Liðfætlur – Woodsia R. Br. Liðfætluætt (Woodsiaceae). Til ættkvíslarinnar teljast um 30 tegundir og eru flestar í tempruðu beltunum og hátt til fjalla í hitabeltinu. Tvær tegundir vaxa hér á landi. Ættkvíslarnafnið Woodsia er til heiðurs enska grasafræðingnum Joseph Woods (1776-1864). Lykill að tegundum: 1. Blöð annaðhvort hærð eða flosug ofan við stilklið; miðstrengur […]
Lesa meira »Flóra
Stóruburknaætt – Dryopteridaceae Til ættarinnar teljast um 750 tegundir, sem dreifast víða um heiminn. Fjöldi ættkvísla er nokkuð á reiki. Flestar tegundir vaxa í Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu og lifa í jarðvegi eða á steinum en mjög fáar í trjám. Tegundir beggja ættkvísla, stóruburkna og skjaldburkna, eru meðal vinsælustu ræktunarplantna. Lykill að ættkvíslum: 1. Gróhula […]
Lesa meira »Þrílaufungar – Gymnocarpium Newman Liðfætluætt (Woodsiaceae). Ættkvíslin er fremur lítil með aðeins níu tegundir. Þrílaufungar eru taldir fremur frumstæðir og standa nærri tófugrösum (Cystopteris) og hafa á stundum myndað sérstaka ætt, tófugrasaætt (Cystopteridaceae), ásamt þeim og þriðju ættkvíslinni, Acystopteris, með samtals um 30 tegundir. Ættkvíslarnafnið er dregið af gríska orðinu gymnos, nakinn og karpos, ávöxtur; […]
Lesa meira »Tófugrös – Cystopteris Bernh. Liðfætluætt (Woodsiaceae). 15-20 tegundir tilheyra ættkvíslinni og vaxa einkum í tempruðum beltum jarðar og á háfjöllum í hitabeltinu. Allar tegundir kvíslarinnar eru mjög breytilegar að útliti og geta þar að auki æxlast hver með annarri. Þær eru því mjög oft vandgreindar. Á stundum talin til sérstakrar ættar (sjá þrílaufunga). Aðeins ein […]
Lesa meira »Fjöllaufungar – Athyrium Roth Liðfætluætt (Woodsiaceae). Til ættkvíslarinnar teljast um 180 tegundir, sem eru dreifðar um víða veröld, einkum þó í tempruðu beltunum. Flestar lifa í jarðvegi. Lirfur silkifiðrildis eru fóðraðar á blöðum fjöllaufunga. Fjaðra er gamalt nafn á þessum burknum og kemur fyrir í Sóknarlýsingum 744. Athyrium er komið úr grísku og merkir […]
Lesa meira »Liðfætluætt – Woodsiaceae Um 15 (-31) ættkvíslir heyra undir liðfætluætt (Woodsiaceae) með samtals um 700 tegundir. Tegundirnar eru dreifðar um allan heim, en fjölbreytni þeirra er mest í tempruðu beltunum og fjallahéruðum hitabeltisins. Blöð, gróblettir og gróhula eru mjög breytileg innan ættarinnar. Blöð eru bæði lítil og stór, og sölna á vetrum. Blaðstilkur er oft […]
Lesa meira »Þistlar ─ Cirsium Mill. Þistlar, Cirsium Mill., teljast til körfublómaættar (Asteraceae (Compositae), sjá síðar). Þeir eru ein-, tví- eða fjölærir og geta sumir orðið um 4 m á hæð. Stönglar, einn eða fleiri saman, uppréttir, geta verið vængjaðir og þyrnóttir, greinóttir eða ógreinóttir. Blöð bæði stofnstæð og á stöngli, þyrnótt, tennt til gróftennt eða ein- […]
Lesa meira »Hóffíflar – Tussilago L. Ættkvíslin Tussilago L. er innan körfublómaættar (Asteraceae (Compositae); sjá síðar). Til kvíslarinnar heyrir aðeins ein tegund, hóffífill (Tussilago farfara L); lýsing á henni er því óþörf. Nafnið Tussilago er komið af latnesku orðunum tussis, hósti, og agere, reka burt. Hóffífill – Tussilago farfara L. Fjölær jurt með skriðulan jarðstöngul. Blöð eru […]
Lesa meira »Klettaburknaætt – Aspleniaceae Aðeins ein ættkvísl telst til ættarinnar og því óþarft að lýsa henni sérstaklega. Klettaburknar – Asplenium L. Flestar tegundir ættkvíslarinnar, sem eru um 700, eru ásætur eða vaxa í grjóti; aðeins örfáar lifa í mold. Jarðstöngullinn er mjósleginn, næringarlítill, og getur smeygt sér inn í hinar minnstu glufur. Blöðin eru yfirleitt […]
Lesa meira »Skollakambsætt – Blechnaceae Um 240-260 tegundir tilheyra skollakambsætt innan níu ættkvísla. Tegundirnar eru dreifðar víða um heim. Mjög ung blöð hafa oft yfir sér rauðleitan blæ. Skollakambar – Blechnum L. Meðal nokkurra burkna eru tvenns konar blöð, annars vegar gróblöð, með tveimur gróblettum á neðra borði, sem liggja eftir endilöngum bleðli, og hins vegar grólaus […]
Lesa meira »