðmjó …. …… ……………………………………………………………. finnungur (Nardus stricta)
1 Smáax tvíhliða, önnur eða báðar axagnir greinilegar. Blöð flöt ……………. 2
2 Smáax snýr röðinni að blómskipunarlegg (axhelmu) …………. rýgresi (Lolium)
2 Smáax snýr flathlið að blómskipunarlegg (axhelmu) ……………………….. 3
3 2-6 smáöx við hvern lið á axhelmu ………………………………… 4
3 1 smáax við hvern lið á axhelmu …………………………………………………… 5
4 Smáax með 3-5 blóm, engar títur; grófgert gras …………………. melur (Leymus)
4 Smáax með 1-2 blóm, langar títur eða engar …………………….. bygg (Hordeum)
5 Axagnir sýllaga, með 0-1 rif; ræktuð tegund, stundum slæðingur ……… rúgur (Secale cereale)
5 Axagnir ekki sýllaga, með fleiri rif ……………………………………………………… 6
6 Rif á blómögnum eru samsíða; ræktuð tegund, stundum slæðingur……………. ….. ……………………………………………………………………………………………. hveiti (Triticum)
6 Rif á blómögnum renna saman við broddinn ……………………………………… 7
7 Jarðstöngull skriðull, liðalangur, marggreindur. Blöð snörp á efra borði en mjúk á neðra nema fremst. Blómagnir sléttar eða lítið hrjúfar yzt við rif ……. ……………………………………………………………………………….. húsapuntur (Elytrygia repens)
7 Jarðstöngull skriðull, lítt þroskaður. Blöð snörp beggja megin. Blómagnir greinilega hrjúfar eða hærðar …………………………………………………… villihveiti (Elymus)

Lykill C
Grös með einblóma smáax í axpunti eða punti.

1 Axagnir örsmáar eða vantar aðra eða báðar; 2-10 cm hátt gras til fjalla ……………………………. ……………………………………………. snænarvagras (Phippsia algida)
1 Axagnir greinilegar …………………………………………………………………………… 2
2 Puntur stór (15-30 cm á lengd), gisinn með langar greinar, keilulaga, blöð breið (0,6-1,5 cm); stórvaxnasta grasið hérlendis. Blómagnir gljáa …. skrautpuntur (Milium effusum)
2 Plantan öll minni. Blómagnir gljáa ekki ………………………………………………… 3
3 Axagnir með brodd eða títu …………………………………………. foxgrös (Phleum)
3 Axagnir hvorki með brodd né títu …………………………………………………… 4
4 Blómagnir ekki með títu ……………………………………………………………..5
4 Blómagnir með títu ………………………………………………………………………..7
5 Axagnir ná upp fyrir blómið; blómagnir himnukenndar, sléttar.. língresi (Agrostis)
5 Axagnir styttri en blómið. Blómagnir ekki himnukenndar (þó e.t.v. með himnujöðrum) …………. …. ……. …………………………………………………………………….. 7
6 Blómagnir hárlausar, hin neðri með þrjú greinileg rif. Puntgreinar beinast oft niður; skriðull jarðstöngull …………………………….. vatnsnarvagras (Catabrosa aquatica)
6 Blómagnir e.t.v. hærðar við grunn; hin neðri með ógreinileg rif ………………………………………… …. ………………………………. snænarvagras (Phippsia algida)
7 Axpuntur gildur,sívalur eins og kefli eða egglaga. Axagnir vaxnar saman að neðan ………………………. ………………………………………………………………… liðagrös (Alopecurus)
7 Puntur opinn; líkist hann axpunti er hann rósrauður, síðar blámóleitur eða gulmóleitur. Axagnir ekki samvaxnar ………………………………………………………………8
8 Löng hár umhverfis blómið utan yfir blómögnum. Axagnir um það bil jafnlangar ………………………………………………………………………….. hálmgresi (Calamagrostis neglecta)
8 Engin eða mjög stutt hár umhverfis blómið. Axagnir mislangar ………. língresi (Agrostis)

Lykill D
Grös með tví- eða margblóma smáax í axpunti eða punti. Agnir með títu, sem skaga að minnsta kosti 2 mm út úr smáaxinu.

