Flóra

Lykill A – Plöntur, sem fjölga sér með æxliknöppum

Skrifað um June 6, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Lykill A – Plöntur, sem fjölga sér með æxliknöppum Sjá Inngangslykil 1 Plöntur með gagnstæð blöð; með litla blaðsprota í blaðöxlum, sem falla af og verða að nýjum plöntum ………………………………………………………………. hnúskakrækill (Sagina nodosa) 1 Plöntur með stakstæð blöð eða blöð í stofnhvirfingu. Blóm ummynduð í æxliknappa eða með æxliknappa í blaðöxlum ………………………………………………………………………….. 2 2 Grastegundir […]

Lesa meira »

Inngangslykill að æðaplöntum (greiningarlykill)

Skrifað um June 6, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Inngangslykill (greiningarlykill) að ættum, ættkvíslum eða tegundum æðaplantna 1 Plöntur fjölga sér með æxliknöppum (geta einnig haft blóm eða gróhirzlur) ………. Lykill A 1 Plöntur með blóm eða gróhirzlur ……………………………………………. 2 2 Plöntur, sem augljóslega fjölga sér með gróum …………………. Lykill B 2 Plöntur með blóm, kynhirzlur (barrviðir) eða gróhirzlur …………. 3 3 Plöntur eru […]

Lesa meira »

Skollafingur – Huperzia selago

Skrifað um June 6, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Skollafingur – Huperzia Bernh. Ættkvíslin er nefnd eftir þýskum eðlis- og garðyrkjufræðingi, Johann Peter Huperz (1771-1816). Til ættkvíslar þessarar teljast um 400 tegundir (1-3 hér). Á stundum er henni skipt á tvær kvíslir, Huperzia í þröngri merkingu með um 10-15 tegundir í tempraða beltinu og á heimsskautasvæðinu og síðan allar hinar Phlegmariurus, sem vaxa einkum í hitabeltinu og hinu heittempraða; margar […]

Lesa meira »

Hjartagrasaætt – Caryophyllaceae

Skrifað um June 4, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Til Caryophyllaceae (hjartagrasaættar) heyra einærar, tvíærar og fjölærar jurtir, en lágvaxin tré, runnar og klifurplöntur eru mjög sjaldséð innan hennar. Stöngull er uppréttur eða jarðlægur, oft með upphlaupin liðamót, jafnan jurtkenndur; sjaldan trékenndur við grunn. Blöð á stilk eða stilklaus, gagnstæð, skinkransstæð, í hvirfingu en sjaldan stakstæð; án axlarblaða eða með; allaga til striklaga, spaðalaga […]

Lesa meira »

Sóleyjaætt – Ranunculaceae

Skrifað um June 3, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Langflestar tegundir ættarinnar Ranunculaceae (sóleyjaættar) eru jurtkenndar, einærar eða fjölærar; stöku tegundir eru runnar og klifurplöntur. Þær hafa stakstæð blöð eða í stofnhvirfingu, sjaldan gagnstæð (Clematis) eða kransstæð, sem eru heil til flipótt eða samsett. Blaðrendur heilar, tenntar eða skertar; hand- eða fjaðurstrengjótt. Axlarblöð eru engin eða mjög sjaldgæf (Thalictrum). Blóm eru regluleg, þá oftast […]

Lesa meira »

Hófsóley – Caltha palustris

Skrifað um June 1, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Hófsóleyjar – Caltha Ættkvíslin hófsóleyjar (Caltha L.) tilheyrir sóleyjaætt (Ranunculaceae). Til kvíslarinnar teljast á milli fimmtán og tuttugu tegundir, bæði á norður- og suðurhveli. Í Evrópu vex aðeins ein tegund, sem þó oft er skipt í nokkrar tegundir. Ein amerísk tegund er ræktuð hér í görðum, fjallahófsóley (C. leptocephala DC.). Þetta eru fjölærar, hárlausar jurtir, […]

Lesa meira »

Engjarós – Comarum palustre

Skrifað um May 8, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Engjarósir – Comarum L. Aðeins ein tegund telst til ættkvíslarinnar Comarum L., sem er af rósaætt (Rosaceae). Það er því óþarft að lýsa henni sérstaklega. Vert er að geta þess, að tegundin er oft talin til Potentilla ásamt fjölmörgum öðrum tegundum. Það, sem skilur að þessar tvær kvíslir, er, að blómbotninn í Comarum-kvíslinni þrútnar út við […]

Lesa meira »

Fjallasmári – Sibbaldia procumbens

Skrifað um May 7, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Heiðasmárar – Sibbaldia Fjallasmári er í ættkvíslinni heiðasmárar (Sibbaldia L.), sem telst til rósaættar (Rosaceae). Það eru á milli tíu og tuttugu tegundir aðrar, sem teljast til kvíslarinnar og vaxa flestar í fjöllum í Asíu. Í Evrópu eru aðeins tvær tegundir, S. procumbens L. og S. parviflora Willd., og aðeins hin fyrr nefnda á Norðurlöndum. Þetta […]

Lesa meira »

Hrútaberjaklungur – Rubus saxatilis

Skrifað um May 5, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  Hrútaberjaklungur eða hrútaber (Rubus saxatilis L.) teljast til ættkvíslarinnar klungur (Rubus). Ættkvíslin Rubus L. (klungur) er innan rósaættar (Rosaceae L.) og telst jafnan til undirættarinnar Rosoideae ásamt þeim ættkvíslum, sem álitið er, að séu henni skyldastar, eins og rósir (Rosa L.), mjaðjurtir (Filipendula Mill.), murur (Potentilla L.), blóðkollar (Sanguisorba L.), döggblöðkur (Alchemilla L.) og jarðarber […]

Lesa meira »

Lykill B – Greiningarlykill að byrkningum

Skrifað um April 25, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Greiningarlykill að byrkningum (æðagróplöntum) Sjá Inngangslykil Nafnið byrkningar (Pteridophyta) er gamalt og spannar þær vefplöntur, sem hafa leiðsluvefi (æðavefina sáldvef og viðarvef) og fjölga sér með gróum. Til þeirra teljast um 12 þúsund tegundir, og er nærri lagi að kalla þær einu nafni æðagróplöntur. Hin síðari ár hafa athuganir leitt í ljós, að skyldleika þeirra […]

Lesa meira »
Page 6 of 11 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11