Tveir ólíkir eiga trautt saman

Skrifað um January 16, 2015 · in Almennt

Hér á stríðsárunum mætti Hákon Bjarnason Halldóri Pálssyni, þegar hann var nýkominn heim frá Ameríku flugleiðis. En Halldór hafði sent dótið sitt heim með Goðafossi, sem var skotinn í kaf undan Garðskaga.

Hákon bauð Halldór velkominn heim og tók hann kveðjunni vel en dræmt, svo að Hákon spurði, hvað væri að.

Halldór kvaðst hafa átt mikið af góðum bókum og sitthvað fleira í Goðafossi, og hefði það farið veg allrar veraldar.

»Tap mitt er óbætanlegt,« sagði Halldór.

Hákoni varð þá hugsað til þeirra, sem misst höfðu foreldri, dætur og syni með skipinu, svo að hann sagði rétt si svona:

»Þetta er auðvitað mikill skaði, Halldór minn, en hvers vegna í fjáranum sendirðu ekki dótið með flugvél og fórst sjálfur með Goðafossi. Það hefði verið minni skaði.«

Halldór varð fjandi klumsa við og gekk þegjandi burt.

 

Hákon Bjarnason og Halldór Pálsson.

Hákon Bjarnason og Halldór Pálsson.

 Leave a Reply