Veldur hver á heldur

Skrifað um September 24, 2014 · in Gróður · 5 Comments

 

 

Alaskalúpína þekur nú víðlend svæði, þar sem áður var reynt að græða upp með túnvingli og áburði. Ljósm. ÁHB.Veldur hver á heldur

Mynd 1. Alaskalúpína þekur nú víðlend svæði, þar sem áður var reynt að græða upp með túnvingli og áburði. Ljósm. ÁHB.

Kveikjan að þessum pistli er sú, að fyrir skömmu birtist á vef Landgræðslu ríkisins mynd þar sem sagði svo: „Endurreisn á virkni vistkerfa er mikilvæg á alþjóðavísu og er sem rauður þráður í landgræðslustarfi. Hér má sjá víðiplöntu gægjast upp úr lúpínubreiðu á uppgræðslusvæði í Öxarfirði.“

Mér hnykkti svolítið við, því að eg hafði nýlokið við athugun á svipuðum slóðum, þar sem þessu var öfugt farið að minni hyggju. – Nú legg eg það í dóm lesenda að draga réttar ályktanir.

 

Í Kelduhverfi er víðáttumikil landgræðslugirðing vestur af Víkingavatni, sem venjulega er kennd við Flæðar, og nær reyndar austur Reka að landi Grásíðu. Svæði þetta tilheyrir jörðunum Víkingavatni, bæði ytri og syðri parti, Kílakoti, Sultum og Lóni.

Girðingin er frá því snemma á sjötta áratug síðustu aldar, og var ætlað að koma í veg fyrir sandfok, sem var mikið heim á tún bæjanna. Nú eru liðin 40 ár frá því eg kom þarna fyrst, og hef eg reynt að fylgjast nokkuð með framvindu gróðurs á svæðinu, svo og aðgerðum Landgræðslu ríkisins. Að sinni verður ekki farið út í þá sálma hér, þó að af mörgu sé að taka, nema hvað varðar sáningu á lúpínu (Lupinus nootkatensis).

Hefðbundnar aðferðir Landgræðslunnar með melgresi og túnvingli skiluðu ekki nægjanlega góðum árangri, en hljóta að hafa kostað stórfé. Þá var brugðið á það ráð í lok síðustu aldar, að sá lúpínu yfir gríðarlega stórt svæði innan girðingarinnar. Og það var ekki að sökum að spyrja. Innan fárra ára hafði lúpína dreift sér víða. En mergurinn málsins er sá, að hér virðist hafa verið unnið af algjöru hugsunarleysi. Verstu áttirnar eru að norð-austan og norð-vestan. Þrátt fyrir góðan vöxt er enn alveg opið svæði af norð-vestri, og er engu líkara, en það hafi verið skilið eftir af ráðnum hug (sjá mynd 2).

Þrátt fyrir víðlenda lúpínuakra, hefur ekki verið sáð í sand til að loka fyrir verstu vindáttinni. Ljósm. ÁHB.

Mynd 2. Þrátt fyrir víðlenda lúpínuakra, hefur ekki verið sáð í sand til að loka fyrir verstu vindáttinni. Ljósm. ÁHB.

En það er fleira, sem kemur spánskt fyrir sjónir. Norður af sjálfum Flæðum, sem eru vel grónar röku graslendi með víðirunnum, teygðu krækilyng og loðvíðir sig sífellt lengra í norður eftir að beit létti. Var ævintýri líkast að fylgjast með þeirri framvindu ár eftir ár, enda var lítil sem engin hreyfing þar á sandi.

 

Veruleg sjálfgræðsla hefur átt sér stað á Flæðum eftir að beit létti. Krækilyngs- og loðvíðismór teygði sig sífellt lengra og lengra unz hann var kæfður með lúpínu. Ljósm. ÁHB.

Mynd 3. Veruleg sjálfgræðsla hefur átt sér stað á Flæðum eftir að beit létti. Krækilyngs- og loðvíðismór teygði sig sífellt lengra og lengra unz hann var kæfður með lúpínu. Ljósm. ÁHB.

