OFT ERU AFSLEPP LANDSGÆÐI

Skrifað um July 5, 2020 · in Gróður

OFT ERU AFSLEPP LANDSGÆÐI
Um skóglendi efst í Landsveit

Jón Hreiðarsson (1817 1901) (fæddur sennilega á Galtalæk) mundi um 1830 eina skógarbreiðu frá Rangá að Þjórsá, frá Þjórsá sunnan og vestan við Búrfell og suðsuðvestur að Mörk (fram í Merkurbrún) að undanteknum tveimur sandgeirum, sem teygja sig fram í skóginn sitt hvoru megin við Skarðstanga. Óvíst hve langir og stórir hafi verið. Þá var gert til kola úr öllum sveitum milli Rangár og Þjórsár og talið sjálfsagt að ganga á skóginn næst sandinum til þess að hafa not af því áður en sandurinn eyðilagði hann

Ólafur Sigurðsson (1847-1933) í Húsagarði fór í skóg á sunnanverða þessa mörk um 1860 og þá varð hann að gæta sín að tapa ekki hestum og af föður sínum fyrir þykkni skógarins. Austar en miðja vegu frá Skarfanesi að Galtalæk. Hver maður mátti gæta sín að villast ekki í skóginum, því að hvergi sá til fjalla.

Aðallega tveir árakaflar, sem eyðilöggðu skóginn; fyrri harðindin 1830-1836, sérlega 34-36. Þá fór Skarfanes í eyði og byggðist aftur 1938, en þá var bærinn fullur af sandi – Síðari harðindin á árabilinu 1870 til 1882. Þá var allt blásið.

Jón var bóndi í Skarðsseli á Landi og Seli, Skarðssókn, Rang. 1845. Lausamaður á Hvammi, Skarðssókn, Rang. 1880. Ekkill. Niðursetningur á Látalátum, Skarðssókn, Rang. 1890.

Ólafur var bóndi og síðar húsmaður í Húsagarði.

Heimild: Dagbók HB 1938. – Ekki er getið heimilda, en vera má, að þetta hafi birzt einhvers staðar áður.

Leitarorð:


Leave a Reply