Lykill A – Plöntur, sem fjölga sér með æxliknöppum

Skrifað um June 6, 2013 · in Flóra · 1 Comment

Lykill A – Plöntur, sem fjölga sér með æxliknöppum
Sjá Inngangslykil
1 Plöntur með gagnstæð blöð; með litla blaðsprota í blaðöxlum, sem falla af og verða að nýjum plöntum ………………………………………………………………. hnúskakrækill (Sagina nodosa)
1 Plöntur með stakstæð blöð eða blöð í stofnhvirfingu. Blóm ummynduð í æxliknappa eða með æxliknappa í blaðöxlum ………………………………………………………………………….. 2

2 Grastegundir með blaðgróin smáöx og striklaga blöð ……………………. grasætt (Poaceae)
2 Jurtir (ekki grastegundir), engin smáöx, blöð mjó eða breið …………………. 3

3 Blöð nýrlaga með þrístrenda sepa; rauðir æxliknappar í sumum blaðöxlum .. laukasteinbrjótur (Saxifraga cernua)
3 Blöð heil ……………………………………………………………… 4

4 Æxliknappar í blaðöxlum sem dvergsprotar. Blöð hreisturkennd, heilrend eða lítið tennt ….. skollafingur (Huperzia)
4 Æxliknappar í ummynduðum blómum …………………………………………… 5

5 Æxliknappar í mjóu axi, oft fáein blóm á sprotaenda; blöð oddbaugótt til striklaga.. kornsúra (Bistorta vivipra)
5 Æxliknappar í samsettum, kollleitum sveip; stofnstæð blöð hálfsívöl neðst en flöt til oddsins … villilaukur (Allium oleraceum)

ÁHB / 6. júní 2013


One Response to “Lykill A – Plöntur, sem fjölga sér með æxliknöppum”

Leave a Reply