Fjöllaufungar – Athyrium

Skrifað um April 11, 2013 · in Flóra · 11 Comments

 

Gróblettir á fjöllaufungi; sumir með gróhulu, aðrir ekki. Ljósm. ÁHB.

Gróblettir á fjöllaufungi; sumir með gróhulu, aðrir ekki. Ljósm. ÁHB.


Fjöllaufungar –
Athyrium
Roth
Liðfætluætt (Woodsiaceae). Til ættkvíslarinnar teljast um 180 tegundir, sem eru dreifðar um víða veröld, einkum þó í tempruðu beltunum. Flestar lifa í jarðvegi.

Lirfur silkifiðrildis eru fóðraðar á blöðum fjöllaufunga. Fjaðra er gamalt nafn á þessum burknum og kemur fyrir í Sóknarlýsingum 744.

Athyrium er komið úr grísku og merkir litlar dyr. Hér er átt við gróhulu, sem er aðeins fest öðru megin. Því er líka haldið fram, að það merki engin hurð, og þá er vísað til þess, hve gróhulan fellur af snemma.

Á stundum taldir til ættarinnar Athyriaceae (fjaðraættar).

Lykill að tegundum:
1. Gróblettir sporöskjulaga með gróhulu; flestir æðastrengir á bleðlum ná ekki út að jaðri … fjöllaufungur (Athyrium filix-femina)
1. Gróblettir kringlóttir, gróhula engin eða mjög skammæ; flestir æðastrengir á bleðlum ná út að jaðri ………………………………… þúsundblaðarós (Athyrium distentifolium)

 

Þúsundblaðarós til vinstri, fjöllaufungur til hægri. Á hinni fyrrnefndu ná æðastrengir út til blaðrandar og gróhula fellur af snemma.. Teikn. ÁHB.

Þúsundblaðarós til vinstri, fjöllaufungur til hægri. Á hinni fyrrnefndu ná æðastrengir út til blaðrandar og gróhula fellur af snemma. Teikn. ÁHB.

Fjöllaufungur – Athyrium filix-femina (L.) Roth
Jarðstöngull er meira eða minna uppréttur. Öll blöð eru eins. Stilkur er stuttur, um 1/3 af heildarlengd blaðs, með gisið hreistur. Blaðka tví- eða tvíhálffjöðruð, oft dökkgræn, löng og oddbaugótt. Bleðlar eru lensulaga með stórtennta flipa. Gróblettir eru aflangir í tveimur röðum, sitja til hliðar við blaðstrengi á neðra borði, sem ná ekki út að jaðri. Gróhula nýrlaga, langæ.

Vex í hraunum og grónum urðum. Víða á vestanverðu landinu, á stöku stað A, sjaldgæfur annars staðar. 20-70 cm á hæð.

Þurrkað eintak af fjöllaufungi. Ljósjm. ÁHB.

Þurrkað eintak af fjöllaufungi. Ljósjm. ÁHB.


Fjaðra er gamalt nafn á tegundinni. Hefur svipuð áhrif og stóriburkni, og er þeim oft ruglað saman.

Nöfn á erlendum málum:
Enska: (common) lady fern, female fern
Danska: Almindelig Fjerbregne
Sænska: majbräken
Norska: skogburkne
Finnska: soreahiirenporras, hiirenporras
Þýzka: Wald-Frauenfarn, Frauenfarn
Franska: fougère-femelle, athyrium fougère-femelle

Þúsundblaðarós – Athyrium distentifolium Tausch ex Opiz
Jarðstöngull er meira eða minna uppréttur. Öll blöð eru eins. Stilkur er stuttur, um 1/5 af heildarlengd blaðs, með gisið hreistur. Blaðka tví- eða tvíhálffjöðruð, oft dökkgræn, löng og oddbaugótt. Bleðlar eru lensulaga með stórtennta flipa. Gróblettir eru kringlóttir í tveimur röðum, sitja á miðjum blaðstrengjum á neðra borði, sem ná út að jaðri. Gróhula engin eða mjög skammæ.

Þurrkað eintak af þúsundblaðarós. Ljósjm. ÁHB.

Þurrkað eintak af þúsundblaðarós. Ljósjm. ÁHB.


Vex í giljum og lautum, einkum snjódældum til fjalla og á útkjálkum. Frekar sjaldgæf, en þó í flestum landshlutum þar sem snjóþungi ríkir nema S og SA. 20-70 cm á hæð.

Þúsundblaðarós í Ingólfsfirði. Ljósm. ÁHB.

Þúsundblaðarós í Ingólfsfirði. Ljósm. ÁHB.

Nöfn á erlendum málum:
Enska: alpine lady-fern
Danska: Fjeld-Fjerbregne, Bjerg Engelsød
Sænska: fjällbräken
Norska: fjellburkne
Finnska: tunturihiirenporras
Þýzka: Alpen-Frauenfarn
Franska: athyrium des alpes, athyrium alpestre

ÁHB / 11. apríl 2013

 

Leitarorð:

11 Responses to “Fjöllaufungar – Athyrium”
 1. LesterTer says:

  cheap medications online indian pharmacies without an rx – drugs that cause ed

 2. Harveytig says:

  celexa [url=https://medsonline24h.us]luvox[/url] trileptal
  lamisil leukeran sumycin

 3. Kennethcot says:

  ivermectin ivermectin for sale – ivermectin 3mg pill

 4. Kennethcot says:

  purchase ivermectin ivermectin 3 mg – where to buy ivermectin pills

 5. Jamesawask says:

  best ed solution comparison of ed drugs – vacuum pumps for ed

 6. Jamesawask says:

  foods for ed buy prescription drugs from canada – natural remedies for ed problems

Leave a Reply