1 Plöntur einærar (sjaldan tvíærar); engir blaðsprotar út frá stöngli; slæðingar … 2
1 Plöntur fjölærar, blaðsprotar út frá stöngli ………………………………………….. 3
2 Axagnir miklu styttri en smáaxið; broddur á blómögn; fræva hærð ……. faxgrös (Bromus)
2 Axagnir álíka langar og smáaxið; blóm tvíkynja, sum smáöx tvíblóma; sum blóm með títu, önnur ekki ….. ……………………………………………………………… hafrar (Avena)
3 Puntur greinastuttur, hnöttóttur eða egglaga, fjólubláleitur eða dökkblár; líkist axpunti. Eina grastegundin hér með himnukennd hlífarblöð sem lykja um puntinn ……………………………………………………………………………………… blátoppa (Sesleria albicans)
3 Puntur öðru vísi …………………………………………………………………………………. 4
4 Blómögn með títu út úr bakinu …………………………………………………………… 5
4 Blómögn hvorki með brodd né títu eða með brodd og títu út úr viki í oddinum . 9
5 Smáax 7-25 mm langt; lengsta títa 10-20 mm á lengd. Fræva þétthærð eða með hært viðhengi …………………………………………………………………………………………. 6
5 Smáax 3-7 mm langt; lengsta títa 5 mm á lengd. Fræva hárlaus eða fá hár nálægt enda ……. ………… …………………………………………………………………………………………. 7
6 Smáax með tvö eða fleiri frjó blóm með langar títur. Á efra borði blaða eru rákir af stórum frumum sitt hvoru megin við miðstreng …………………. dúnhafri (Avenula)
6 Smáax 2-blóma með eitt frjótt blóm með langa títu; ófrjótt blóm með stutta títu ………….. .. .. …………………………………………………………. ginhafri (Arrhenatherum elatius)
7 Axagnir mattar, lengri en blómin; plantan gráloðin af þéttum ullhárum …………………………………………………………………………………………. loðgresi (Holcus lanatus)
7 Axagnir gljáa, lítið eitt styttri en blómin ……………………………………………………. 8
8 Blóm standa jafn-hátt í smáaxinu; títa knébeygð, nær langt út …… ………………… . …………………………………………………………………………… bugðupuntur (Avenella flexuosa)
8 Annað blómið stendur hærra í smáaxinu; títa nær bein, nær lítið sem ekkert út úr smáaxinu …. ………………………………………………………………… puntir (Deschampsia)
9 Blaðslíður flöt; smáöxin skipa sér saman í þétt hnoðu á miðjum puntgreinum; slæðingur frá ræktun ……………………………………. axhnoðapuntur (Dactylis glomerata)
9 Blaðslíður sívöl; smáöx aldrei í hnyklum ……………………………………………. 10
10 Puntur þéttur, sívalur. Fræva hárlaus eða með fá hár í endann ……………. loðgresi (Trisetum)
10 Puntur opinn eða þéttur, þó aldrei sívalur. Fræva þétthærð í endann eða með hært viðhengi … ………………………………………………………………………………………………….. 11
11 Títa út úr skoru í oddi blómagnar eða baki; slæðingur ………. sandfax (Bromopsis inermis)
11 Títa út úr oddi á blómögn. Fræva hærð í endann (stækkun) …………………… 12
12 Blaðeyru við slíðurop lítil, ná ekki hring um stöngul, eða vantar alveg ……… …………………………………………………………………………………………………… vinglar (Festuca)
12 Blaðeyru við slíðurop stór, ná hring um stöngul … töðuvinglar (Schedonorus)

Lykill E
Grös með tví- eða margblóma smáax í axpunti eða punti. Agnir án títu, eða hún svo lítil, að hún nær ekki 2 mm út úr smáaxinu.

1 Plöntur einærar, engir blaðsprotar út frá stöngli; slæðingar …………………… 2
1 Plöntur fjölærar, blaðsprotar út frá stöngli ……………………………………………. 3
2 Smáax styttra en 10 mm ………………………………….. varpasveifgras (Poa annua)
2 Smáax lengra en 10 mm, oft hangandi ………………………………… hafrar (Avena)
3 Blómagnir og á stundum axagnir hafa greinilegan brodd eða títu …………… 4
3 Agnir hafa engan greinilegan brodd eða títu …………………………………………. 12
4 Smáöx með 4 eða fleiri blóm (undantekning færri) ……………………………….. 5
4 Smáöx með 1-3 blóm ………………………………………………………………………….. 8
5 Smáöx í opnum punti …………………………………………………………………………….. 6
5 Smáöx í þéttum kolli eða axpunti, einum eða mörgum ………………………… 11
6 Broddur út úr oddi blómagna. Fræva hærð efst (stækkun) ……………………. 7
6 Broddur út út skoru í oddi blómagnar eða baki. Fræva með hært viðhengi (stækkun) …… ………. … …………………………………………….. sandfax (Bromopsis inermis)
7 Blaðeyru við slíðurop lítil, ná ekki hring um stöngul, eða vantar alveg ….. vinglar (Festuca)
7 Blaðeyru við slíðurop stór, ná hring um stöngul …. töðuvinglar (Schedonorus)

