Flóra

Krossjurtir – Melampyrum

Skrifað um August 24, 2016, by · in Flokkur: Flóra

  Ættkvíslin krossjurtir – Melampyrum L. – heyrir nú til sníkjurótarættar – Orobanchaceae – ásamt um 90 öðrum kvíslum og samtals um 2000 tegundum. Aðrar innlendar kvíslir innan ættar eru Rhinanthus, Pedicularis, Euphrasia og Bartsia. Fyrir ekki ýkja löngu töldust samtals sjö innlendar ættkvíslir til grímublómaættar – Scrophulariaceae – ásamt þremur slæðings-kvíslum. Allar þessar ættkvíslir […]

Lesa meira »

Nokkrar helztu breytingar á háplöntuflóru Íslands síðustu áratugi   Talsverðar breytingar hafa orðið á íslenzku flórunni nú hin síðari ár. Þeim, sem hafa fylgzt með þróun mála, kemur fátt á óvart, en hinum, sem hafa haldið sig við flokkun plantna eftir Flóru Íslands (F.Í.), mun bregða verulega í brún við þessar breytingar. Athuganir í sameindalíffræði hafa […]

Lesa meira »

Nálar (Juncus) (pdf)

Skrifað um March 3, 2016, by · in Flokkur: Flóra

  Greiningarlykill að tegundum ættkvíslarinnar Juncus og lýsing á tegundum: nal_03_03_16

Lesa meira »

Helztu heimildir að Skrá um háplöntur á Íslandi

Skrifað um February 2, 2016, by · in Flokkur: Flóra

  Heimildir:   Checklista över Nordens kärlväxter – version 2014-07-05 THOMAS KARLSSON och MAGDALENA AGESTAM (http://www.euphrasia.nu/checklista/)   Arnþór Garðarsson, 1977: Fitjasef (Juncus gerardii Loisel.) fundið á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 47: 142–148. Ágúst H. Bjarnason: Ýmsar greinir á http://ahb.is/flora/ Áskell Löve 1945. Íslenzkar jurtir. Munksgaard, Khöfn. 292 bls. Askell Löve 1970. íslensk ferðaflóra. (Jurtabók AB). Almenna bókafélagið, […]

Lesa meira »

INNGANGUR AÐ SKRÁ UM HÁPLÖNTUR Á ÍSLANDI

Skrifað um February 2, 2016, by · in Flokkur: Flóra

INNGANGUR AÐ SKRÁ UM HÁPLÖNTUR Á ÍSLAND   ] Frá því eg eignaðist bókina Förteckning över Nordens växter eftir Nils Hylander árið 1967 hef eg reynt að halda til haga plöntutegundum, sem vaxa eða hafa vaxið á Íslandi. Skömmu síðar ýjaði eg að því við forstöðumann grasafræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands að taka saman slíka skrá um […]

Lesa meira »

Skarfakál – Cochlearia

Skrifað um December 13, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin skarfakál – Cochlearia L. – telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Plöntur kvíslarinnar eru ein- eða tvíæringar, fáar eru fjölæringar. Stöngull er uppréttur til jarðlægur, ýmist greindur eða ógreindur. Bæði með stofn- og stöngulblöð, sem oftast eru nokkuð kjötkennd, nýrlaga til aflöng, ýmist stilkuð eða stilklaus, heilrend, smá-bugðótt eða tennt. Blómskipun er klasi. Bikarblöð […]

Lesa meira »

Klukkur – Cardamine

Skrifað um November 19, 2015, by · in Flokkur: Flóra

ER Í VINNSLU Ættkvíslin klukkur – Cardamine L. – heyrir til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Flestar tegundir eru fjölærar, fáar ein- eða tvíærar. Stöngull uppréttur, uppsveigður eða jarðlægur, greindur eða ógreindur. Blöð eru stakstæð á jarðstöngli, í hvirfingu og á stöngli; blaðrönd heil, tennt eða fjaðurskift eða handflipótt, á stundum þrífingruð, fjöðruð, handskipt eða tvífjöðruð. […]

Lesa meira »

Lórur – Rorippa

Skrifað um November 4, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin Rorippa Scop. telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Þetta eru ein-, tví- og fjölærar tegundir, oftast í deigju eða votlendi. Stöngull er uppréttur, uppsveigður eða jarðlægur, greindur eða ógreindur og blöðóttur. Stofnblöð á stilk, einföld, heilrend, tennt, bugðótt, lírulaga, kambskift eða fjaðurskipt. Stöngulblöð stilkuð eða stilklaus, fleyglaga, mjókka jafnt, með blaðeyru eða örlaga neðst, […]

Lesa meira »

Melablóm – Arabidopsis

Skrifað um October 27, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Melablóm – Arabidopsis Ættkvíslin Arabidopsis (DC.) Heynh. í krossblómaætt (Brassicaceae) hefur verið rannsökuð meira og betur en flestar aðrar kvíslir. Erfðafræðingar hafa lokið við að rafgreina allt erfðamengi í plöntu í fyrsta sinn, og var það Arabidopsis thaliana (vorskriðnablóm), sem varð fyrir valinu. Löngum hafa verið deildar meiningar um, hve margar tegundir og hverjar teljast […]

Lesa meira »

Aronsvendir – Erysimum

Skrifað um October 24, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Aronsvendir – Erysimum Aronsvendir, Erysimum L., tilheyra krossblómaætt (Brassicaceae, syn. Crusiferae); einærar til fjölærar jurtir; sumar eru þó trénaðar neðst. Hærðar plöntur, oft með tví-, þrí- eða margkvísluðum hárum. Stöngull er uppréttur eða stofnsveigður, stinnur, greindur, ýmist efst eða neðst, eða ógreindur, með fá eða mörg blöð. Blöð eru stakstæð, lensulaga, heilrend, bugtennt eða tennt, […]

Lesa meira »
Page 2 of 11 1 2 3 4 5 6 7 11