Nú er lag, Ljótur.

Skrifað um January 24, 2015 · in Almennt · 3 Comments

 

Arnljótur Ólafsson (1823-1904) og Eiríkur Briem (1846-1929) voru um svipað leyti í Prestaskólanum, þó að nokkur aldursmunur væri með þeim. Þeir leigðu saman í loftsherbergi í Lækjargötu meðan þeir voru í skóla.

Var það vandi þeirra að fara með koppinn ofan á hverjum morgni til þess að skvetta úr honum í Lækinn. Skiptu þeir með sér verkum annan hvern dag. Svo að enginn sæi til þeirra var annar á gægjum í glugga til að sjá mannaferðir í Lækjargötunni.

Morgun einn, þegar Arnljótur fór með koppinn niður og beið við dyrnar, sá Eiríkur hvar biskup og bæjarfógeti komu samstígandi suður götuna, og þegar þeir voru að koma að húshorninu galaði Eiríkur niður sigann: „Nú er lag, Ljótur.“ – Og varð það til þess, að Arnljótur gekk beint í flasið á hefðarmönnunum með fullan kopp á milli handa.

Í þá tíð þótti þetta bráðfyndið.

ÁHB / 24. janúar 2015

 

Leitarorð:

3 Responses to “Nú er lag, Ljótur.”
  1. I liked up to you’ll obtain performed proper here. The comic strip is attractive, your authored material stylish. however, you command get bought an nervousness over that you wish be delivering the following. ill certainly come more in the past again since exactly the same nearly very steadily inside case you shield this hike.

  2. Felix Meyer says:

    I like how well-written and informative your content is. You have actually given us, your readers, brilliant information about Nonprofit Organizations and not just filled up your blog with flowery texts like many blogs today do. If you visit my website xrank.cyou I’m sure you can also find something for yourself.

  3. Its good as your other posts : D, thankyou for putting up. “Before borrowing money from a friend it’s best to decide which you need most.” by Joe Moore.

Leave a Reply