8 Puntur greinastuttur, hnöttóttur eða egglaga, fjólubláleitur eða dökkblár; líkist axpunti. Eina grastegundin hér með himnukennd hlífarblöð sem lykja um puntinn ………………………………………………………………………………….. blátoppa (Sesleria albicans)
8 Puntur öðru vísi …………………………………………………………………………………. 9
9 Axagnir álíka langar og blómið ……………………………………………………………… 10
9 Axagnir 2 x lengri en blómið; plantan gráloðin af þéttum ullhárum ……………………. …………………………………………………………………………………….. loðgresi (Holcus lanatus)
10 Puntgreinar ekki bugðóttar; blöð flöt. Annað blómið stendur hærra í smáaxinu; títa nær bein, nær lítið sem ekkert út úr smáaxinu …. ………….. puntir (Deschamppsia)
10 Puntgreinar bugðóttar; blöð þráðmjó. Blóm standa jafn-hátt í smáaxinu; títa knébeygð, nær langt út …… ……………………………………… bugðupuntur (Avenella flexuosa)
11 Puntur greinastuttur, hnöttóttur eða egglaga, fjólubláleitur eða dökkblár; líkist axpunti. Eina grastegundin hér með himnukennd hlífarblöð sem lykja um puntinn ……………………………………………………………………………………. blátoppa (Sesleria albicans)
11 Blaðslíður flöt; smáöxin skipa sér saman í þétt, aðskilin hnoðu á miðjum puntgreinum, aldrei blálit; hávaxið gras, slæðingur frá ræktun …….. axhnoðapuntur (Dactylis glomerata)
12 Smáöx með 4 eða fleiri blóm (undantekning færri) ………………………………… 13
12 Smáöx með 1-3 blóm ………………………………………………………………………….. 18
13 Smáöxin skipa sér saman í þétt, aðskilin hnoðu á miðjum puntgreinum, aldrei blálit; hæavaxið gras, slæðingur frá ræktun …….. axhnoðapuntur (Dactylis glomerata)
13 Puntur opinn ………………………………………………………………………………… 14
14 Blómagnir með greinilegan kjöl; smáöx styttri en 1 cm; agnir bátlaga …….. ……………………………………………………………………………………………………. sveifgrös (Poa)
14 Blómagnir með hvelft bak …………………………………………………………………………. 15
15 Blómagnir með 7 eða fleiri rif (taugar); axagnir eitt …flóðapuntur (Glyceria fluitans)
15 Blómagnir með allt að 5 meira eða minna greinileg rif (taugar) ……………. 16
16 Blómagnir mjókka jafnt fram í odd ……………………………………………… 17
16 Blómagnir snubbóttar eða mjókka snögglega fram í odd ………………….. ….. ……………………………………………………………………………………………. fitjungar (Puccinellia)
17 Smáax styttra en 15 mm á lengd ………………………. töðuvinglar (Schedonorus)
17 Smáax lengra en 15 mm á lengd ……………………. sandfax (Bromopsis inermis)
18 Agnir hvelfdar. Blómögn með greinileg þrjú rif …………. ……………………… ……………………………………………………………………………vatnsnavagras (Catabrosa aquatica)
18 Agnir bátlaga. Blómögn með fimm rif, oft ógreinileg ………….. sveifgrös (Poa)

P.s. Viðbúið er, að hér leynist villur, og væri gott að fá að frétta af þeim.

Helztu heimildir:
Ágúst H. Bjarnason, 1983: Íslensk flóra með litmyndum. Rvík 1983
Stefán Stefánsson, 1948: Flóra Íslands. 3. útg. Akureyri 1948.
Johannes Lid og Dagny Tande Lid,2004: Norsk flora. 7. utgåva. Redaktør: R. Elven. Oslo 2004.
Nils Hylander, 1953: Nordisk kärlväxtflora. Stockholm 1953.
ÁHB / 20.3. 2013

 

Leitarorð:

8 Responses to “Greiningarlykill að ættkvíslum grasa”
  1. ronimmawn says:

    Amoxil Dosing For Sinus Infection cialis prices

  2. dyefume says:

    foro de kamagra on line ajanta pharma kamagra kamagra dr simi

Leave a Reply