Lykill H – Krónublöð (innri blómhlíf) samvaxin (samblaða króna)

Skrifað um February 20, 2014 · in Flóra

Blóm á kartöflugrasi (Solanum tuberosum). Myndin sýnir, hvernig frjóhnapparnir standa fast saman um stílinn. Ljósm. ÁHB.

Blóm á kartöflugrasi (Solanum tuberosum). Myndin sýnir, hvernig frjóhnapparnir standa fast saman um stílinn. Ljósm. ÁHB.

Lykill H – Krónublöð (innri blómhlíf) samvaxin (samblaða króna). Bikar ekki mikið ummyndaður.

Slæðingar og ræktaðar plöntur eru ekki feitletruð.

Sjá: Inngangslykil

1 Blóm eru óregluleg (einsamhverf) ………………………….. 2
1 Blóm eru regluleg ……………………………………….. 5

2 Blómleggir blaðlausir, einblóma, Blöð vaxa fast niður við jörð ………. lyfjagras (Pinguicula vulgaris)
2 Stöngull með venjulegum blöðum ……………………………. 3

3 Eggleg heilt; stíll toppstæður (þ.e. stendur efst á egglegi). Blöð gagnstæð eða stakstæð ………. grímublómaætt (Scrophulariaceae)
3 Eggleg 4-skipt; stíll grunnstæður (þ.e. stendur á milli legrýma) ………. 4

4 Blöð gagnstæð ………………. varablómaætt (Lamiaceae)
4 Blöð stakstæð ……………….. naðurkollur (Echium vulgare)

5 Blöð í stgofnhvirfingu eða breiðast út fast niður við jörð. Blóm rétt við stofnhvirfingu eða blómleggur blaðlaus eða með eitt eða tvö hreisturkennd blöð …………………….. 6
5 Stönglar með venjuleg blöð ………………………………. 10

6 Hver blómleggur með aðeins eitt blóm, hvítt (getur verið rauðlitt) ……. 7
6 Hver blómleggur oftast með fleiri en eitt blóm …………….. 8

7 Fjölær, háfjallaplanta, leðurkennd blöð. Blóm stór og hvít …………. fjallabrúða (Diapensia lapponica)
7 Einær, vex í leirefju í tjarnarstæðum og grunnu vatni, blaðka aflöng á löngum stilk. Blóm lítil, hvít eða rauðleit ….. efjugras (Limosella aquatica)

8 Blóm 4-deild í axi ………………….. græðisúruætt (Plantaginaceae)
8 Blóm 5-deild í kolli eða sveip ……………….. 9

9 Bikar himnukenndur; fimm stílar. Blóm í kolli á stinnum blómlegg ……… gullintoppuætt (Plumbaginaceae)
9 Bikar ekki himnukenndur; einn stíll. Blóm í sveip …… maríulykilsætt (Primulaceae)

10 Blöð kransstæð eða gagnstæð ………………….. 11
10 Blöð stakstæð …………………………………………… 16

11 Blöð kransstæð (í hvirfingu) …………………. 12
11 Blöð gagnstæð ……………………………………….. 14

12 Aðeins ein topphvirfing og hreisturkennd smáblöð fyrir neðan; með eitt, hvítt blóm ……….. sjöstjarna (Trientalis europea)
12 Fleiri en einn blaðkrans; mörg blóm …………… 13

13 Blóm lítil (<7 mm á breidd). Aldin tvíkleyft klofaaldin ………. möðruætt (Rubiaceae)
13 Blóm stór (>10 mm á breidd). Aldin hnöttótt hýði; hávaxnar plöntur ….. útlagar (Lysimachia)

14 Krónublöð mynda krónupípu, króna mun lengri en breið …….. maríuvandarætt (Gentianaceae)
14 Króna með eða án krónupípu, króna flöt eða trektlaga, breidd meiri en lengd …….. 15

15 Blöð stakfjöðruð ………………. jakobsstigaætt (Polemoniaceae)
15 Blöð heil ………………………….. maríulykilsætt (Primulaceae)

16 Blöð fingruð eða handstrengjótt ………………. 17
16 Blöð fjaðurstrengjótt ……………………………….. 18

17 Blöð þrífingruð. Blóm í klasa; króna hvít, trektlaga, kögruð ……………………. horblaðka (Menyanthes trifoliata)
17 Blöð og blóm öðru vísi; sjaldgæfir slæðingar ……………… vafklukkuætt (Convolvulaceae)

18 Blöð samsett eða fjöðruð …………………….. 19
18 Blöð heil eða tennt …………………………. 20

19 Frjóhnappar standa þétt saman utan um stílinn ….. náttskuggaætt (Solanaceae)
19 Frjóhnappar lausir frá hver öðrum …………….. jakobsstigaætt (Polemoniaceae)

20 Blóm yfirsætin ……………………………… bláklukkuætt (Campanulaceae)
20 Blóm undirsætin …………………………….. 21

21 Blóm í ax- eða klasaleitri, kvíslgreindri blómskipan (ef ekki er bikar þyrnóttur á börmum). 4-kleyft klofaaldin ……. munablómsætt (Boraginaceae)
21 Blóm einstök eða fá saman. Hýðis- eða beraldin …. náttskuggaætt (Solanaceae)

ÁHB / 20. febrúar 2014

 

Leitarorð:


Leave a Reply