Flóra

Blóðarfi ─ Polygonum aviculare

Skrifað um January 8, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Hnútagrös ─ Polygonum Til ættkvíslarinnar hnútagrasa (Polygonum L.) af súruætt (Polygonaceae) teljast einærar tegundir, með jarðlæga eða upprétta, oft marggreinda, stöngla. Blöð stilkstutt eða stilklaus, sporbaugótt eða öfugegglaga, geta verið mjólensu- eða striklaga og stofnendi blöðku yddur eða ávalur. Axlarslíður brún- eða hvítleit. Blóm eru lítil, tvíkynja, í blaðöxlum eða einstök. Blómhlífarblöð fimm, grænleit með […]

Lesa meira »

Kornsúra ─ Bistorta vivipara

Skrifað um December 29, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin kornsúrur (Bistorta (L.) Scopoli) telst til súruættar (Polygonaceae), og vaxa flestar tegundir hennar norðarlega á hnettinum og í tempruðu beltunum í Ameríku, Evrópu og Asíu. Til kvíslarinnar teljast um 50 tegundir, sem eru fjölærar jurtir með stuttan og sterkan jarðstöngul, sem oft er snúinn; Bistorta er af því dregið, bis merkir tvisvar sinnum og […]

Lesa meira »

Tágafífill ─ nýfundinn slæðingur

Skrifað um December 11, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin tágafíflar, Pilosella Hill, telst til körfublómaættar (Asteraceae) ásamt um 1620 öðrum kvíslum. Það eru ekki allir á eitt sáttir um að telja þetta sérstaka ættkvísl, heldur vilja innlima hana í Hieracium L. (undafífla) sem undir-ættkvísl. Helzt er það gerð aldina, sem skilur á milli þessara ættkvísla. Fjölmörg önnur atriði greina Pilosella frá Hieracium sensu […]

Lesa meira »

Ólafssúra – Oxyria digyna

Skrifað um December 5, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Lambasúrur – Oxyria Ólafssúra tilheyrir ættkvíslinni lambasúrum (Oxyria Hill) innan súruættar (Polygonaceae). Tegundir ættkvíslarinnar eru yfirleitt fjölærar, hárlausar jurtir. Stöngull er uppréttur. Blöð í stofnhvirfingu á löngum stilk, nýrlaga. Blómskipun er skúfar í greinóttum klasa. Blóm ýmist ein- eða tvíkynja. Blómhlífarblöð 4. Fræflar eru 6; fræni 2. Aldin er hneta. Ættkvíslarnafnið Oxyria er komið úr […]

Lesa meira »

Naflagras – Koenigia islandica

Skrifað um December 4, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Naflagrös ─ Koenigia Ættkvíslin naflagrös (Koenigia L.) tilheyrir súruætt (Polygonaceae). Latneska ættkvíslarheitið, Koenigia, er til heiðurs lækninum og grasafræðingnum Johann G. König (1728–1785), en hann sendi Linné fyrstur manna eintök af þessari tegund héðan frá Íslandi. König hafði tíu árum áður verið nemandi Linnés. König var sendur til Íslands af stjórnvöldum í Danmörku og ferðaðist […]

Lesa meira »

Súruætt ─ Polygonaceae

Skrifað um December 3, 2012, by · in Flokkur: Flóra

PLÖNTUR SÚRUÆTTAR (Polygonaceae) eru jurtir, runnar og jafnvel tré. Stöngull er jarðlægur eða uppréttur, á stundum vafstöngull. Blöð eru dreifð, oftast stakstæð og heil, mjög sjaldan gagnstæð. Axlarblöð eru ummynduð í himnukennt, uppvítt axlarslíður (ochrea), sem lykur um stöngulinn og axlarbrumið (nema í Eriogonum). Blómskipanir eru samsettar, ax- eða klasaleitar. Blóm eru regluleg, ein- eða […]

Lesa meira »

Geldingahnappur ─ Armeria maritima

Skrifað um November 30, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Geldingahnappar ─ Armeria Geldingahnappar tilheyra gullintoppuætt (Plumbaginaceae). Ættkvíslarnafnið Armeria er sennilegast keltneska, ar mor, og þýðir við hafið. Einnig hefur verið bent á, að ef til vill megi draga þetta af franska orðinu armoire, sem þýðir skjöldur. Til ættkvíslarinnar teljast um 80 tegundir. Nokkrar tegundir kvíslarinnar eru skrautjurtir í görðum. Hér á landi vex aðeins […]

Lesa meira »

Gullintoppuætt ─ Plumbaginaceae

Skrifað um November 30, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Krónublöð á blárunna (Plumbago capensis) Gullintoppuætt ─ Plumbaginaceae Flestar tegundir innan gullintoppuættar (Plumbaginaceae) eru fjölærar, lágvaxnar jurtir, en þó eru nokkrar einærar og fáar klifurtegundir og runnar. Þær vaxa dreifðar um heiminn í flestum loftslagsbeltum frá miðbaugi til heimsskauta, en halda sig einna helzt á saltríkum steppum, sjávarfitjum og við hafsstrendur. Megin útbreiðslusvæði tegunda er […]

Lesa meira »

Jólastjarna ─ Euphorbia pulcherrima

Skrifað um November 26, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Jólastjarna ─ Euphorbia pulcherrima Mjólkurjurtaættin (Euphorbiaceae) er meðal stærstu ætta háplantna; flestar tegundir vaxa í hitabelti og heittempruðum beltum jarðar. Til ættarinnar teljast um 7500 tegundir, sem skiptast á um 290 ættkvíslir. Ættinni er skipt í tvær undirættir: Phyllanthoideae og Euphorbioideae. Hinni síðari undirætt er þá skipt í eina átta flokka og er mjólkurjurta-flokkurinn einna […]

Lesa meira »

Rósaætt – Rosaceae

Skrifað um November 12, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Til rósaættar (Rosaceae) teljast fjölærar jurtir, runnar og tré (aðeins örfáar tegundir eru einærar og fáeinar sígrænar). Tegundir ættarinnar vaxa um allan heim en megnið af þeim lifir á norðurhveli. Blöð eru oftast stakstæð (sjaldan gagnstæð), fjaður- eða handstrengjótt, oftast samsett eða skipt og með axlablöð. Blóm eru jafnan regluleg og tvíkynja. Bikarblöð fjögur eða […]

Lesa meira »
Page 9 of 11 1 4 5 6 7 8 9 10 11