Fræðaþulurinn Jón R. Hjálmarsson reit kímna grein í Heima er bezt 3. tbl. 63. árg. 2013 um ótíndan langferðarbílstjóra. Minni Jóns og skýrleiki er með eindæmum, en hann er rúmlega níræður að aldri. Þá sakar ekki að minna á þetta einstaka tímarit, Heima er bezt, sem er sneisafullt af margvíslegum fróðleik eftir marga skilríka heiðursmenn. Eg hvet alla til þess að glugga í ritið.
Leitarorð: Heima er bezt 2013 • hvanná • Jón R. Hjálmarsson • Krossá • Langidalur • rútubílstjóri • sænskur ráðherra • þórsmörk