Inngangslykill að æðaplöntum (greiningarlykill)

Skrifað um June 6, 2013 · in Flóra

Inngangslykill (greiningarlykill) að ættum, ættkvíslum eða tegundum æðaplantna

1 Plöntur fjölga sér með æxliknöppum (geta einnig haft blóm eða gróhirzlur) ………. Lykill A
1 Plöntur með blóm eða gróhirzlur ……………………………………………. 2

2 Plöntur, sem augljóslega fjölga sér með gróum …………………. Lykill B
2 Plöntur með blóm, kynhirzlur (barrviðir) eða gróhirzlur …………. 3

3 Plöntur eru ekki grænar (hafa enga eða litla laufgrænu) ….. Lykill C
3 Plöntur grænar …………………………………………………………… 4

4 Trékenndar plöntur, bæði ber- og dulfrævingar ……………………………….. Lykill D
4 Jurtkenndar plöntur ………………………………………………………. 5

5 Vatnaplöntur, bæði byrkningar og fræplöntur …………………………………. Lykill E
5 Landplöntur (plöntur sem bæði vaxa í vatni og á landi) ……………………….. 6

6 Plöntur án blómhlífarblaða, með mjög litla, ósjálega blómhlíf, eða græna, brúna eða himnukennda blómhlíf …………………………………………………………………………… Lykill F
6 Plöntur með greinilega, hvíta eða lita blómhlíf …………………………….. 7

7 Blómhlíf myndar tvo ólíka kransa, bikar og krónu ……………………………. 8
7 Blómhlíf myndar annaðhvort einn krans, ef fleiri þá öll blómhlíf eins, eða bikar er mjög ummyndaður …………………………………………………………………………… 9

8 Krónublöð (innri blómhlíf) laus hvert frá öðru (lausblaða króna) ……………… Lykill G
8 Krónublöð (innri blómhlíf) samvaxin, að minnsta kosti neðst (samblaða króna) .. Lykill H

9 Blómhlíf myndar einn krans, ef fleiri þá öll blómhlíf eins ………………….. Lykill I
9 Bikar er mjög ummyndaður ………………………………………………… Lykill J

ÁHB / 6. júní 2013

Leitarorð:


Leave a Reply