Nú brá svo við, að í þessa sjálfsprottnu rönd var sáð lúpínu, sem nú veður yfir þetta viðkvæma gróðurlendi. Einnig var henni sáð upp í hrauni fyrir ofan, þar sem hennar var alls ekki þörf. Hérna sannast það, sem margir hafa haldið fram, að lúpínan nær yfirhöndinni. Hér hefur annaðhvort vísvitandi eða af algjöru hyggjuleysi illa verið að verki staðið. Þetta er ekki til þess að auka hróður lúpínu sem landgræðsluplöntu.

 

Mynd 4. Hérna má sjá, hvernig loðvíðis á í vök að verjast vegna ágengni tveggja ára lúpínu. inni í fullvaxinni lúpínu er loðvíðir horfinn. Hefði verið slegið umhverfis runnana á réttum tíma í tvö ár hefði loðvíðirinn náð sér upp. Ljósm. ÁHB.

Mynd 4. Hérna má sjá, hvernig loðvíðir á í vök að verjast vegna ágengni tveggja ára lúpínu. Inni í fullvaxinni lúpínu er loðvíðir horfinn. Hefði verið slegið umhverfis runnana á réttum tíma í tvö ár hefði loðvíðirinn náð sér upp. Ljósm. ÁHB.

Mér býður reyndar í grun, að Landgræðsla ríkisins hafi aldrei gert fræðilega úttekt á þessu svæði, heldur vaðið áfram með tæki sín og tól.

 

Mynd 5. Þótt lúpínan sé ekki fullvaxin, hefur krækilyng þegar lotið í lægra haldi fyrir henni. Ljósm. ÁHB.

Mynd 5. Þótt lúpínan sé ekki fullvaxin hér, hefur krækilyng þegar lotið í lægra haldi fyrir henni. Ljósm. ÁHB.

Þetta leiðir hugann að því, að full þörf er á að sinna þeim svæðum, sem er verið að rækta. Með því að grisja lúpínu mætti á mjög auðveldan hátt fá víðirunna til þess að vaxa þarna upp í stað þess að láta þá kaffærast, eins og nú er raunin. Þarna á söndunum er einnig kjörið tækifæri að nýta aðstöðuna til þess að gera einfaldar tilraunir, í stað þess að láta svæðið lenda í óhirðu í umsjá Landgræðslunnar. Til dæmis mætti prófa ákveðna sláttutækni til þess að halda aftur af lúpínu og rækta birki. Sýnt hefur verið fram á, að það getur þrifizt ágæta vel á þessum stað. En frekar myndi eg nú treysta Skógrækt ríkisins fyrir því verki en Landgræðslunni.

 

Björn Víkingur Ágústsson hefur plantað birki í skjóli lúpínu á nokkrum stöðum með ágætum árangri. Ljósm. ÁHB.

Mynd 6. Björn Víkingur Ágústsson hefur plantað birki í skjóli lúpínu á nokkrum stöðum með ágætum árangri. Ljósm. ÁHB.

Mér er nær að halda, að talsvert skorti á, að Landgræðsla ríkisins hafi tileinkað sér nægilega ræktunarmenningu, sem er nauðsynleg.

 

 

ÁHB / 24. sept. 2014

 

Leitarorð:

5 Responses to “Veldur hver á heldur”
 1. An interesting discussion is worth comment. I think that you should write more on this topic, it might not be a taboo subject but generally people are not enough to speak on such topics. To the next. Cheers

 2. AbertAcume says:

  в той день коли закінчиться війна скільки ще буде тривати війна в україні війна в україні 2022 пророцтва

 3. CarlJab says:

  [url=http://levothyroxine.monster/]synthroid 25 mcg tablet[/url]

 4. WimJab says:

  [url=http://viagrajtabs.com/]viagra online prescription[/url]

 5. AmyJab says:

  [url=http://bestcialistabletsale.quest/]cialis online fast shipping[/url]

Leave a Reply