Meesiaceae – snoppumosaætt

Skrifað um January 22, 2015 · in Mosar · 1 Comment

Innan ættarinnar Meesiaceae vaxa fjórar ættkvíslir á Norðurlöndum. Flestar tegundir vaxa í litlum, þéttum þúfum, nema Paludella squarrosa, sem getur myndað stórar breiður. Plöntur eru jafnan ógreindar og uppréttar. Blöð eru egglensu- til mjólensulaga, upprétt, útstæð eða baksveigð. Rif er einfalt og sterklegt; endar neðan við blaðenda.

Gróhirzlur eru perulaga, oftast bognar með langan háls og á löngum stilk. Frumur í barmi eru vel þroskaðar og mynda einfaldan hring, sem rúllast upp, þá er lok fellur af. Opkrans er tvöfaldur og eru ytri tennur styttri en innri tennur, nema hjá Leptobryum spp.
Flestar tegundir vaxa í margs konar votlendi en Leptobryum pyriforme er oft á gróðurlitlum, sendnum blettum og í leirflögum við heitar lindir.
Leptobryum pyriforme var áður talin til Bryaceae (hnokkmosaættar).

Greiningarlykill að ættkvíslum/tegundum innan Messiaceae:

1 Blöð í 5 röðum á stöngli og blaðendi mjög baksveigður…….. Paludella squarrosa
1 Blöð ekki í 5 röðum á stöngli (geta verið í 3 röðum) og blöð útrétt eða uppsveigð …….. 2

2 Efri blaðfrumur að minnsta kosti 20 µm á breidd ……………………. Amblyodon dealbatus
2 Efri blaðfrumur innan við 20 µm á breidd …………………………. 3

3 Frumur í framhluta blaða yddar til endanna. Æxlikúlur á rætlingum …. Leptobryum pyriforme
3 Frumur í framhluta blaða snubbóttar eða þverar til endanna. Engar æxlikúlur …….. Meesia

 

ÁHB / 22. janúar 2015

P.s. Höfundur hlaut styrk frá Hagþenki 2014 til ritstarfa.


One Response to “Meesiaceae – snoppumosaætt”
  1. Некероване кохання 14 серія Некероване кохання 14 серія
    yunb ddnznz Смотреть онлайн сериал Некероване кохання / Любовь без тормозов 14 серия
    Некероване кохання / Любовь без тормозов: 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 СЕРИЯ (украина)

Leave a Reply